Eilíft líf sem hefur tilgang
Ellefti kafli
Eilíft líf sem hefur tilgang
HVAR sem við búum heyrum við um vísindauppgötvanir. Líffræðingar, haffræðingar og aðrir halda áfram að auka við þekkingu manna á hnettinum okkar og lífinu á honum. Stjörnufræðingar og eðlisfræðingar leita í aðra átt og verða sífellt fróðari um sólkerfið, stjörnurnar og jafnvel fjarlægar vetrarbrautir. Til hvers benda þessar uppgötvanir?
Margir glöggir menn taka undir með Davíð konungi til forna: „Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa.“ (Sálmur 19:2) Vissulega fallast sumir ekki á þetta eða segjast ekki geta verið vissir um það. En getur þú ekki, eftir að hafa íhugað vísbendingarnar sem kynntar eru í þessari bók, séð ríkulega ástæðu til að trúa því að skapari sé til og standi á bak við alheiminn og lífið?
Páll postuli skrifaði: „Mennirnir geta ekki sagt að þeir viti ekki um Guð. Frá upphafi heimsins gátu menn séð hvernig Guð er út frá því sem hann hefur skapað. Það sýnir óendanlegan kraft hans. Það sýnir að hann er Guð.“ (Rómverjabréfið 1:20, Holy Bible — New Life Version) Efnið, sem við fórum yfir í fyrri köflum, um sköpunarverkið auðveldar okkur að ‚sjá hvernig Guð er‘ og að meta „hið ósýnilega eðli hans.“ (Biblían 1981) Þó ætti það ekki að vera markmið í sjálfu sér að sjá að efnislega sköpunin endurspegli skapara. Hvers vegna ekki?
Margir vísindamenn helga sig því verkefni að rannsaka alheiminn en samt finnst þeim lifið innantómt og ekki hafa neinn varanlegan tilgang. Til dæmis
skrifaði eðlisfræðingurinn Steven Weinberg: „Því skiljanlegri sem alheimurinn virðist vera, þeim mun tilgangslausari virðist hann jafnframt vera.“ Tímaritið Science sagði um skoðun stjörnufræðingsins Alans Dresslers: „Þegar vísindamenn segja að heimsfræðin opinberi ‚huga‘ eða ‚rithönd‘ Guðs eru þeir að eigna hinum guðlega mætti það sem verður kannski, þegar upp er staðið, álitið síðri hliðin á alheiminum — hin efnislega samsetning hans.“ Dressler bendir á að það sem skiptir mun meira máli sé tilgangurinn með tilvist mannsins. Hann segir: „Fólk hefur kastað þeirri gömlu trú að mennirnir séu í miðju hins efnislega heims en verður að taka aftur upp þá trú að við séum miðpunkturinn hvað varðar tilgang lífsins.“Við ættum tvímælalaust hvert og eitt að hafa brennandi áhuga á því hver sé tilgangurinn með lífi okkar. Lífið fær tæplega tilgang með því einu að viðurkenna að skapari eða meistarahönnuður sé til og
að við séum háð honum. Það er ekki síst vegna þess að lífið virðist svo stutt. Mörgum er innanbrjósts eins og Macbeth konungi í einu af leikritum Williams Shakespeares:„Vort líf er tómur framreikandi skuggi,
eitt leikaragrey, sem grettir sig og spriklar
á sjónarsviði, stutta stund, og fer svo;
tóm söguþula, sögð af einu fífli,
og full af fimbulglamri, — alveg marklaus. —“
— Macbeth, 5. þáttur, 5. atriði, í þýðingu Matthíasar Jochumssonar.
Fólki um heim allan getur fundist þessi orð eiga við sig en þegar það lendir sjálft í alvarlegum vanda ákallar það kannski engu að síður Guð um hjálp. Elíhú, vitur maður til forna, sagði: „Menn æpa að sönnu undan hinni margvíslegu kúgan, kveina . . . en enginn þeirra segir: ‚Hvar er Guð, skapari minn, . . . sem fræðir oss meira en dýr merkurinnar og gjörir oss vitrari en fugla loftsins?‘“ — Jobsbók 35:9-11.
Orð Elíhús undirstrika að við mennirnir séum ekki hinn sanni miðpunktur hvað varðar tilgang lífsins. Hinn mikli skapari okkar er sá miðpunktur og sé einhver raunverulegur tilgangur með tilvist okkar er því rökrétt að hann tengist skaparanum og sé undir honum kominn. Til að finna slíkan tilgang og þá miklu fullnægju sem hann færir þurfum við kynnast skaparanum og lifa lífinu í samræmi við vilja hans.
