Skaparinn hefur opinberað sig — okkur til gagns
Áttundi kafli
Skaparinn hefur opinberað sig — okkur til gagns
VIÐ rætur tignarlegs fjalls á Sínaískaga stóðu um þrjár milljónir manna. Ský huldu Sínaífjall, eldingar leiftruðu, þrumur drundu og jörðin nötraði. Við svo eftirminnilegar aðstæður leiddi Móse Ísraelsmenn til forna inn í formlegt samband við skapara himins og jarðar. — 2. Mósebók, 19. kafli; Jesaja 45:18.
Hvers vegna skyldi skapari alheimsins opinbera sig á sérstakan hátt einni þjóð sem þar að auki var tiltölulega fámenn? Móse gaf þessa útskýringu: „[Það var] sökum þess að [Jehóva] elskar yður og af því að hann vildi halda eiðinn, sem hann sór feðrum yðar.“ — 5. Mósebók 7:6-8.
Slík fullyrðing gefur til kynna að Biblían hafi að geyma miklu meiri upplýsingar en nokkrar staðreyndir um upphaf alheimsins og lífsins á jörðinni. Hún hefur margt að segja um samskipti skaparans við mennina — til forna, nú á tímum og í framtíðinni. Biblían er víðlesnasta og útbreiddasta bók heimsins og því ætti hver sem metur gildi almennrar menntunar að þekkja innihald Ritningarinnar. Við skulum fá yfirlit yfir það sem er að finna í Biblíunni og einbeita okkur fyrst að þeim hluta hennar sem oft er nefndur Gamla testamentið. Þegar við gerum það fáum við líka verðmæta innsýn í hvernig persóna skapari alheimsins og höfundur Biblíunnar er.
Í sjötta kafla, „Forn sköpunarsaga — er hún trúverðug?“ sáum við að í sköpunarsögu Biblíunnar koma fram upplýsingar, sem hvergi er annars staðar að fá, um fyrstu forfeður okkar, um uppruna okkar.
Fyrsta Mósebók inniheldur miklu meira en sköpunarsöguna. Til dæmis hvað?Goðsagnir Grikkja og annarra þjóða segja frá tímum þegar guðir og hálfguðir áttu samskipti við menn. Mannfræðingar greina líka frá því að um heim allan sé að finna þjóðsögur um flóð sem til forna hafi þurrkað út nærri allt mannkynið. Þér finnst kannski réttast að vísa slíkum sögnum á bug. En vissir þú að einungis í 1. Mósebók koma fram þau sögulegu sannindi sem seinna endurómuðu í slíkum goðsögum og þjóðsögum? — 1. Mósebók, 6. og 7. kafli. *
Í 1. Mósebók má líka lesa um trúverðugt fólk, sem við getum fundið til samkenndar með, menn og konur sem vissu að skaparinn var til og tóku vilja hans með í reikninginn í lífi sínu. Okkar sjálfra vegna ættum við að kynnast mönnum eins og Abraham, Ísak og Jakob sem voru meðal þeirra ‚feðra‘ sem Móse minntist á. Skaparinn kynntist Abraham og kallaði hann ‚ástvin sinn.‘ (Jesaja 41:8; 1. Mósebók 18:18, 19) Hvers vegna? Jehóva hafði fylgst með Abraham og öðlast tiltrú á honum vegna trúar hans. (Hebreabréfið 11:8-10, 17-19; Jakobsbréfið 2:23) Reynsla Abrahams sýnir að Guð er aðgengilegur. Máttur hans og hæfileikar skapa hjá okkur ótta og lotningu en þó er hann ekki einungis eitthvert ópersónulegt afl eða orsök. Hann er raunveruleg persóna sem við mennirnir getum náð að eignast virðingarfullt samband við, okkur til varanlegra heilla.
Jehóva lofaði Abraham: „Af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta.“ (1. Mósebók 22:18) Þetta loforð byggir ofan á, eða útvíkkar, fyrirheitið sem gefið var á dögum Adams um væntanlegt „sæði.“ (1. Mósebók 3:15) Já, það sem Jehóva sagði við Abraham staðfesti vonina um að einhver — Sæðið eða Afkvæmið — myndi birtast er fram liðu stundir og færa öllum þjóðum blessun. Þetta er miðlægt stef í gegnum alla Biblíuna og undirstrikar að hún er ekki tilviljunarkennt samsafn ritsmíða manna. Þegar menn þekkja stef Biblíunnar gera þeir sér betur ljóst að Guð notaði eina þjóð til forna í þeim tilgangi að blessa allar þjóðir. — Sálmur 147:19, 20.
Að Jehóva skuli hafa átt samskipti við Ísrael með þetta markmið í huga sýnir að ‚hann fer ekki í manngreinarálit.‘ (Postulasagan 10:34; Galatabréfið 3:14) Auk þess stóð fólki af öðrum þjóðum til boða að koma og þjóna Jehóva, jafnvel á þeim tíma þegar Guð átti fyrst og fremst samskipti við niðja Abrahams. (1. Konungabók 8:41-43) Eins og við sjáum síðar er óhlutdrægni Guðs slík að nú á dögum geta allir náð að þekkja hann og þjóna honum, hvert sem þjóðerni þeirra eða þjóðfélagsstaða er.
Mikið má læra af sögu þjóðarinnar sem skaparinn átti samskipti við um aldir. Skiptum þeirri sögu í þrjá hluta. Þegar við skoðum þessa hluta ættum við að taka eftir því hvernig Jehóva stóð undir nafni, því nafni sem þýðir „hann lætur verða,“ og hvernig persónuleiki hans kom greinilega í ljós í samskiptum hans við fólk af holdi og blóði.
