Hvernig er hægt að þekkja kröfur Guðs?
1. kafli
Hvernig er hægt að þekkja kröfur Guðs?
Hvaða mikilvægar upplýsingar inniheldur Biblían? (1)
Hver er höfundur Biblíunnar? (2)
Hvers vegna ættir þú að kynna þér Biblíuna? (3)
1. Biblían er dýrmæt gjöf frá Guði. Hún er eins og bréf frá kærleiksríkum föður til barna sinna. Hún segir okkur sannleikann um Guð — hver hann er og hverjir staðlar hans eru. Hún útskýrir hvernig ráða megi við vandamál og hvernig hægt sé að finna sanna hamingju. Biblían ein segir okkur hvað við verðum að gera til að þóknast Guði. — Sálmur 1:1-3; Jesaja 48:17, 18.
2. Um það bil 40 menn rituðu Biblíuna á 16 alda tímabili sem hófst árið 1513 f.o.t. Hún er samsett úr 66 litlum bókum. Þeir sem skrifuðu Biblíuna fengu innblástur frá Guði. Þeir skráðu hugsanir hans, ekki sínar eigin. Höfundur Biblíunnar er þess vegna Guð á himni, ekki einhver maður á jörð. — 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17; 2. Pétursbréf 1:20, 21.
3. Guð gætti þess að Biblían væri nákvæmlega afrituð og varðveitt. Fleiri eintök hafa verið prentuð af Biblíunni en nokkurri annarri bók. Það verða ekki allir ánægðir að sjá þig nema Biblíuna, en láttu það ekki stöðva þig. Eilíf framtíð þín er háð því að þú kynnist Guði og gerir vilja hans hvað sem á móti blæs. — Matteus 5:10-12; Jóhannes 17:3.