Snúðu þér til skaparans
Móse gerði það. Hann viðurkenndi af raunsæi: „Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrsta hnossið er mæða og hégómi.“ Þetta raunsæi gerði Móse samt ekki stúrinn eða bölsýnan. Það hjálpaði honum að meta gildi þess að Sálmur 90:10, 12, 14, 17.
snúa sér til skaparans. Móse bað til Guðs: „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. Metta oss að morgni með miskunn þinni, að vér megum fagna og gleðjast alla daga vora. Hylli [Jehóva], Guðs vors, sé yfir oss.“ —‚Mettir að morgni.‘ ‚Glaðir alla daga.‘ ‚Hylli Guðs yfir okkur.‘ Gefur ekki slíkt orðalag í skyn að maður hafi fundið tilgang í lífinu — tilgang sem menn almennt koma ekki auga á?
Við getum stigið stórt skref í þessa átt með því að skynja stöðu okkar frammi fyrir skaparanum. Hin sívaxandi þekking manna á alheiminum getur á vissan hátt hjálpað okkur. Davíð spurði: „Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess?“ — Sálmur 8:4, 5.
Við þurfum þó að gera meira en að viðurkenna að Jehóva hafi skapað sólina, tunglið og stjörnurnar og síðan fyllt jörðina af lífi með öllu því sem til þarf svo að það fái þrifist. (Nehemíabók 9:6; Sálmur 24:2; Jesaja 40:26; Jeremía 10:10, 12) Framar í þessari bók sáum við að hið einstæða nafn Jehóva gefur til kynna að hann sé Guð sem hafi tilgang og sé sá eini sem fær er um að láta vilja sinn ná algerlega fram að ganga.
Jesaja 45:18) Löngu síðar skrifaði Páll til kristinna manna, trúbræðra sinna: „Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka.“ Einn meginþáttur þessara ‚góðu verka‘ er að kunngera „hve margháttuð speki Guðs er. [Það] er Guðs eilífa fyrirætlun.“ (Efesusbréfið 2:10; 3:8-11) Við getum og með góðum rökum ættum við líka að láta okkur skaparann varða, leitast við að kynna okkur tilgang hans eða fyrirætlun og hegða okkur í samræmi við hana. — Sálmur 95:3-6.
Jesaja skrifaði: „Hann einn er Guð, sá er jörðina hefir myndað og hana til búið, hann, sem hefir grundvallað hana og hefir eigi skapað hana til þess, að hún væri auðn, heldur myndað hana svo, að hún væri byggileg.“ Jesaja hefur því næst eftir Jehóva: „Ég er [Jehóva], og enginn annar.“ (Þegar menn viðurkenna að til sé kærleiksríkur skapari sem lætur sér annt um þá ætti það að knýja þá til dáða. Taktu til dæmis eftir sambandinu milli þess að viðurkenna tilvist skapara og að eiga góð samskipti við aðra menn. „Sá sem kúgar snauðan mann, óvirðir þann er skóp hann, en sá heiðrar hann, er miskunnar sig yfir fátækan.“ „Hefir ekki einn Guð skapað oss? Hvers vegna breytum vér þá sviksamlega hver við annan?“ (Orðskviðirnir 14:31; Malakí 2:10) Ef við viðurkennum að til sé skapari sem annt er um okkur ættum við þar af leiðandi að finna okkur knúin til að sýna öðrum sköpunarverum hans aukna umhyggju.
Við erum ekki látin ein um að gera þetta. Skaparinn getur hjálpað okkur. Þó að Jehóva vinni ekki eins og er að nýrri jarðneskri sköpun má segja að hann sé enn að skapa á annan hátt. Hann er virkur og afkastamikill í því að hjálpa fólki sem leitar leiðsagnar Sálmur 51:12; 124:8) Biblían hvetur líka kristna menn til að „afklæðast hinum gamla manni“ sem mótaður er af heiminum í kringum þá og að „íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði.“ (Efesusbréfið 4:22-24) Já, Jehóva getur skapað nýtt óeiginlegt hjarta í mönnum og hjálpað þeim að glæða með sér persónuleika sem endurspeglar eiginleika Guðs.
hjá honum. Davíð bað eftir að hafa syndgað: „Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda.“ (Þetta eru engu að síður aðeins fyrstu skrefin. Við þurfum að ganga mun lengra. Páll sagði við nokkra menntaða Aþeninga: ‚Guð, sem skóp heiminn og allt sem í honum er, hefur ákveðið settan tíma fyrir menn til að leita Guðs, ef verða mætti að þeir þreifuðu sig til hans og fyndu hann. En eigi er hann langt frá neinum af oss.‘ — Postulasagan 17:24-27.