Fyrsti hluti: Þjóð undir stjórn skaparans
Niðjar Abrahams urðu ánauðugir í Egyptalandi. Að lokum lét Guð Móse ganga fram og leiða þjóðina til frelsis árið 1513 f.o.t. Þegar Ísrael varð að þjóð var Guð stjórnandi hennar. En árið 1117 f.o.t. fór þjóðin fram á það að fá mennskan konung yfir sig.
1. Mósebók 45:25–46:5; 47:5-12) En að Jósef látnum setti nýr faraó niðja Jakobs í nauðungarvinnu og gerði „þeim lífið leitt með þungri þrælavinnu við leireltu og tigulsteinagjörð.“ (2. Mósebók 1:8-14) Líflega frásögu um þetta má lesa í annarri bók Biblíunnar, 2. Mósebók.
Hvaða atburðarás leiddi til þess að Ísraelsmenn voru staddir við Sínaífjall með Móse? Fyrsta Mósebók upplýsir okkur um það. Alllöngu áður, þegar Jakob (einnig nefndur Ísrael) bjó norðaustur af Egyptalandi, hafði ríkt hungursneyð um allan hinn þekkta heim. Af umhyggju fyrir fjölskyldu sinni leitaðist Jakob við að fá matvæli frá Egyptalandi þar sem nægar birgðir voru af korni. Hann komst að raun um að matvæladreifingarstjórinn var enginn annar en Jósef sonur hans sem hann áleit löngu dáinn. Jakob og fjölskylda fluttust til Egyptalands og var boðið að setjast þar að. (Í áratugi máttu Ísraelsmenn þola illa meðferð og „ánauðarkvein þeirra sté upp til Guðs.“ Það var skynsamlegt af þeim að snúa sér til Jehóva. Honum var 2. Mósebók 2:23-25, Biblían 1859) Hann valdi Móse til að leiða Ísraelsmenn út úr þrælavistinni. En þegar Móse kom ásamt Aroni bróður sínum fram fyrir faraó Egyptalandskonung með beiðni um að þetta ánauðuga fólk fengi að fara frjálst ferða sinna svaraði faraó þrjóskulega: „Hver er [Jehóva], að ég skuli hlýða honum til þess að leyfa Ísrael að fara?“ — 2. Mósebók 5:2.
umhugað um niðja Abrahams og hann var staðráðinn í að leiða til lykta þá fyrirætlun sína að sjá svo um að í framtíðinni nytu allar þjóðir blessunar. Jehóva ‚heyrði andvarpanir Ísraelsmanna og vissi hvernig þeim leið‘ sem segir okkur að skaparinn sýnir undirokuðum og þjáðum samúð. (Gætir þú ímyndað þér skapara alheimsins hrökklast frá við slíka ögrun, jafnvel þótt hún kæmi frá stjórnanda mesta herveldis þess tíma? Guð sló faraó og Egypta með plágum hverri á fætur annarri. Þegar tíunda plágan var skollin á samþykkti faraó loksins að Ísraelsmönnum væri sleppt. (2. Mósebók 12:29-32) Niðjar Abrahams kynntust á þennan hátt Jehóva sem raunverulegri persónu, Guði sem frelsar þegar tími hans til þess er kominn. Já, eins og nafn hans gefur til kynna, varð Jehóva sá sem uppfyllir fyrirheit sín á tilþrifamikinn hátt. (2. Mósebók 6:3) En bæði faraó og Ísraelsmenn áttu eftir að læra meira um þetta nafn.
Það bar til vegna þess að faraó snerist fljótlega hugur. Hann hóf af miklum móð að elta uppi þrælana sem farnir voru og náði þeim nálægt Rauðahafinu. Ísraelsmenn voru króaðir af milli hafsins og hersveita Egypta. Þá skarst Jehóva í leikinn með því að opna leið í gegnum Rauðahafið. Faraó hefði átt að sjá þetta sem greinilegt merki um ósigrandi 2. Mósebók 14:1-31.
mátt Guðs en hélt samt ótrauður með hersveitir sínar á eftir Ísraelsmönnum, til þess eins að drukkna ásamt her sínum þegar Guð lét hafið aftur falla í sama far. Frásagan í 2. Mósebók segir ekki nákvæmlega hvernig Guð framkvæmdi þessi stórvirki. Við getum með réttu kallað þau kraftaverk vegna þess að þessi verk og tímasetning þeirra voru ekki á mannlegu valdi. Slíkar dáðir væru vissulega ekki ógerlegar þeim sem skapaði alheiminn og öll lögmálin er þar ríkja. —Þessi atburður gerði Ísraelsmönnum það alveg ljóst — og ætti að gera okkur það líka — að Jehóva er frelsari sem stendur undir nafni. En af þessari frásögu ættum við að skynja jafnvel enn meira um vegu Guðs. Til dæmis fullnægði hann réttvísinni á yfirgangssamri þjóð en sýndi gæsku fólki sínu sem Afkvæmið kæmi frá. Í sambandi við þetta afkvæmi er það sem lesa má í 2. Mósebók miklu meira en fornaldarsaga; það tengist þeirri fyrirætlun Guðs að gefa öllum kost á blessun.
