Hver er djöfullinn?
4. kafli
Hver er djöfullinn?
Hvaðan kom Satan djöfullinn? (1, 2)
Hvernig afvegaleiðir Satan fólk? (3-7)
Hvers vegna ættir þú að standa gegn djöflinum? (7)
1. Orðið „djöfull“ merkir einhvern sem segir rætnar lygar um annan. „Satan“ þýðir óvinur eða andstæðingur. Þessi heiti eru gefin erkióvini Guðs. Í byrjun var hann fullkominn engill á himni hjá Guði. Seinna fékk hann hins vegar ýktar hugmyndir um sjálfan sig og vildi sjálfur fá tilbeiðsluna sem með réttu tilheyrir Guði. — Matteus 4:8-10.
2. Þessi engill, Satan, notaði höggorm til að tala við Evu. Með upplognum orðum fékk hann hana til að óhlýðnast Guði. Á þennan hátt réðst Satan á það sem kallað er „drottinvald“ Guðs, eða stöðu hans sem hins hæsta. Satan dró í efa að Guð stjórni á maklegan hátt og í þágu bestu hagsmuna þegna sinna. Satan bar líka brigður á að nokkur maður myndi reynast Guði trúfastur. Með þessu athæfi gerði Satan sig að óvini Guðs og er þess vegna kallaður Satan djöfullinn. — 1. Mósebók 3:1-5; Jobsbók 1:8-11; Opinberunarbókin 12:9.
3. Satan reynir að ginna fólk til að tilbiðja sig. (2. Korintubréf 11:3, 14) Fölsk trúarbrögð eru ein aðferð hans til að afvegaleiða fólk. Ef einhver trú kennir ósannindi um Guð, þjónar hún í rauninni tilgangi Satans. (Jóhannes 8:44) Þeir sem aðhyllast fölsk trúarbrögð trúa ef til vill í einlægni að þeir tilbiðji hinn sanna Guð. Engu að síður þjóna þeir Satan. Hann er ‚Guð þessa heims.‘ — 2. Korintubréf 4:4.
4. Spíritismi er önnur aðferð Satans til að ná valdi á fólki. Sumir reyna að ákalla anda til að fá þá til að vernda sig, vinna öðrum mein, spá fyrir framtíðinni eða gera kraftaverk. Satan er hið illa afl að baki alls slíks. Ef við ætlum að þóknast Guði megum við ekki koma nærri spíritisma. — 5. Mósebók 18:10-12; Postulasagan 19:18, 19.
5. Satan notar líka kynþáttahroka og dýrkun á pólitískum samtökum til að afvegaleiða menn. Sumir álíta sína þjóð eða kynþátt öðrum æðri. En þar skjátlast þeim. (Postulasagan 10:34, 35) Aðrir trúa því að pólitísk samtök geti leyst vandamál mannkynsins. Slíkt jafngildir því að hafna ríki Guðs. Ekkert annað en ríki Guðs getur leyst vandamál okkar. — Daníel 2:44.
6. Enn önnur aðferð Satans til að afvegaleiða menn er að freista þeirra með syndugum fýsnum. Jehóva segir okkur að forðast syndsamlegar athafnir af því að hann veit að þær skaða okkur. (Galatabréfið 6:7, 8) Sumir kunna að vilja draga þig með sér út í slíkar athafnir. Gleymdu ekki að það er í rauninni Satan sem vill að þú gerir það sem rangt er. — 1. Korintubréf 6:9, 10; 15:33.
7. Satan notar ef til vill ofsóknir eða andstöðu til að fá þig til að yfirgefa Jehóva. Sumir ástvina þinna verða ef til vill mjög reiðir vegna þess að þú ert að nema Biblíuna. Aðrir gera gys að þér. En hverjum átt þú lífið að launa? Satan vill hræða þig til þess að þú hættir að læra um Jehóva. Láttu Satan ekki hrósa sigri! (Matteus 10:34-39; 1. Pétursbréf 5:8, 9) Með því að standa gegn djöflinum getur þú glatt Jehóva og sýnt að þú styðjir drottinvald hans. — Orðskviðirnir 27:11.
[Myndir á blaðsíðu 9]
Fölsk trúarbrögð, spíritismi og þjóðernishyggja afvegaleiðir fólk.
[Mynd á blaðsíðu 9]
Stattu gegn Satan með því að halda áfram að læra um Jehóva.