Nafn Guðs og biblíuþýðendur
Nafn Guðs og biblíuþýðendur
SNEMMA á annarri öld, eftir að síðasti postulinn var látinn, byrjaði í alvöru það fráhvarf frá kristinni trú sem Jesús og fylgjendur hans höfðu spáð. Heiðin heimspeki og kennisetningar smeygðu sér inn í söfnuðinn; sundrung varð og sértrúarklofningur og hreinleiki trúarinnar spilltist. Einnig var hætt að nota nafn Guðs.
Þegar þessi fráhvarfskristni breiddist út varð þörf á að þýða Biblíuna úr frummálunum, hebresku og grísku, á önnur tungumál. Hvernig þýddu þýðendurnir nafn Guðs? Venjulega notuðu þeir jafngildi orðsins „Drottinn.“ Þýðing Híerónýmusar á latneskt talmál, nefnd Vulgata, hafði mjög mikil áhrif á þeim tíma. Í stað fjórstafanafnsins (JHVH) setti Híerónýmus Dominus, „Drottinn.“
Er aldirnar liðu þróuðust ný tungumál í Evrópu svo sem franska, enska og spænska. Kaþólska kirkjan beitti sér hins vegar gegn því að Biblían væri þýdd á þessi nýju tungumál. Nú var svo komið að samtímis og Gyðingar, sem notuðu Biblíuna á frummálinu, hebresku, vildu ekki lesa nafn Guðs upphátt þegar þeir sáu það, heyrðu flestir „kristinna“ manna Biblíuna lesna á latínu þar sem nafnið var ekki notað.
Með tíð og tíma var aftur farið að nota nafn Guðs. Árið 1278 kom það fyrir í latnesku verki Pugio fidei (Rýtingur trúarinnar), eftir spænskan munk að nafni Raymundus Martini. Hann stafaði það Yohoua. * Stuttu síðar, árið 1303, fullgerði Porchetus de Salvaticis verk sem nefndist Victoria Porcheti adversus impios Hebraeos (Sigur Porchetus yfir hinum óguðlegu Hebreum.) Þar nefndi hann líka nafn Guðs og stafaði það ýmist Iohouah, Iohoua eða Ihouah. Síðar, árið 1518, gaf Petrus Galatinus út verk að nafni De arcanis catholicae veritatis (Um leyndardóma allsherjarsannleikans) þar sem hann stafar nafn Guðs Iehoua.
Nafnið kom fyrst fyrir í enskri biblíu árið 1530 þegar William Tyndale gaf út * oftast stafað Iehouah, og í athugasemd í þessari útgáfu sagði hann: „Iehovah er nafn Guðs . . . Þar að auki svo oft sem þú sérð DROTTINN með stórum bókstöfum (nema villa sé í prentun) er það á hebresku Iehovah.“ Þaðan er komin sú venja að nota nafn Jehóva aðeins í fáeinum versum og setja í staðinn „DROTTINN“ eða „GUГ á nær öllum öðrum stöðum þar sem fjórstafanafnið kemur fyrir í hebreska textanum.
þýðingu sína á fyrstu fimm bókum Biblíunnar. Þar var nafn Guðs látið standa nokkrum sinnum,Árið 1611 kom út á ensku sú þýðing Biblíunnar sem átti eftir að ná langmestri útbreiðslu, biblíuþýðing Jakobs konungs. Í henni stóð nafnið fjórum sinnum í meginmálinu. (2. Mósebók 6:3; Sálmur 83:19; Jesaja 12:2; 26:4) „Jah,“ skáldræn stytting nafnsins, stóð í Sálmi 68:5. Og nafnið stóð óstytt í staðarheitum svo sem „Jehóva-jireh.“ (1. Mósebók 22:16; 2. Mósebók 17:15; Dómarabókin 6:24) Þýðendurnir fetuðu samt sem áður í fótspor Tyndales í því að setja yfirleitt „LORD“ (DROTTINN) eða „GOD“ (GUÐ) í stað nafns Guðs á flestum öðrum stöðum. En hvers vegna gat nafn Guðs ekki staðið í öllum hinum mörg þúsund versunum þar sem það stóð á hebresku, fyrst það mátti standa í fjórum versum?