Áfram í átt til fyrirheitna landsins
Þegar Móse og fólkið allt var komið út úr Egyptalandi gekk það yfir eyðimörkina til Sínaífjalls. Það sem gerðist þar mótaði síðan samskipti Guðs við þjóðina öldum saman. Hann gaf þeim lagabálk. Guð hafði að sjálfsögðu fyrir óralöngu sett þau lög sem stýra efninu í alheiminum og þau lög eru enn í gildi. En við Sínaífjallið notaði hann Móse til að setja einni þjóð ákveðin lög. Við getum lesið það sem Guð gerði og lögin sem hann setti í 2. Mósebók og bókunum þremur þar á eftir — Þriðju, Fjórðu og Fimmtu Mósebók. Nokkrir biblíufræðingar eru þeirrar skoðunar Í 10. kaflanum hér á eftir skoðum við nokkur mikilvæg atriði í þeirri bók.
að Móse hafi líka skrifað Jobsbók.Allt fram á þennan dag þekkja milljónir manna um allan heim boðorðin tíu og leitast við að halda þau. Þessi boðorð eru mikilvægustu siðgæðisreglur þessa lagabálks frá Guði en hann inniheldur þó fjölda annarra tilskipana sem endurspegla slíka visku að aðdáun 3. Mósebók 13:46, 52; 15:4-13; 4. Mósebók 19: 11-20; 5. Mósebók 23:12, 13) Menn ættu að spyrja sig hvernig geti á því staðið að lög sett Ísraelsmönnum til forna endurspegli þekkingu og visku sem skarar langt fram úr því sem þekktist hjá öðrum þjóðum á sama tíma. Eðlilegt svar er að lögin séu komin frá skaparanum.
vekur. Af skiljanlegum ástæðum snúast mörg af þessum ákvæðum um lífshætti Ísraelsmanna á þeim tíma, eins og reglur um hreinlæti, meðferð úrgangs og sjúkdóma. Slík lög voru upphaflega sett þessu fólki til forna en endurspegla engu að síður þekkingu á vísindalegum staðreyndum sem sérfróðir menn uppgötvuðu ekki fyrr en á allra síðustu öldum. (Lögin stuðluðu líka að því að varðveita ætterni manna og fyrirskipuðu Ísraelsmönnum að sinna vissum trúarlegum skyldum og athöfnum uns Afkvæmið kæmi fram á sjónarsviðið. Með því að samþykkja að gera allt sem Guð fór fram á skuldbyndu þeir sig til að lifa samkvæmt þessu lögmáli. (5. Mósebók 27:26; 30:17-20) Þeir gátu að sjálfsögðu ekki haldið lögmálið fullkomlega en jafnvel sú vangeta þeirra þjónaði góðum tilgangi. Lögspekingur, sem síðar var uppi, útskýrði að lögmálið ‚hafi gert afbrotin augljós þangað til sæðið kæmi sem fyrirheitið hljóðaði um.‘ (Galatabréfið 3:19, 24, sjá New World Translation.) Þetta lögmál greindi Ísraelsmenn frá öðrum þjóðum, minnti þá á þörf þeirra fyrir Afkvæmið (Sæðið) eða Messías, og bjó þá undir að taka vel á móti honum.
Ísraelsmennirnir, sem komnir voru saman við Sínaífjall, féllust á að hlíta lögmálinu. Þar með gengust þeir undir það sem Biblían kallar sáttmála, nokkurs konar samning. Sáttmálinn var milli þjóðarinnar og Guðs. Þó að Ísraelsmenn gerðust af fúsum vilja aðilar að sáttmálanum kom í ljós að þeir voru þrjóskufull þjóð. Þeir gerðu sér til dæmis gullkálf sem tákna skyldi Guð. Það var synd vegna þess að skurðgoðadýrkun var skýlaust brot á boðorðunum tíu. (2. Mósebók 20:4-6) Þar að auki kvörtuðu þeir yfir viðurværi sínu, risu upp gegn leiðtoganum (Móse) sem Guð hafði sett þeim og köstuðu sér út í siðlaus mök við útlendar konur sem tilbáðu skurðgoð. En hvers vegna ætti þetta að vera áhugavert fyrir okkur sem lifum svo löngu eftir daga Móse?
Enn á ný er hér ekki einungis um forna sögu að ræða. Frásagnir Biblíunnar af vanþakklæti Ísraelsmanna og viðbrögðum Guðs sýna að hann er sannarlega umhyggjusamur. Biblían segir að Ísraelsmenn hafi hvað eftir annað freistað Jehóva, ‚hryggt‘ hann og ‚móðgað.‘ (Sálmur 78:40, 41) Þar af leiðandi getum við verið viss um að skaparinn hafi tilfinningar og að honum standi ekki á sama um hvað mennirnir gera.
Frá mannlegum sjónarhóli mætti ætla að rangsleitni Ísraelsmanna fengi Guð til að binda enda á sáttmála sinn og nota ef til vill aðra þjóð til að uppfylla fyrirheit sitt. Það gerði hann þó ekki. Þess í stað refsaði hann hinum óskammfeilnu afbrotamönnum en sýndi einþykkri þjóð sinni í heild miskunn. Já,
Guð hélt áfram að vera trúr fyrirheitinu sem hann hafði gefið trúföstum vini sínum, Abraham.Innan skamms voru Ísraelsmenn komnir í námunda við Kanaanland sem Biblían nefnir fyrirheitna landið. Þar bjuggu kraftmiklar þjóðir en siðgæði þeirra var fyrir neðan allar hellur. Skaparinn hafði látið þær afskiptalausar í 400 ár en nú valdi hann með réttu að afhenda Forn-Ísrael land þessara þjóða. (1. Mósebók 15:16; sjá einnig „Vandlátur Guð — í hvaða skilningi?“ á blaðsíðu 132, 133.) Móse sendi því tólf njósnara til landsins til að kanna það. Tíu þeirra sýndu vantrú á að Jehóva gæti gefið þeim sigur á íbúum landsins. Skýrsla þeirra fékk fólkið til að mögla gegn Guði og leggja á ráðin um að snúa aftur til Egyptalands. Afleiðingin varð sú að Guð dæmdi fólkið til að reika um eyðimörkina í 40 ár. — 4. Mósebók 14:1-4, 26-34.
