Hvernig lítur þú á Biblíuna?
Telurðu hana geyma ...
-
hugmyndir manna?
-
goðsagnir og þjóðsögur?
-
orð Guðs?
HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?
„Öll Ritningin er innblásin af Guði.“ – 2. Tímóteusarbréf 3:16, Nýheimsþýðingin.
HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ FYRIR ÞIG?
Fullnægjandi svör við stóru spurningunum í lífinu. – Orðskviðirnir 2:1–5.
Áreiðanlega leiðsögn í daglega lífinu. – Sálmur 119:105.
Örugga von um bjarta framtíð. – Rómverjabréfið 15:4.
ER HÆGT AÐ TREYSTA ÞVÍ SEM BIBLÍAN SEGIR?
Já, og ástæðurnar eru að minnsta kosti þrjár:
-
Ótrúlegt samræmi: Um 40 manns skrifuðu Biblíuna á 1.600 árum. Fæstir þeirra hittust nokkurn tíma. Þó er Biblían sjálfri sér samkvæm og einn meginþráður út í gegn.
-
Heiðarleg frásaga: Algengt er að sagnaritarar þegi um ófarir sinnar eigin þjóðar. Biblíuritararnir segja aftur á móti hreinskilnislega frá mistökum sínum og þjóðar sinnar. – 2. Kroníkubók 36:15, 16; Sálmur 51:3–6.
-
Áreiðanlegir spádómar: Spáð var í Biblíunni 200 árum fyrir fram að fornaldarborginni Babýlon yrði eytt. (Jesaja 13:17–22) Því var bæði lýst hvernig borgin myndi falla og sigurvegarinn var nefndur með nafni. – Jesaja 45:1–3.
Ótal aðrir biblíuspádómar hafa ræst í smáatriðum. Má ekki einmitt vænta þess af Biblíunni ef hún hefur að geyma orð Guðs? – 2. Pétursbréf 1:21.
TIL UMHUGSUNAR
Hvernig getur Biblían gert líf þitt betra?
Svarið er að finna í JESAJA 48:17, 18 og 2. TÍMÓTEUSARBRÉFI 3:16, 17.