Lífi og blóði sýnd virðing
12. kafli
Lífi og blóði sýnd virðing
Hvernig eigum við að líta á lífið? (1) á fóstureyðingu? (1)
Hvernig sýna kristnir menn að þeir gæti að öryggisþáttum? (2)
Er rangt að drepa dýr? (3)
Hvers konar athafnir vanvirða lífið? (4)
Hvaða lög hefur Guð um blóðið? (5)
Ná þau yfir blóðgjafir? (6)
1. Jehóva er uppspretta lífsins. Allt sem lifir á líf sitt Guði að þakka. (Sálmur 36:10) Lífið er Guði heilagt. Jafnvel líf ófædds barns í móðurkviði er Jehóva dýrmætt. Að deyða af ásettu ráði barn, sem þannig er að þroskast, er rangt í augum Guðs. — 2. Mósebók 21:22, 23; Sálmur 127:3.
2. Sannkristnir menn gæta að öryggisþáttum. Þeir fullvissa sig um að bílar sínir séu í lagi og að ekki séu slysagildrur á heimilinu. (5. Mósebók 22:8) Þjónar Guðs leggja ekki líf sitt í óþarfa hættu aðeins vegna þess að það getur verið skemmtilegt eða spennandi. Þeir taka því ekki þátt í ofbeldisfullum íþróttum þar sem menn viljandi meiða hver annan. Þeir forðast skemmtun sem ýtir undir ofbeldishneigð. — Sálmur 11:5; Jóhannes 13:35.
3. Dýralífið er skaparanum líka heilagt. Kristinn maður getur drepið dýr til að fæða sig og klæða eða til að verja sig gegn sjúkdómum og hættu. (1. Mósebók 3:21; 9:3; 2. Mósebók 21:28) En það er rangt að fara illa með dýr eða að drepa þau aðeins sér til skemmtunar eða sem íþrótt. — Orðskviðirnir 12:10.
4. Reykingar og fíkniefnanotkun er ekki fyrir kristna menn. Slíkur ávani er rangur vegna þess að (1) hann gerir okkur að þræli sínum, (2) hann skaðar líkamann og (3) hann er óhreinn. (Rómverjabréfið 6:19; 12:1; 2. Korintubréf 7:1) Það getur verið mjög erfitt að hætta slíkum ávana. En við verðum að gera það til að þóknast Jehóva.
5. Blóð er líka heilagt í augum Guðs. Guð segir að sálin, eða lífið, sé í blóðinu. Þar af leiðandi er rangt að borða blóð. Það er líka rangt að éta kjöt af dýri sem hefur ekki verið blóðgað á réttan hátt. Ef dýr er kyrkt eða deyr í gildru ætti ekki að leggja sér það til munns. Ef því er banað með spjóti eða byssukúlu verður að blóðga það fljótt ef ætlunin er að borða það. — 1. Mósebók 9:3, 4; 3. Mósebók 17:13, 14; Postulasagan 15:28, 29.
6. Er rangt að þiggja blóðgjöf? Mundu að Jehóva krefst þess að við höldum okkur frá blóði. Það þýðir að við megum ekki á nokkurn hátt taka inn í líkamann blóð annarra manna eða jafnvel okkar eigið blóð sem hefur verið í geymslu. (Postulasagan 21:25) Sannkristnir menn þiggja því ekki blóðgjöf. Þeir þiggja annars konar læknismeðferð, eins og vökvagjöf sem ekki inniheldur blóðafurðir. Þeir vilja lifa en þeir munu ekki reyna að bjarga lífi sínu með því að brjóta lög Guðs. — Matteus 16:25.
[Mynd á blaðsíðu 25]
Til að þóknast Guði verðum við að forðast blóðgjafir, óhreina siði, og ónauðsynlega áhættu.