Þekking sem gefur lífinu gildi
Ljóst ætti að vera af því sem við höfum tekið til athugunar að skaparinn hefur með sköpun sinni og innblásnu orði sínu, Biblíunni, veitt okkur ríkulegar upplýsingar. Hann hvetur okkur til að auka þekkingu okkar og skilning og spáir jafnvel að þeir tímar komi að „jörðin [verði] full af þekkingu á [Jehóva], eins og djúp sjávarins er vötnum hulið.“ — Jesaja 11:9; 40:13, 14.
Það er ekki vilji skaparans að við fáum ekki notað hæfileika okkar til að læra og taka framförum lengur en 70 til 80 ár. Menn geta séð það af einni þekktustu fullyrðingu Jesú: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ — Jóhannes 3:16.
„Eilíft líf.“ Það eru engir draumórar. Hugmyndin um endalaust líf samræmist algerlega því sem skaparinn bauð fyrstu foreldrum okkar, Adam og Evu. Hún samræmist vísindalegum staðreyndum um gerð og hæfni mannsheilans. Hún samræmist líka kenningum Jesú Krists. Kjarninn í boðskap Jesú var von til handa mönnum um eilíft líf. Síðasta kvöldið hér á jörð með postulum sínum sagði hann: „En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ —Eins og rætt var um í síðasta kafla verður eilífa lífið, sem Jesús lofaði, að veruleika hér á jörðinni fyrir milljónir manna. Von um slíkt líf á geysistóran þátt í því að mönnum finnist líf sitt tilgangsríkt. Þessi von er tengd því að öðlast gott samband við skaparann. Þess konar samband nú þegar leggur grunninn að því að öðlast varanlegt líf. Reyndu að gera þér í Jesaja 40:28.) Hvernig gætir þú eða vildir þú verja tíma þínum ef líf þitt tæki engan enda? Þú veist sjálfur best hver áhugamál þín eru, hvaða hæfileika þú vilt leggja rækt við og hvaða spurningum þú vilt leita svara við. Þegar þér gefst tími til að sinna því öllu gerir það líf þitt jafnvel enn tilgangsríkara.
hugarlund möguleikana sem slíkt líf færir okkur, hve mikið hægt er að læra, kanna og upplifa þegar við erum ekki háð þeim hömlum sem sjúkdómar og dauði setja okkur núna. (SamanberPáll hafði góða ástæðu til að horfa með tilhlökkun til þess tíma þegar „sjálf sköpunin [mun] verða leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna.“ (Rómverjabréfið 8:21) Þeir sem eiga í vændum að öðlast slíkt frelsi finnst líf sitt núna strax hafa raunverulegan tilgang og þeir munu fá að lifa tilgangsríku lífi að eilífu, Guði til dýrðar.“ — Opinberunarbókin 4:11.
Vottar Jehóva um heim allan hafa kynnt sér þetta efni vandlega. Þeir eru sannfærðir um að til sé skapari og að honum sé annt um þá og um þig. Þeir eru fúsir til að hjálpa öðrum að finna þennan tilgang í lífinu sem hvílir á traustum grunni. Þér stendur til boða aðstoð þeirra við að kynna þér þetta málefni. Ef þú gerir það getur þú öðlast eilíft líf sem hefur tilgang.
[Rammi á blaðsíðu 185]
Guð í hvaða skilningi?
„Vísindamenn og aðrir nota stundum orðið ‚Guð‘ sem nafn yfir eitthvað svo óhlutstætt og sinnulaust að varla er hægt að greina það frá náttúrulögmálunum,“ sagði Steven Weinberg sem hlaut nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar á undirstöðukröftunum. Hann bætti við:
„Eigi orðið ‚Guð‘ að koma að einhverjum notum virðist mér nauðsynlegt að láta það þýða áhugasaman Guð, skapara og löggjafa sem hefur ekki aðeins sett lögmál náttúrunnar og alheimsins heldur líka mælikvarða um gott og illt, einhverja persónu sem stendur ekki á sama um gerðir okkar, í stuttu máli eitthvað sem við getum með réttu tilbeðið. . . . Það er sá Guð sem hefur skipt karla og konur máli á öllum tímum.“ — Dreams of a Final Theory.
[Mynd á blaðsíðu 187]
Móse gerði sér ljóst að án skapara getur lífið ekki haft raunverulegan tilgang, sama hversu langt það er.
[Mynd á blaðsíðu 190]
Lífið býður upp á óendanlega möguleika. Við þurfum aðeins að finna tilgang lífsins.