Samræmist bókin vísindum?
Samræmist bókin vísindum?
Trúarbrögðin hafa ekki alltaf litið á vísindin sem samherja. Fyrr á öldum streittust sumir guðfræðingar gegn framgangi vísindalegra uppgötvana þegar þeim fannst þær stofna túlkun sinni á Biblíunni í hættu. En eru vísindin í raun og veru fjandsamleg Biblíunni?
EF RITARAR Biblíunnar hefðu fylgt þeim vísindahugmyndum sem voru útbreiddastar á þeirra dögum hefði það leitt af sér bók með áberandi vísindavillum. En þeir voru ekki talsmenn slíkra ranghugmynda. Þvert á móti skráðu þeir sem rituðu Biblíuna niður margar fullyrðingar sem eru ekki einungis vísindalega nákvæmar heldur ganga þvert á viðurkenndar hugmyndir samtímamanna þeirra.
Hver er lögun jarðar?
Sú spurning hefur heillað menn um þúsundir ára. Hin almenna skoðun til forna var sú að jörðin væri flöt. Babýloníumenn trúðu því til dæmis að alheimurinn væri kassi eða herbergi þar sem jörðin væri botninn eða gólfið. Vedaprestar Indlands ímynduðu sér að jörðin væri flöt og aðeins búið á annarri hliðinni. Frumstæður ættflokkur í Asíu sá jörðina fyrir sér sem risastóran tebakka.
Þegar á sjöttu öld f.o.t. setti gríski heimspekingurinn Pýþagóras fram þá kenningu að jörðin hlyti að vera hnöttótt fyrst tunglið og sólin eru kúlulaga. Aristóteles (á fjórðu öld f.o.t.) var sama sinnis og benti á að tunglmyrkvar sönnuðu hnattlögun jarðarinnar. Skugginn, sem jörðin varpar á tunglið, er bogadreginn.
Hugmyndin um flata jörð (með íbúa aðeins á efri hlið hennar) hvarf hins vegar ekki algerlega. Sumir gátu ekki kyngt því að til væru andfætlingar, hugmynd sem var rökrétt afleiðing þeirrar niðurstöðu að jörðin væri hnöttótt. * Lactantíus, maður sem hélt uppi vörnum fyrir kristna trú á fjórðu öld, skopaðist að sjálfri hugmyndinni. Hann ályktaði sem svo: „Er einhver svo skyni skroppinn að halda að til séu menn með fótspor ofar höfðinu? . . . að uppskeran og trén vaxi niður á við? að rigningin og snjórinn og haglið falli upp á við?“1
Hugmyndin um andfætlinga setti nokkra guðfræðinga í úlfakreppu. Nokkrar kenningar héldu því fram að væru til andfætlingar, gætu þeir ekki haft nokkurt samband við fólk sem menn þekktu til, annaðhvort vegna þess að sjórinn væri of víðáttumikill til að hægt væri að sigla rétta leið eða vegna hitabeltis í kringum miðbaug sem ógerningur væri að komast í gegnum. Hvaðan gætu þess vegna hugsanlegir andfætlingar hafa komið? Ráðþrota kusu sumir guðfræðingar frekar að trúa því að engir andfætlingar væru til eða, eins og Lactantíus
hélt fram, að jörðin gæti hreinlega ekki verið hnöttur.Hugmyndin um hnattlaga jörð lét samt ekki undan síga og hlaut að lokum almenna viðurkenningu. Það var þó ekki fyrr en geimferðir hófust á 20. öld að menn gátu ferðast nægilega langt út í geiminn til að sannreyna með eigin augum að jörðin er hnöttur. *
Hver var svo afstaða Biblíunnar í þessu máli? Á áttundu öld f.o.t., þegar sú skoðun var ríkjandi að jörðin væri flöt, öldum áður en grískir heimspekingar settu fram þá kenningu að líklega væri jörðin hnöttótt og þúsundum ára áður en mennirnir sáu jörðina sem hnött utan úr geimnum, sagði hebreski spámaðurinn Jesaja á ósköp einfaldan hátt: „Það er hann, sem situr hátt yfir jarðarkringlunni.“ (Jesaja 40:22) Hebreska orðið chugh, sem hér er þýtt ‚kringla,‘ má einnig þýða „hnöttur.“2 Aðrar biblíuþýðingar segja „jarðarhnötturinn“ (Douay-þýðingin) og „hnöttótta jörðin.“ — Moffatt. *
Biblíuritarinn Jesaja hélt sér frá hinni algengu goðsögn um jörðina. Þess í stað skráði hann fullyrðingu sem stóð ekki ógn af framsókn vísindalegra uppgötvana.