Svipað gerðist þegar Biblían var þýdd á þýsku. Árið 1534 gaf Marteinn Lúter út þýðingu sína á Biblíunni í heilu lagi sem byggð var á frummálunum. Af einhverri ástæðu lét hann nafn Guðs ekki standa í henni heldur setti þar önnur orð svo sem „HERR“ (DROTTINN). Þó vissi hann af nafni Guðs því að í ræðu um Jeremía 23:1-8, sem hann flutti árið 1526, sagði hann: „Þetta nafn Jehóva, Drottinn, tilheyrir hinum sanna Guði og engum öðrum.“
Árið 1543 skrifaði Lúter með þeirri hreinskilni sem einkenndi hann: „Þegar þeir [Gyðingarnir] bera nú fyrir sig að nafnið Jehóva sé ómælanlegt vita þeir ekki hvað þeir eru að tala um . . . Ef hægt er að skrifa það með penna og bleki, hvers vegna ætti þá ekki að segja það sem er miklu betra en að vera 2. Mósebók 6:3 í öðrum þýskum biblíum.
skrifað með penna og bleki? Hvers vegna kalla þeir það ekki líka óskrifanlegt, ólesanlegt eða óhugsanlegt? Þegar allt er skoðað er eitthvað gruggugt hér.“ Þrátt fyrir það hafði Lúter ekki leiðrétt þetta í biblíuþýðingu sinni. Síðar stóð þó nafnið íÁ næstu öldum tóku biblíuþýðendur tvær ólíkar stefnur. Sumir forðuðust nafn Guðs algjörlega en aðrir notuðu það ríkulega í Hebresku ritningunum, annaðhvort í myndinni Jehóva eða sem Jahve. Í íslenskum biblíum má það meðal annars finna, stafað Jehova, í Steinsbiblíu frá 1728 og í neðanmálsathugasemd í biblíum frá síðustu öld, stafað Jehóva. Heimilisútgáfan, fyrst gefin út 1908, notar það í Hebresku ritningunum, stafað Jahve. Við skulum líta á tvær þýðingar sem sneiddu hjá nafninu og grafast fyrir um ástæðuna sem þýðendurnir færðu fyrir því.
Hvers vegna þeir sneiddu hjá því
Þegar J. M. Powis Smith og Edgar J. Goodspeed gáfu út nútímalega þýðingu Biblíunnar árið 1935 notuðu þeir víðast hvar „LORD“ (DROTTINN) og „GOD“ (GUÐ) í stað nafns Guðs. Ástæðan var svo útskýrð í formála: „Við höfum í þessari þýðingu fylgt fornri hefð rétttrúaðra Gyðinga og sett „Drottinn“ í stað nafnsins ‚Jahve‘ og orðin ‚Drottinn Guð‘ í stað ‚Drottinn Jahve.‘ Á öllum þeim stöðum þar sem ‚Drottinn‘ eða ‚Guð‘ standa fyrir hið upprunalega ‚
Jahve‘ eru þau skrifuð með smáum upphafsstöfum.“Síðan er snúið algerlega við hinni fornu hefð Gyðinganna sem lesa JHVH en bera það fram „Drottinn“ og sagt í formálsorðunum: „Hver sem vill viðhalda blæ frumtextans þarf aðeins að lesa ‚Jahve‘ þar sem hann sér DROTTINN eða GUГ!
Við að lesa þetta kemur strax upp í hugann þessi spurning: Ef viðhalda má „blæ frumtextans“ með því að lesa „Jahve“ í stað „DROTTINN,“ hvers vegna nota þýðendurnir þá ekki „Jahve“ í þýðingu sinni? Hvers vegna settu þeir, svo þeirra eigin orð séu notuð, orðið „DROTTINN“ í stað nafns Guðs og huldu þannig blæ frumtextans?
Þýðendurnir segja að þeir hafi fylgt fornri hefð rétttrúaðra Gyðinga. En er það hyggilegt af kristnum mönnum? Munum að það voru farísearnir, þeir sem varðveittu forna hefð strangtrúaðra Gyðinga, sem höfnuðu Jesú og hann sagði við: „Þér ógildið orð Guðs með erfikenning yðar.“ (Matteus 15:6) Það veikir orð Guðs að setja önnur orð í stað nafns hans.