Hverju kom sá dómur til leiðar? Nokkru fyrir dauða sinn áminnti Móse syni Ísraels um að minnast áranna þá er Jehóva auðmýkti þá. Móse sagði við þá: „Ver því sannfærður um það, að eins og maður agar son sinn, svo agar [Jehóva] Guð þinn þig.“ (5. Mósebók 8:1-5) Þó að breytni þeirra hafi móðgað Jehóva hélt hann þeim uppi og sýndi með því að þeir voru háðir honum. Til dæmis lifðu þeir eyðimerkurvistina af vegna þess að hann gaf þjóðinni manna, ætilegt efni sem bragðaðist eins og hunangskaka. Reynsla þeirra í eyðimörkinni hefði greinilega átt að kenna þeim fjölmargt. Hún hefði átt að vera þeim sönnun þess hve mikilvægt það væri að hlýða miskunnsömum Guði sínum og reiða sig á hann. — 2. Mósebók 16:13-16, 31; 34:6, 7.
Guð fól Jósúa að leiða Ísraelsmenn að Móse látnum. Þessi frækni og trúfasti maður fór með þjóðina inn í Kanaan og hóf hugrakkur að vinna landið undir hana. Fyrr en varði hafði Jósúa unnið sigur á 31 konungi og lagt undir sig stærsta hluta fyrirheitna landsins. Hrífandi frásögu af því er að finna í Jósúabók.
Stjórn án konungs úr röðum manna
Meðan þjóðin dvaldi í eyðimörkinni og fyrstu ár hennar í fyrirheitna landinu var Móse og síðan Jósúa leiðtogi hennar. Ísraelsmenn þurftu ekki konung úr röðum manna því að Jehóva ríkti yfir þeim. Hann sá til þess að valdir voru öldungar til að skera úr málum í borgarhliðunum. Þeir héldu uppi röð og reglu og 5. Mósebók 16:18; 21:18-20) Rutarbók veitir okkur heillandi innsýn í hvernig slíkir öldungar tóku á lögfræðilegu máli á grundvelli laganna í 5. Mósebók 25:7-9.
hjálpuðu fólki í andlegum efnum. (Er árin liðu kallaði þjóðin oft yfir sig vanþóknun Guðs með síendurtekinni óhlýðni við hann og með því að snúa sér til guða Kanverja. Samt minntist Jehóva þeirra þegar þeir lentu í miklum nauðum og ákölluðu hann um hjálp. Hann reisti upp dómara til að taka forystuna í að frelsa Ísraelmenn, losa þá undan áþján nágrannaþjóða. Dómarabókin lýsir á ljóslifandi Dómarabókin 2:11-19; Nehemíabók 9:27.
hátt hetjudáðum tólf þessara hugprúðu dómara. —Í þessari frásögu segir: „Í þá daga var enginn konungur í Ísrael. Hver maður gjörði það, sem honum vel líkaði.“ (Dómarabókin 21:25) Þjóðin hafði siðgæðismælikvarðann sem settur var fram í lögmálinu og með aðstoð öldunganna og fræðslu frá prestunum hafði fólkið því grundvöll til að ‚gera það sem því vel líkaði‘ án þess að illa færi. Lögmálið kvað líka á um að sett skyldi upp tjaldbúð, eða færanlegt musteri, þar sem fórnir voru bornar fram. Þar var miðstöð sannrar tilbeiðslu sem stuðlaði að því að sameina þjóðina á þessu tímaskeiði.
Annar hluti: Hagsæld á konungstímum
Á meðan Samúel var dómari í Ísrael fór fólkið fram á að fá mann sem konung. Fyrstu þrír konungarnir — Sál, Davíð og Salómon — ríktu hver um sig í 40 ár, frá 1117 til 997 f.o.t. Auðlegð og dýrð Ísraels náði hátindi og skaparinn gerði mikilvægar ráðstafanir til að undirbúa konungdóm hins væntanlega Afkvæmis.
Sem dómari og spámaður sinnti Samúel vel andlegri velferð Ísraelsmanna, en það sama verður ekki sagt um syni hans. Fólkið sagði að lokum ákveðið við Samúel: „Set oss . . . konung til að dæma oss, eins og er hjá öllum öðrum þjóðum.“ Jehóva útskýrði fyrir Samúel hvað raunverulega fælist í kröfu þeirra: „Lát þú að orðum lýðsins . . . því að þeir hafa ekki hafnað þér, heldur hafa þeir hafnað mér, að ég skuli ekki lengur vera konungur yfir þeim.“ Jehóva sá fyrir slæmar afleiðingar þessarar þróunar mála. (1. Samúelsbók 8:1-9) Hann gekk samt að kröfu þeirra og skipaði hæverskan mann, Sál að nafni, sem konung yfir Ísrael. Þó að stjórnartíð Sáls hafi í upphafi lofað góðu gerðist hann duttlungafullur eftir að hann varð konungur og braut gegn fyrirmælum Guðs. Spámaður Guðs tilkynnti að konungdómurinn yrði gefinn manni Jehóva að skapi. Þetta ætti að vera okkur áminning um hve mikils skaparinn metur hlýðni af heilum hug. — 1. Samúelsbók 15:22, 23.
Davíð, sem verða skyldi næsti konungur Ísraels, var yngsti sonurinn í fjölskyldu af ættkvísl Júda. Guð sagði við Samúel í tengslum við þetta óvænta val á konungi: „Mennirnir líta á útlitið, en [Jehóva] lítur 1. Samúelsbók 16:7) Er ekki uppörvandi að skaparinn skuli líta á okkar innri mann en ekki á ytra útlit? En Sál hafði sínar eigin hugmyndir um konungdóm sinn. Frá þeirri stundu sem Jehóva valdi Davíð sem framtíðarkonung var Sál gagntekinn þeirri hugmynd að ganga milli bols og höfuðs á Davíð. Jehóva kom í veg fyrir að svo færi og að lokum féllu Sál og synir hans í orustu við hina herskáu Filista.