Hvað heldur jörðinni uppi?
Til forna stóðu menn ráðþrota gagnvart öðrum spurningum um alheiminn: Á hverju hvílir jörðin? Hvað heldur uppi sólinni, tunglinu og stjörnunum? Þeir höfðu enga þekkingu á algildu þyngdarlögmáli sem Isaac Newton gerði formúlu fyrir og gaf út árið 1687. Sú hugmynd, að himinhnettirnir séu í raun og veru hengdir upp á engu í tómum geimnum, var þeim framandi. Útskýringar þeirra gengu þess vegna oft út á það að áþreifanlegir hlutir eða efni haldi jörðinni og öðrum himintunglum á lofti.
Ein forn kenning, ef til vill upprunnin hjá eyjaskeggjum, var til dæmis á þá leið að jörðin væri umlukin vatni og flyti á vatninu. Hindúar gerðu sér þá hugmynd að jörðin hefði nokkrar undirstöður, hver ofan á annarri. Hún hvíldi á fjórum fílum, fílarnir stæðu á risastórri skjaldböku, skjaldbakan stæði á gríðarstórum höggormi sem hringaði sig og flyti á alheimshafi. Empedókles, grískur heimspekingur á fimmtu öld f.o.t., trúði því að jörðin hvíldi á hvirfilvindi og að þessi hvirfilvindur orsakaði hreyfingu himintunglanna.
Skoðanir Aristótelesar höfðu hvað mestu áhrif. Þó að hann kæmist að þeirri niðurstöðu að jörðin væri hnöttur neitaði hann að hún gæti hangið í tómarúmi. Í fræðiriti sínu Um himininn sagði hann þegar hann var að hrekja þá hugmynd að jörðin hvíldi á vatni: „Það er ekkert frekar eðli vatns en jarðar að vera kyrrt í lausu lofti: það verður að hafa eitthvað til að hvíla á.“3 Hvað hefur jörðin þá til að „hvíla á“? Aristóteles hélt því fram að sólin, tunglið og stjörnurnar væru festar á yfirborð kúlna sem væru heilar og gagnsæjar. Ein kúla hreiðraði um sig inni í annarri kúlu og væri jörðin — óhreyfanleg — í miðjunni. Kúlurnar snerust hver inni í annarri og það sem væri fest á þær — sólin, tunglið og reikistjörnurnar — hreyfðist því um himininn.
Útskýring Aristótelesar virtist rökrétt. Hvernig gætu himinhnettirnir haldist á lofti nema þeir væru kirfilega festir við eitthvað? Aristóteles var í hávegum hafður og skoðanir hans teknar sem staðreyndir í nær 2000 ár. Á 16. og 17. öld „lyftust [kenningar hans] upp á þann virðingarstall að verða trúarkreddur“ í augum kirkjunnar, segir í The New Encyclopædia Britannica.4
Eftir að sjónaukinn hafði verið fundinn upp fóru stjörnufræðingar að draga kenningu *5
Aristótelesar í efa. Þeir náðu þó ekki að festa hendur á lausninni fyrr en Sir Isaac Newton útlistaði að reikistjörnurnar svífi í tómum geimnum og ósýnilegur kraftur — þyngdaraflið — haldi þeim á brautum sínum. Það virtist ótrúlegt og sumir starfsbræðra Newtons áttu erfitt með að trúa að geimurinn gæti verið tómarúm, að stærstum hluta án nokkurs efnis.Hvað hefur Biblían að segja um þetta málefni? Fyrir næstum 3500 árum fullyrti Biblían afskaplega greinilega að Guð láti „jörðina svífa í tómum geimnum.“ (Jobsbók 26:7) „Tómum geimnum“ er þýðing á hebreska orðinu beli-mahʹ sem bókstaflega merkir „án nokkurs.“6 Tilvísun í Contemporary English Version er viljandi sleppt þar sem hún er eins og ísl. bib.
