SPURNING 6
Hverju er spáð í Biblíunni um Messías?
SPÁDÓMUR
„Þú, Betlehem í Efrata ... frá þér læt ég þann koma er drottna skal í Ísrael.“
UPFYLLING
„Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem.“
SPÁDÓMUR
„Þeir skipta með sér klæðum mínum, kasta hlut um kyrtil minn.“
UPFYLLING
„Þegar hermennirnir höfðu krossfest Jesú tóku þeir klæði hans og skiptu í fjóra hluti ... Þeir tóku og kyrtilinn en hann var saumlaus, ofinn í eitt ofan frá og niður úr. Þeir sögðu því hver við annan: ,Rífum hann ekki sundur, köstum heldur hlut um hver skuli fá hann.‘“
SPÁDÓMUR
„Hann gætir allra beina hans, ekki eitt þeirra skal brotið.“
UPFYLLING
„Þegar þeir komu að Jesú og sáu að hann var þegar dáinn brutu þeir ekki fótleggi hans.“
SPÁDÓMUR
„Hann var særður vegna vorra synda.“
UPFYLLING
„Einn af hermönnunum stakk spjóti sínu í síðu hans og rann jafnskjótt út blóð og vatn.“
SPÁDÓMUR
„Þeir vógu mér þrjátíu sikla af silfri í laun.“
UPFYLLING
„Þá fór einn þeirra tólf, Júdas Ískaríot að nafni, til æðstu prestanna og sagði: ,Hvað viljið þið gefa mér fyrir að framselja ykkur Jesú?‘ En þeir greiddu honum þrjátíu silfurpeninga.“