á hjartað.“ (Þegar Davíð var orðinn konungur sat hann fyrst í borginni Hebron. Síðar vann hann Jerúsalem og gerði hana að höfuðborg sinni. Hann færði líka landamæri Ísraels að fullu út til þeirra marka sem Guð hafði lofað að gefa niðjum Abrahams. Um þetta tímabil (og sögu síðari konunga) má lesa í sex sögulegum bókum Biblíunnar. * Þar kemur fram að Davíð fór ekki varhluta af erfiðleikum á ævinni. Til dæmis laut hann í lægra haldi fyrir mannlegri girnd og drýgði hór með hinni fögru Batsebu og vann að því búnu önnur fólskuverk til að dylja synd sína. Sem réttvís Guð gat Jehóva ekki látið sem hann sæi ekki rangindi Davíðs; en vegna þess að Davíð iðraðist einlæglega krafðist Guð þess ekki að refsiákvæðum lögmálsins yrði stranglega framfylgt. Engu að síður fengi Davíð að reyna margvíslega erfiðleika innan fjölskyldunnar vegna syndar sinnar.
Í þessum raunum öllum og erfiðleikum kynntist Davíð Guði sem persónu, einstaklingi með tilfinningar. Hann skrifaði: „[Jehóva] er nálægur öllum sem ákalla hann . . . og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar Sálmur 145:18-20) Einlægni Davíðs og guðrækni kemur skýrt fram í fögrum sálmum sem hann orti en þeir eru um helmingur efnis Sálmanna í Biblíunni. Þessi kveðskapur hefur orðið milljónum manna til huggunar og uppörvunar. Lítum á hversu vel Sálmur 139:1-4 endurspeglar náið samband Davíðs við Guð: „[Jehóva], þú rannsakar og þekkir mig. Hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar. . . . Því að eigi er það orð á tungu minni, að þú, [Jehóva], þekkir það eigi til fulls.“
þeim.“ (Davíð var sér sérstaklega meðvitandi um getu Guðs til að koma til hjálpar. (Sálmur 20:7; 28:9; 34:8, 10; 37:39) Hvert sinn sem hann naut hjálpar Guðs óx traust hans til Jehóva. Við sjáum glögg merki þess í Sálmi 30:6; 62:9 og 103:9. Sama gildir um Sálm 51 sem Davíð orti eftir að hafa hlotið ávítur fyrir synd sína með Batsebu. Það er sannarlega upplífgandi að vita að við getum tjáð okkur við skaparann fullviss um að hann er ekki drambsamur heldur fús til að sýna það lítillæti að hlusta á okkur. (Sálmur 18:36; 69:34; 86:1-8) Það var ekki reynslan ein sem kenndi Davíð að meta Guð svo mikils. „Ég . . . íhuga allar gjörðir þínar,“ skrifaði hann, „ígrunda verk handa þinna.“ — Sálmur 63:7; 143:5.
Jehóva gerði sérstakan sáttmála við Davíð um eilíft ríki. Sennilega skildi Davíð ekki til fulls þýðingu þessa sáttmála en af því sem síðar var skráð í Biblíuna sjáum við að Guð var að gefa til kynna að fyrirheitna Afkvæmið kæmi í ættlegg Davíðs. — 2. Samúelsbók 7:16.
Hinn vitri konungur Salómon og tilgangur lífsins
Mikið orð fór af Salómon, syni Davíðs, sökum visku hans og við getum haft gagn af henni með því að lesa Orðskviðina og Prédikarann sem hafa að geyma mjög hagnýta leiðsögn. * (1. Konungabók 10:23-25) Síðarnefnda bókin er sérstaklega gagnleg þeim sem leita að tilgangi með lífinu, eins og hinn vitri konungur Salómon gerði. Hann var fyrsti konungurinn í Ísrael sem fæddist ríkjandi konungi og sem konungssyni stóð honum fjölmargt til boða. Hann lét líka reisa stórfenglegar byggingar, á borðum hans var ákaflega fjölbreyttur matur, hann skemmti sér við tónlist og naut félagsskapar mikilsmetinna manna og góðra vina. Samt skrifaði hann: „Er ég leit á öll verk mín, þau er hendur mínar höfðu unnið, og á þá fyrirhöfn, er ég hafði haft fyrir að gjöra þau, þá sá ég, að allt var hégómi og eftirsókn eftir vindi.“ (Prédikarinn 2:3-9, 11) Til hvers benti það?
Salómon skrifaði: „Vér skulum hlýða á niðurlagsorðið í því öllu: Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gjöra. Því að Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt.“ (Prédikarinn 12:13, 14) Í samræmi við þessa niðurstöðu réðst Salómon í byggingu stórglæsilegs musteris þar sem fólk gæti dýrkað Guð og tók hún sjö ár. — 1. Konungabók, 6. kafli.
Friður og velmegun einkenndu stjórnartíð Salómons árum saman. (1. Konungabók 4:20-25) Engu að síður reyndist hann ekki eins heilshugar gagnvart Jehóva og Davíð hafði verið. Salómon tók sér margar útlendar konur og leyfði þeim að snúa hjarta sínu til annarra guða. Að því kom að Jehóva sagði: „Ég [mun] rífa frá þér konungdóminn . . . Eina ættkvísl mun ég fá syni þínum í hendur, vegna Davíðs þjóns míns og vegna Jerúsalem.“ — 1. Konungabók 11:4, 11-13.
Þriðji hluti: Sundurskipt ríki
Eftir lát Salómons árið 997 f.o.t. klufu tíu ættkvíslir í norðri sig frá konungsríkinu. Þær stofnuðu Ísraelsríki sem Assýringar lögðu undir sig árið 740 f.o.t. Konungarnir í Jerúsalem ríktu yfir tveimur ættkvíslum. Það ríki, Júda, hélt velli uns Babýloníumenn unnu sigur á Jerúsalem árið 607 f.o.t. og herleiddu íbúa hennar. Júda lá í eyði í 70 ár.