Pláneta svífandi „í tómum geimnum“ var víðsfjarri þeirri mynd sem flestir á þeim dögum gerðu sér af jörðinni. Biblíuritarinn skráði engu að síður niður fullyrðingu sem er vísindalega rétt og var langt á undan sinni samtíð.
Biblían og læknavísindin — er samræmi þeirra á milli?
Nútímalæknavísindi hafa kennt okkur margt um útbreiðslu sjúkdóma og varnir gegn þeim. Framfarir í læknisfræði á 19. öld leiddu til þess að læknar tóku að ástunda sóttvarnir — hreinlæti til að draga úr sýkingum. Árangurinn lét ekki á sér standa. Verulega dró úr sýkingum og ótímabærum dauða.
Til forna skildu læknar hins vegar ekki til fulls hvernig sjúkdómur breiðist út og þeir gerðu sér ekki heldur grein fyrir hve hreinlæti er mikilvægt til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Það er því engin furða að margar læknisaðferðir þeirra virðist villimannlegar á nútímamælikvarða.
Einn elsti læknisfræðitextinn, sem varðveist hefur, er Eberspapýrusritið, samantekt á egypskri læknisfræðiþekkingu og dagsett frá um það bil 1550 f.o.t. Í þeirri bókrollu er að finna um það bil 700 læknisráð við ýmsum veikindum, „allt frá krókódílabiti til verkjar í tánögl.“7 The International Standard Bible Encyclopaedia segir: „Læknisfræðiþekking þessara lækna var eingöngu byggð á athugun eða reynslu, að stórum hluta tengd göldrum og að öllu leyti óvísindaleg.“8 Flest læknisráðin voru aðeins gagnslaus en sum voru þó stórhættuleg. Til meðhöndlunar á sári mælti ein uppskriftin með því að nota smyrsli úr mannasaur blandaðan öðrum efnum.9
Þessi texti með egypskum læknisráðum var ritaður á nær sama tíma og fyrstu bækur Biblíunnar sem innihéldu meðal annars Móselögmálið. Móse, sem fæddist árið 1593 f.o.t., óx upp í Egyptalandi. (2. Mósebók 2:1-10) Hann var „fræddur í allri speki Egypta“ enda einn af heimilismönnum Faraós. (Postulasagan 7:22) Hann þekkti til ‚lækna‘ Egyptalands. (1. Mósebók 50:1-3) Höfðu gagnslausar eða hættulegar læknisaðferðir þeirra áhrif á rit hans?
Nei. Þvert á móti innihéldu Móselögin hreinlætisreglur sem voru langt á undan sinni samtíð. Í lögum um herbúðir voru til dæmis ákvæði um að saur skyldi grafa utan 5. Mósebók 23:13) Þetta voru mjög fullkomnar forvarnir. Þær unnu gegn mengun vatnsbóla og veittu vernd gegn blóðkreppusótt og öðrum niðurgangssjúkdómum sem flugur bera og verða enn milljónum manna að fjörtjóni ár hvert í löndum þar sem hreinlætisástand er afleitt.
herbúðanna. (Móselögin innihéldu önnur hreinlætisákvæði sem vernduðu Ísrael gegn útbreiðslu smitsjúkdóma. Maður, sem hafði eða var grunaður um að hafa smitandi sjúkdóm, var settur í sóttkví. (3. Mósebók 13:1-5) Klæði eða ílát, sem komst í snertingu við sjálfdautt dýr (er dó kannski vegna sjúkdóms), skyldi annaðhvort þvo áður en það væri notað aftur eða eyða. (3. Mósebók 11:27, 28, 32, 33) Hver sá sem snerti lík var álitinn óhreinn og varð að gangast undir hreinsun sem fólst í þvotti á klæðum hans og líkama. Í sjö daga var hann óhreinn og varð að forðast snertingu við aðra þann tíma. — 4. Mósebók 19:1-13.
Þessi hreinlætisákvæði endurspegla visku sem læknar þjóðanna umhverfis á þeim tíma bjuggu ekki yfir. Þúsundum ára áður en læknavísindin uppgötvuðu hvernig sjúkdómur breiðist út lýsti Biblían skynsamlegum, fyrirbyggjandi ráðstöfunum til varnar sjúkdómum. Það er því ekki að undra að Móse hafi getað sagt Ísraelsmenn á sínum dögum ná almennt 70 til 80 ára aldri. * — Sálmur 90:10.