Árið 1952 kom út Revised Standard Version, ensk þýðing Hebresku ritninganna og þar var einnig skipt á nafni Guðs og öðrum orðum. Það var eftirtektarvert því að frumútgáfan, sem hét American Standard Version og hin fyrrnefnda var endurskoðuð útgáfa af, notaði nafnið Jehóva í öllum Hebresku ritningunum. Niðurfelling nafnsins var því áberandi stefnubreyting. Af hvaða orsökum?
Í formálsorðum Revised Standard Version stendur: „Nefndin hefur af tvennum orsökum horfið aftur að hinum algengari hætti biblíuþýðingar Jakobs konungs [það er að segja að fella niður nafn Guðs]: (1) orðið ‚Jehóva‘ samsvarar ekki nákvæmlega nokkurri mynd nafnsins sem notuð var á hebresku; og (2) hætt var að nota í gyðingdóminum löngu fyrir daga kristninnar nokkurt einkanafn fyrir hinn eina og sanna Guð, rétt eins og til væru aðrir guðir sem þyrfti að aðgreina hann frá, og er algerlega óviðeigandi í almennri trú hinnar kristnu kirkju.“
Eru þetta gild rök? Eins og áður var rætt samsvarar nafnið Jesús ekki nákvæmlega neinni mynd af nafni sonar Guðs sem fylgjendur hans notuðu. Þó kom það ekki þýðingarnefndinni til að sneiða hjá því nafni og nota í staðinn titla svo sem „Meðalgangari“ eða „Kristur.“ Að vísu eru þessir titlar notaðir auk nafnsins Jesús, en ekki í staðinn fyrir það.
Sú röksemd að engir aðrir guðir séu til sem þurfi að aðgreina hinn sanna Guð frá er hreinlega ekki rétt. Mannkynið tilbiður milljónir guða. Páll postuli sagði að ‚til væru margir guðir.‘ (1. Korintubréf 8:5; Filippíbréfið 3:19) Að sjálfsögðu er aðeins til einn sannur Guð eins og Páll segir í framhaldinu. Að nota nafn hins sanna Guðs hefur þann stóra kost að það greinir hann frá öllum falsguðum. Auk þess má spyrja hvers vegna nafn Guðs standi næstum 7000 sinnum í frumtexta Hebresku ritninganna ef það er „algerlega óviðeigandi“ að nota það.
Sannleikurinn er sá að margir þýðendur hafa alls ekki talið óviðeigandi að láta nafnið standa með nútímalegum framburði í Biblíunni. Þeir hafa látið það standa og það hefur gefið okkur biblíuþýðingar sem eru höfundi Biblíunnar til meiri vegsauka og fylgja frumtextanum betur. Af útbreiddum
þýðingum, sem nota nafnið, má nefna Valera (spænsk, gefin út árið 1602), Almeida (portúgölsk, gefin út árið 1681), hina upprunalegu Elberfelder-biblíu, (þýsk, gefin út árið 1871) auk American Standard Version (ensk, útgefin árið 1901). Heimilisútgáfa íslensku biblíunnar, gefin út á árunum 1908-1969, notaði nafn Guðs líka alls staðar í Hebresku ritningunum með stafsetningunni Jahve.Lestu hér á eftir athugasemdir nokkurra þýðenda sem hafa látið nafn Guðs standa í þýðingum sínum og berðu rök þeirra saman við rök hinna sem hafa látið nafnið niður falla.