Eftir lát Salómons komst sonur hans Rehabeam til valda og gerði þegnum sínum lífið erfitt. Það leiddi til uppreisnar og tíu ættkvíslir brutust undan yfirráðum hans og mynduðu Ísraelsríki. (1. Konungabók 12:1-4, 16-20) Með árunum hélt Norðurríkið sig ekki við hinn sanna Guð. Fólkið laut oft skurðgoðum í mynd gullkálfa eða lét leiðast til annars konar falsguðadýrkunar. Sumir konunganna voru ráðnir af dögum og konungsættir þeirra sviptar völdum. Jehóva sýndi mikið langlundargeð. Hvað eftir annað sendi hann spámenn til að vara þjóðina við því að ógæfa væri framundan ef hún léti ekki af fráhvarfi sínu frá sannri guðsdýrkun. Spámennirnir Hósea og Amos skrifuðu samnefndar bækur og beindu boðskap sínum einkum að þessu Norðurríki. Árið 740 f.o.t. kom að því að Assýringar leiddu yfir Ísraelsríki þá ógæfu sem spámenn Guðs höfðu sagt fyrir.
Í suðri ríktu 19 konungar af húsi Davíðs yfir Júda hver á fætur öðrum fram til ársins 607 f.o.t. Konungarnir Asa, Jósafat, Hiskía og Jósía ríktu eins og forfaðir þeirra Davíð hafði gert og þeir öðluðust velþóknun Jehóva. (1. Konungabók 15:9-11; 2. Konungabók 18:1-7; 22:1, 2; 2. Kroníkubók 17:1-6) Þegar þessir konungar sátu að völdum blessaði Jehóva þjóðina. Í fræðiritinu The Englishman’s Critical and Expository Bible Cyclopædia segir: „Sá áhrifavaldur, sem hélt mest aftur af J[úda], var musterið, prestastéttin og ritaða lögmálið, allt til orðið vegna beinna fyrirmæla Guðs, og það að hinn eini, sanni Guð, Jehóva, skyldi viðurkenndur sem hinn eiginlegi, guðræðislegi konungur. . . . Þessi fastheldni við lögmálið . . . gat af sér röð konunga sem voru margir hverjir vitrir og góðir stjórnendur . . . Þar af leiðandi varð J[úda] langlífari en fjölmennari systir hennar í norðri.“ Þeir konungar, sem gengu ekki sömu braut og Davíð, voru þó margfalt fleiri en þessir góðu konungar. Engu að síður lét Jehóva málin skipast þannig að ‚þjónn hans Davíð hefði ávallt lampa fyrir augliti hans í Jerúsalem, borginni sem Guð hafði útvalið til þess að láta nafn sitt búa þar.‘ — 1. Konungabók 11:36.
Á leið til eyðingar
Manasse var einn þeirra Júdakonunga sem sneri baki við sannri tilbeiðslu. „Hann lét og son sinn ganga gegnum eldinn, fór með spár og fjölkynngi og skipaði særingamenn og spásagna. Hann aðhafðist margt það, sem illt er í augum [Jehóva], og egndi hann til reiði.“ (2. Konungabók 21:6, 16) Manasse konungur leiddi þegna sína afvega svo að „þeir breyttu verr en þær þjóðir, er [Jehóva] hafði eytt.“ Eftir að hafa margsinnis veitt Manasse og lýð hans viðvörun lýsti skaparinn yfir: „Ég mun . . . þurrka Jerúsalem burt, eins og þegar þurrkað er af skál.“ — 2. Kroníkubók 33:9, 10; 2. Konungabók 21:10-13.
Sem undanfara þessara atburða lét Jehóva Assýríumenn taka Manasse höndum og flytja hann brott í eirfjötrum. (2. Kroníkubók 33:11) Í útlegðinni náði skynsemin yfirhöndinni hjá Manasse og hann „lægði sig mjög fyrir Guði feðra sinna.“ Hvernig brást Jehóva við? „[Guð] heyrði grátbeiðni hans og lét hann hverfa heim aftur til Jerúsalem í ríki sitt. Komst þá Manasse að raun um, að [Jehóva] er Guð.“ Manasse konungur og sonarsonur hans, Jósía konungur, gerðu báðir nokkrar nauðsynlegar umbætur. Þjóðin sneri þó ekki varanlega baki við hinni umfangsmiklu svívirðu sinni í siðferðilegum og trúarlegum efnum. — 2. Kroníkubók 33:1-20; 34:1–35:25; 2. Konungabók, 22. kafli.
Eins og vænta mátti af Jehóva sendi hann dygga spámenn til að kunngera þjóðinni hvernig hann liti á það sem var að gerast. * Jeremía flutti henni þessi orð Jehóva: „Frá þeim degi, er feður yðar fóru burt af Egyptalandi, og fram á þennan dag, hefi ég stöðugt dag eftir dag sent þjóna mína, spámennina, til yðar.“ En þjóðin hlustaði ekki á Guð. Menn breyttu verr en forfeður þeirra. (Jeremía 7:25, 26) Jehóva veitti þeim viðvörun hvað eftir annað „af því að hann vildi þyrma lýð sínum.“ En þeir létu sér samt ekki segjast. Hann leyfði þess vegna Babýloníumönnum að eyðileggja Jerúsalem og leggja landið í auðn árið 607 f.o.t. Í 70 ár lá það í eyði. — 2. Kroníkubók 36:15, 16; Jeremía 25:4-11.