Þú viðurkennir ef til vill að fyrrnefndar fullyrðingar Biblíunnar séu vísindalega nákvæmar. En í Biblíunni eru aðrar fullyrðingar sem verða ekki sannaðar vísindalega. Gerir það Biblíuna endilega ósamhljóða vísindum?
Hið ósannanlega viðurkennt
Ósannanleg fullyrðing þarf ekki nauðsynlega að vera ósönn. Vísindaleg sönnun takmarkast við getu mannsins til að finna nægilega margar vísbendingar og túlka gögnin á réttan hátt. En sum sannindi er ekki hægt að sanna vegna þess að engar vísbendingar hafa varðveist, vísbendingarnar eða sönnunargögnin eru óskýr eða enn þá ófundin, eða vísindaleg hæfni eða sérþekking er ónóg til að komist verði að óvéfengjanlegri niðurstöðu. Gæti þetta átt við um vissar fullyrðingar sem er að finna í Biblíunni og engar óháðar efnislegar sannanir eru til um?
Það sem Biblían segir um ósýnilegt tilverusvið byggt andaverum verður til dæmis hvorki sannað — né afsannað — vísindalega. Sama má segja um yfirnáttúrlega atburði sem nefndir eru í Biblíunni. Ekki er tiltækur nægur skýr jarðfræðilegur vitnisburður um heimsflóðið á dögum Nóa til að fullnægja sumu fólki. (1. Mósebók, 7. kafli) Hljótum við að álykta að það hafi ekki átt sér stað? Tíminn og breytingar geta hulið sögulega atburði. Er því ekki hugsanlegt að virkni jarðskorpunnar um þúsundir ára hafi afmáð flest ummerki flóðsins?
Víst er að Biblían inniheldur fullyrðingar sem hvorki er hægt að sanna né afsanna með fyrirliggjandi efnislegum gögnum. En ætti það að koma okkur á óvart? Biblían er ekki kennslubók í vísindum. Hún er hins vegar bók sem hefur sannleikann í hávegum. Við höfum þegar athugað öflugan vitnisburð um það að ritarar hennar voru ráðvandir og heiðarlegir. Þegar þeir minnast á mál sem tengjast vísindum eru orð þeirra líka nákvæm og algerlega laus við fornar „vísindalegar“ kenningar sem reyndust vera goðsagnir einar. Vísindin eru því á engan hátt óvinur Biblíunnar. Það er full ástæða til að vega og meta með opnum huga það sem Biblían segir.
[Neðanmáls]
^ gr. 7 „Andfætlingar“ eru þeir sem búa sitt hvorum megin á jörðinni. Bein lína milli þeirra sker sem næst miðju jarðar. Þeir snúa iljum saman.
^ gr. 9 Strangt til tekið er jörðin ekki nákvæmlega hnöttótt heldur lítið eitt flöt við pólana.
^ gr. 10 Þar að auki er það aðeins hnattlaga hlutur sem lítur út eins og kringla frá öllum sjónarhornum. Flöt kringla liti oftar út eins og sporbaugslaga, ekki hringlaga.
^ gr. 17 Á dögum Newtons naut sú skoðun mikils fylgis að alheimurinn væri fylltur vökva — „geimsúpu“ — og að hringiður í vökvanum sneru reikistjörnunum.
^ gr. 27 Árið 1900 voru lífslíkur manna í mörgum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum minni en 50 ár. Síðan þá hafa þær aukist stórkostlega, ekki einungis vegna framfara í því að halda sjúkdómum í skefjum heldur líka vegna bætts hreinlætis og lífsskilyrða.
[Rammi á blaðsíðu 21]
Ósannanleg fullyrðing þarf ekki nauðsynlega að vera ósönn.
[Mynd á blaðsíðu 18]
Þúsundum ára áður en menn sáu utan úr geimnum að jörðin væri hnöttur talaði Biblían um hana sem ‚jarðarkringluna.‘
[Mynd á blaðsíðu 20]
Sir Isaac Newton útlistaði að það væri þyngdarafl sem héldi reikistjörnunum á brautum sínum.