Hvers vegna aðrir nota nafnið
Hér fer á eftir athugasemd þýðenda American Standard Version frá árinu 1901: „[Þýðendurnir] sannfærðust allir um, að undangenginni gaumgæfilegri athugun, að sú hjátrú Gyðinga að nafn Guðs væri of heilagt til að nefna það eigi ekki lengur að ráða enskum útgáfum Gamlatestamentisins né nokkrum öðrum . . . þetta minningarnafn, útskýrt í 2. Mó. iii. 14, 15, og undirstrikað sem slíkt aftur og aftur í frumtexta Gamlatestamentisins, auðkennir Guð sem persónulegan Guð, sem sáttmálaguð, sem opinberunarguð, sem frelsara, sem vin þjóðar sinnar . . . Einkanafn þetta, ásamt allri þeirri helgi sem því er tengd, endurheimtir nú aftur stöðu sína í hinum helga texta eins og það á óvéfengjanlegan rétt til.“
Á líkan hátt kemur fram í formálsorðum frumútgáfu hinnar þýsku Elberfelder Bibel þar sem segir: „Jehóva. Við höfum haldið þessu nafni sáttmálaguðs Ísraels því að lesandinn hefur verið vanur því um árabil.“
Steven T. Byington, sem gerði þýðinguna The Bible in Living English, útskýrir svo hvers vegna hann notar nafn Guðs: „Stafsetning og framburður skipta ekki öllu máli. Það sem skiptir mestu máli er að ljóst sé að þetta er einkanafn. Allmargar ritningargreinar verða ekki skildar rétt þegar við þýðum þetta nafn með venjulegu nafnorði svo sem ‚Drottinn‘ eða, það sem er enn verra, með sérstæðu lýsingarorði [til dæmis, Hinn eilífi.]“
Athyglisvert er að skoða aðra þýðingu sem gerð var af J. B. Rotherham. Hann notar nafn Guðs í þýðingu sinni en valdi myndina Jahve. Í síðara verki, Studies in the Psalms (Rannsóknir á Sálmunum), útgefið árið 1911, notaði hann hins vegar myndina Jehóva. Hvers vegna? Hann svarar: „JEHÓVA.—Notkun þessarar . . . myndar minningarnafnsins (2. Mós. 3:18) í núverandi útgáfu Saltarans er ekki komin til af efasemdum um að Jahve sé réttari framburður, heldur af þeirri eigin reynslu minni að æskilegt sé að halda tengslum við augu og eyru almennings í máli sem þessu, þar sem aðalatriðið er að nafn Guðs sé auðþekkt.“
Í Sálmi 34:4 eru tilbiðjendur Jehóva hvattir: „Miklið [Jehóva] ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans.“ Hvernig geta lesendur biblíuþýðinga, sem fella niður nafn Guðs, brugðist fullkomlega við þessari hvatningu? Kristnir menn fagna því að í það minnsta sumir biblíuþýðendur hafa haft hugrekki til að láta nafn Guðs standa í þýðingum sínum á Hebresku ritningunum og varðveita með því það sem Smith og Goodspeed kalla „blæ frumtextans.“
Í fæstum biblíuþýðingum stendur þó nafn Guðs í kristnu Grísku ritningunum, „Nýjatestamentinu,“ jafnvel þótt það standi í Hebresku ritningunum. Hver er ástæðan fyrir því? Er réttlætanlegt að láta nafn Guðs standa í þessum síðari hluta Biblíunnar?
[Neðanmáls]
^ gr. 5 Í síðari prentunum þessa verks nokkrum öldum síðar er nafn Guðs stafað Jehova.
^ gr. 6 1. Mósebók 15:2; 2. Mósebók 6:3; 15:3; 17:16; 23:17; 33:19; 34:23; 5. Mósebók 3:24. Tyndale lét nafn Guðs einnig standa í Esekíel 18:23 og 36:23 í þýðingu sinni sem bætt var aftan við The New Testament í Antwerpen árið 1534.
[Innskot á blaðsíðu 17]
Þýðendur hinnar löggiltu ensku biblíu létu nafn Guðs standa í aðeins fjórum versum en settu GUÐ og DROTTINN í staðinn annars staðar.
[Innskot á blaðsíðu 22]
Ef það er „algerlega óviðeigandi“ að nota nafn Guðs, hvers vegna stendur það þá næstum 7000 sinnum í hebreska frumtextanum?
[Rammi/Mynd á blaðsíðu 21]
Fjandskapur gegn nafni Guðs?
Sem stendur er engin nýleg biblíuþýðing til á afríkönsku (talað af Suður-Afríkumönnum af hollenskum uppruna) sem nafn Guðs stendur í. Það vekur nokkra furðu því að margar þýðingar á ættkvíslatungumálunum, sem eru töluð þar í landi, nota nafnið frjálslega. Við skulum sjá hvernig stendur á því.
Þann 24. ágúst 1878 komu fram eindregin tilmæli á fundi í Félagi sannra afríkana (G.R.A.) um að Biblían yrði þýdd á afríkönsku. Sex árum síðar var hafið máls á því að nýju og að lokum var ákveðið að hefjast handa við þýðingu Biblíunnar úr frummálunum. Verkið var falið umsjá S. J. du Toit sem var fræðslustjóri í Transvaal.