Þetta stutta yfirlit yfir samskipti Guðs við þjóð sína ætti að auðvelda okkur að sjá að hann sýndi henni bæði umhyggju og sanngirni. Hann beið ekki einfaldlega aðgerðalaus eftir að sjá hvað fólkið tæki sér fyrir Jesaja 64:7) Þar af leiðandi tala margir nú á tímum um skaparann sem „föður“ af því að hann tekur á málunum eins og kærleiksríkur, áhugasamur mennskur faðir myndi gera. Hann heldur okkur þó jafnframt ábyrgum fyrir hegðun okkar og afleiðingum hennar.
hendur eins og það skipti hann engu máli. Hann reyndi á virkan hátt að hjálpa því. Við skiljum hvers vegna Jesaja sagði: „En nú, [Jehóva]! Þú ert faðir vor! . . . Handaverk þín erum vér allir!“ (Eftir að þjóðin hafði mátt þola 70 ára útlegð í Babýlon stóð Jehóva við fyrirheit sitt um að endurreisa Jerúsalem. Fólkinu var veitt frelsi og því leyft að snúa aftur til ættjarðar sinnar til að ‚endurreisa hús Jehóva sem var í Jerúsalem.‘ (Esrabók 1:1-4; Jesaja 44:24–45:7) Nokkrar af bókum * Biblíunnar fjalla um þessa endurheimt, endurreisn musterisins eða atburðina þar á eftir. Ein þeirra, Daníel, er sérstaklega áhugaverð vegna þess að hún spáði nákvæmlega um hvenær Afkvæmið eða Messías kæmi fram á sjónarsviðið, og hún spáði um framvindu heimsmála á okkar tímum.
Endurbyggingu musterisins lauk um síðir en borgin Jerúsalem var í ömurlegu ástandi. Múrar hennar og hlið voru rústir einar. Guð lét því menn eins og Nehemía ganga fram til að hvetja Gyðinga til dáða og skipuleggja aðgerðir þeirra. Bæn, sem lesa má í 9. kafla Nehemíabókar, lýsir vel samskiptum Jehóva við Ísraelsmenn. Hún sýnir að Jehóva er „Guð, sem fús er á að fyrirgefa, náðugur og miskunnsamur, þolinmóður og elskuríkur.“ Bænin sýnir líka að
breytni Jehóva er í samræmi við hinn fullkomna mælikvarða hans á réttlæti. Jafnvel þegar hann hefur gilda ástæðu til að beita valdi sínu til að fullnægja dómi er hann reiðubúinn til að milda réttvísina með kærleika sínum. Það er aðdáunarvert hvernig skaparinn gerir þetta yfirvegað og af óhlutdrægni sem kallar á mikla visku. Samskipti hans við Ísraelsþjóðina ættu augljóslega að laða okkur að honum og vekja hjá okkur löngun til að gera vilja hans.Þegar komið er að lokum þessa hluta Biblíunnar (Gamla testamentisins) hefur Júda, ásamt musteri sínu í Jerúsalem, verið endurreist en lýtur yfirráðum heiðingja. Hvernig gat þá sáttmáli Guðs við Davíð um „ætt“ eða afkvæmi, sem ríkja skyldi „um aldur“ náð fram að ganga? (Sálmur 89:4, 5; 132:11, 12) Gyðingarnir væntu þess enn að Messías ‚hinn smurði höfðingi‘ birtist og leysti lýð Guðs undan erlendum yfirráðum og setti á stofn guðveldi (ríki undir stjórn Guðs) á jörðinni. (Daníel 9:24, 25) En var það ætlun Jehóva? Ef ekki, hvernig myndi hinn fyrirheitni Messías þá færa þeim frelsi? Hvernig snertir það okkur nú á dögum? Næsti kafli fjallar um þessar mikilvægu spurningar.
[Neðanmáls]
^ gr. 7 Nöfn biblíubókanna eru feitletruð til að auðveldara sé að finna stutt yfirlit um innihald þeirra.
^ gr. 37 Þær eru Fyrri Samúelsbók, Síðari Samúelsbók, Fyrri Konungabók, Síðari Konungabók, Fyrri Kroníkubók og Síðari Kroníkubók.
^ gr. 42 Hann samdi líka Ljóðaljóðin, ástarljóð sem lofar tryggð ungrar stúlku við fábrotinn fjárhirði.
^ gr. 52 Í allmörgum bókum Biblíunnar er að finna slík innblásin spádómleg skilaboð, og má þar nefna Jesaja, Jeremía, Harmljóðin, Esekíel, Jóel, Míka, Habakkuk og Sefanía. Í Óbadía, Jónasi, og Nahúm er athyglinni einkum beint að þjóðunum umhverfis sem höfðu með gerðum sínum áhrif á fólk Guðs.
^ gr. 54 Þessar sagnfræðilegu og spádómlegu bækur eru meðal annars Esrabók, Nehemíabók, Esterarbók, Haggaí, Sakaría og Malakí.
[Rammagrein á blaðsíðu 126, 127]
Getum við trúað á kraftaverk?
„Maður getur ekki notað rafljós og útvarp og nýtt sér nýjustu tækni í heilsugæslu og lækningum og jafnframt trúað á anda- og kraftaverkaheima Nýja testamentisins.“ Þessi orð þýska guðfræðingsins Rudolfs Bultmann endurspegla viðhorf margra nú á tímum til kraftaverka. Lítur þú þannig á frásögur Biblíunnar af kraftaverkum, eins og þeirri er Guð klauf Rauðahafið í tvennt?
Íslensk orðabók handa skólum og almenningi (Bókaútgáfa Menningarsjóðs) skilgreinir „kraftaverk“ meðal annars sem „verk sem yfirnáttúrlegt afl þarf til að vinna af því það fer í bága við náttúrulögmál.“ Margir eiga erfitt með að trúa á kraftaverk einmitt vegna þess að þar virðist gripið fram í fyrir eðlilegri reglufestu náttúrunnar. En það sem virðist brjóta í bága við náttúrulögmál kann þó að vera auðvelt að skýra í ljósi annarra laga náttúrunnar sem málinu tengjast.
New Scientist greindi til dæmis frá því að tveir eðlisfræðingar við Tókíóháskóla hefðu látið mjög sterkt segulsvið leika um lárétta pípu með vatni í. Vatnið færðist strax út til enda pípunnar þannig að þurrt svæði myndaðist í miðju hennar. Þetta fyrirbæri, sem menn uppgötvuðu árið 1994, á sér stað vegna þess að vatn er örlítið mótseglandi efni, segull hrindir því frá sér. Þegar mjög sterkt segulsvið leikur um vatn færir það sig þangað sem segulsviðið er veikara og hafa menn nefnt þetta fyrirbæri „Móseáhrifin.“ New Scientist sagði: „Það er auðvelt að ýta vatni til hliðar — ef maður hefur nægilega stóran segul. Hafi maður hann er svo til allt mögulegt.“
Vitaskuld er ekki hægt að segja með vissu hvaða aðferð Guð notaði þegar hann klauf Rauðahafið fyrir Ísraelsmenn. En skaparinn þekkir náttúrulögmálin út og inn. Hann gæti auðveldlega haft hemil á vissum þáttum eins lögmáls með því að beita öðru lögmáli sem hann er líka höfundur að. Í augum manna liti það út sem kraftaverk, einkum ef þeir skildu ekki til fulls lögmálin sem þar væru að verki.
Um kraftaverkin í Biblíunni segir Akira Yamada, fyrrverandi prófessor við háskólann í Kíótó í Japan: „Þótt segja megi með sanni að [kraftaverk] sé óskiljanlegt núna frá sjónarhóli þeirra vísinda sem menn eru að fást við (eða út frá núverandi stöðu vísindanna), er rangt að álykta að það hafi ekki gerst með því að vísa einfaldlega til nýjustu þekkingar á sviði eðlisfræði eða biblíurannsókna. Eftir tíu ár verða vísindi dagsins í dag orðin að vísindum gærdagsins. Því hraðar sem vísindunum fleygir fram þeim mun meiri líkur eru á að mönnum finnist það brandari þegar sagt verður: ‚Vísindamenn trúðu þessu og þessu fyrir tíu árum.‘“ — Gods in the Age of Science.
Jehóva er skaparinn og getur þar af leiðandi samstillt öll náttúrulögmálin og notað mátt sinn til að gera kraftaverk.
[Rammagrein á blaðsíðu 132]
Vandlátur Guð — í hvaða skilningi?
„[Jehóva] nefnist vandlætari. Vandlátur Guð er hann.“ Þetta má lesa í 2. Mósebók 34:14, en hvað felst í því?
Sá sem er vandlátur er vandfýsinn, hann er vandur að virðingu sinni, strangur. Hebreska orðið, sem þýtt er „vandlátur,“ getur borið það með sér að „krefjast óskiptrar hollustu, umbera enga samkeppni.“ Það er því sköpunarverum Jehóva til gagns að hann skuli vera „vandlátur“ hvað snertir nafn hans og tilbeiðsluna á honum. (Esekíel 39:25) Kappsemi hans við að standa undir nafni þýðir að hann lætur tilgang sinn með mannkynið ná fram að ganga.
Lítum til dæmis á dóminn sem hann kvað upp yfir íbúum Kanaanlands. Biblíufræðimaður hefur gefið þessa hryllilegu lýsingu á þeim: „Tilbeiðslan á Baal, Astarte og öðrum guðum Kanverja fólst í taumlausu svalli; musteri þeirra voru miðstöðvar margvíslegra lasta. . . . Kanverjar dýrkuðu guði sína með því að gefa sig á vald siðleysis, . . . og myrða síðan frumgetin börn sín sem fórn til þessara sömu guða.“ Fornleifafræðingar hafa fundið krúsir með leifum fórnaðra barna. Þó að Guð hafi tekið eftir misgerðum Kanverja á dögum Abrahams sýndi hann þeim langlyndi í 400 ár og gaf þeim þannig nægan tíma til að snúa af rangri braut. — 1. Mósebók 15:16.
Gerðu Kanverjar sér grein fyrir alvöru misgerða sinna? Eins og aðrir menn höfðu þeir samvisku sem lögfróðir menn líta á sem almennan mælikvarða siðferðis og réttlætis. (Rómverjabréfið 2:12-15) Þrátt fyrir það létu Kanverjar ekki af viðurstyggilegum barnafórnum sínum og svívirðilegri kynhegðun.
Í réttvísi sinni ákvað Jehóva að hreinsa þyrfti landið. Það var ekki þjóðarmorð. Þeim Kanverjum, sem kusu að laga sig að háleitum siðgæðismælikvarða Guðs, var hlíft. Það gilti bæði um einstaklinga eins og Rahab og heilu hópana eins og Gíbeonmenn. (Jósúabók 6:25; 9:3-15) Rahab varð hlekkur í þeim konunglega ættlegg sem leiddi til Messíasar, og niðjar Gíbeonmanna nutu þeirra forréttinda að þjóna við musteri Jehóva. — Jósúabók 9:27; Esrabók 8:20; Matteus 1:1, 5-16.
Þegar menn leitast við að sjá heildarmyndina skýrt og greinilega í ljósi staðreyndanna eiga þeir auðveldara með að sjá Jehóva sem aðdáunarverðan og réttlátan Guð, vandlátan til heilla trúföstum sköpunarverum sínum.
[Mynd á blaðsíðu 123]
Skaparinn leysti þjóð úr þrælkun og notaði hana til að koma fyrirætlun sinni í framkvæmd.
[Mynd á blaðsíðu 129]
Við Sínaífjall tók Ísraelsþjóðin upp sáttmálasamband við skaparann.
[Mynd á blaðsíðu 130]
Fastheldni við óviðjafnanleg lög skaparans auðveldaði fólki hans að njóta lífsins í fyrirheitna landinu.
[Mynd á blaðsíðu 136]
Hægt er að heimsækja svæðið suður af múrum Jerúsalemborgar þar sem Davíð konungur hafði höfuðborg sína.