Í fyrirmælabréfi til du Toit var mörkuð eftirfarandi stefna: „Einkanafn Drottins, Jehóva eða Jahve, skal standa óþýtt [það er að segja ekki skyldi skipta á því og Drottinn eða Guð] út í gegn.“ S. J. du Toit þýddi sjö biblíubækur á afríkönsku og nafnið Jehóva stóð í þeim öllum.
Önnur suður-afrísk rit höfðu líka að geyma nafn Guðs á þeim tíma. Til dæmis stóð í De Korte Catechismus (Stutta spurningakverið) frá 1914 eftir J. A. Malherbe: „Hvert er hið áberandi nafn Guðs?“ Svarið var: „Jehóva sem er skrifað DROTTINN með upphafsstöfum í biblíum okkar. Þetta [nafn] var aldrei gefið nokkurri sköpunarveru.“
Í Die Katkisasieboek (spurningakver gefið út af sunnudagaskólanefnd hollensku siðbótarkirkjunnar í Suður-Afríku) stóð eftirfarandi spurning: „Megum við þá aldrei nota nafnið Jehóva eða DROTTINN? Gyðingar nota það aldrei . . . Sú er ekki merking boðorðsins. . . . Við megum nota nafn hans en aldrei leggja það við hégóma.“ Þar til nýverið stóð nafnið Jehóva einnig í sumum sálmum í endurprentaðri útgáfu sálmabókarinnar Die Halleluja.
Þýðing du Toits var ekki vinsæl og árið 1916 var skipuð þýðingarnefnd Biblíunnar til að sjá um útgáfu Biblíunnar á afríkönsku. Þessi nefnd hafði þá stefnu að fella niður nafn Guðs, Jehóva, úr Biblíunni. Árið 1971 gaf suður-afríska biblíufélagið út „bráðabirgðaþýðingu“ fáeinna biblíubóka á afríkönsku. Enda þótt nafn Guðs hafi verið nefnt í formálsorðunum stóð það ekki í texta þýðingarinnar. Árið 1979 kom út ný þýðing „Nýjatestamentisins“ og Sálmanna og þar var nafni Guðs einnig sleppt.
Frá 1970 hefur nafnið Jehóva einnig verið látið niður falla úr Die Halleluja. Og sjötta prentun endurskoðaðrar útgáfu af Die Katkisasieboek, gefin út af hollensku siðbótarkirkjunni í Suður-Afríku, sleppir nú einnig nafninu.
Tilraunir manna til að láta nafnið Jehóva hverfa takmarkast reyndar ekki við bækur. Á kirkjubyggingu hollensku siðbótarkirkjunnar í Paarl var hornsteinn með áletruninni JEHOVAH JIREH („Jehóva mun láta í té“). Mynd af þessari kirkju og hornsteini hennar birtist í tímaritinu Vaknið! á afríkönsku þann 22. október 1974. Eftir það hefur verið skipt um hornstein og á þeim nýja standa orðin DIE HERE SAL VOORSIEN („DROTTINN mun láta í té“). Biblíutilvitnunin og dagsetningin á hornsteininum stendur óbreytt en nafnið Jehóva er horfið.
Margir afríkönskumælandi menn þekkja því ekki nafn Guðs núna. Það kirkjunnar fólk, sem þekkir það, hikar við að nota það. Sumir mæla jafnvel gegn notkun þess og segja að nafn Guðs sé DROTTINN og saka votta Jehóva um að hafa fundið upp nafnið Jehóva.
[Myndir]
Hollenska siðbótarkirkjan í Paarl í Suður-Afríku. Upphaflega var nafnið Jehóva grafið í hornsteininn (að ofan til hægri), en síðar var það fjarlægt (að ofan til vinstri).
[Mynd á blaðsíðu 18]
Nafn Guðs, stafsett Yohoua, birtist árið 1278 í ritverkinu Pugio fidei eins og sjá má í þessu handriti (frá 13. eða 14. öld) frá Ste. Geneviève bókasafninu í París (örk 162b).
[Mynd á blaðsíðu 19]
Í þýðingu sinni á fyrstu fimm bókum Biblíunnar, gefin út árið 1530, lét William Tyndale nafn Guðs standa í 2. Mósebók 6:3. Hann skýrði í athugasemdum við þýðinguna hvers vegna hann notaði nafnið.
[Credit line]
(Myndin er birt með leyfi bókasafns hins ameríska biblíufélags í New York.)