Ætti ég að láta skírast?
KAFLI 37
Ætti ég að láta skírast?
Eru eftirfarandi fullyrðingar réttar eða rangar?
Kristnir menn eiga að láta skírast.
□ Rétt
□ Rangt
Aðalástæðan fyrir því að láta skírast er sú að það verndar þig gegn því að syndga.
□ Rétt
□ Rangt
Skírn veitir þér möguleika á hjálpræði.
□ Rétt
□ Rangt
Ef þú ert ekki skírð(ur) þarftu ekki að svara Guði fyrir það sem þú gerir.
□ Rétt
□ Rangt
Ef vinir þínir ætla að láta skírast þýðir það að þú sért líka tilbúin(n) til þess.
□ Rétt
□ Rangt
EF ÞÚ fylgir lífsreglum Guðs, ræktar vináttusamband þitt við hann og talar við aðra um trú þína er ósköp eðlilegt að þú farir að leiða hugann að skírn. En hvernig veistu hvort þú ert tilbúin(n) til að stíga þetta skref? Til að svara þeirri spurningu skulum við skoða nánar fullyrðingarnar hér á undan.
● Kristnir menn eiga að láta skírast.
Rétt. Jesús gaf þau fyrirmæli að lærisveinar hans ættu að láta skírast. (Matteus 28:19, 20) Og Jesús lét sjálfur skírast. Ef þú vilt fylgja Kristi verðurðu að láta skírast þegar þú hefur náð nægum þroska til að taka þá ákvörðun og langar einlæglega til þess.
● Aðalástæðan fyrir því að láta skírast er sú að það verndar þig gegn því að syndga.
Rangt. Skírn er opinbert tákn um að þú hafir vígt þig Jehóva. Vígslan er ekki bara samningur sem aftrar þér frá að gera eitthvað sem þig langar innst inni til að gera. Þú vígir líf þitt Jehóva vegna þess að þú vilt fylgja lífsreglum hans.
● Skírn veitir þér möguleika á hjálpræði.
Rétt. Í Biblíunni segir að skírn sé mikilvæg til að hljóta hjálpræði. (1. Pétursbréf 3:21) Þetta þýðir samt ekki að skírnin sé eins og trygging sem þú getur keypt til að vernda þig ef einhverjar hörmungar skyldu ganga yfir. Þú lætur skírast vegna þess að þú elskar Jehóva og vilt þjóna honum að eilífu af öllu hjarta. — Markús 12:29, 30.
● Ef þú ert ekki skírð(ur) þarftu ekki að svara Guði fyrir það sem þú gerir.
Rangt. Í Jakobsbréfinu 4:17 segir: „Hver sem því hefur vit á að gera gott en gerir það ekki, hann drýgir synd“ — hvort sem hann er skírður eða ekki. Ef þú veist hvað er rétt og hefur nægan þroska til að hugsa alvarlega um hvað þú vilt í lífinu er kannski orðið tímabært að ræða málin við foreldri eða annað þroskað trúsystkin. Þannig geturðu komist að því hvernig þú getur stefnt að skírn.
● Ef vinir þínir ætla að láta skírast þýðir það að þú sért líka tilbúin(n) til þess.
Rangt. Ákvörðunin um að skírast verður að koma frá þér og hún þarf að vera tekin af fúsum og frjálsum vilja. (Sálmur 110:3, Biblían 1981) Þú ættir aðeins að skírast þegar þú skilur til fulls hvað felst í því að vera vottur Jehóva og þegar þú ert viss um að þú sért tilbúin(n) til að standa undir þeirri ábyrgð. — Prédikarinn 5:3, 4.
Ákvörðun sem breytir lífi þínu
Skírnin breytir lífi þínu og veitir margar blessanir. En um leið felur hún líka í sér mikla ábyrgð — að lifa í samræmi við vígsluheitið sem þú gafst Jehóva.
Ertu tilbúin(n) til að vígja þig Jehóva? Þá hefurðu góða ástæðu til að gleðjast. Það sem bíður þín er mesti heiður sem hugsast getur — að þjóna Jehóva af öllu hjarta og fylgja lífsstefnu sem sýnir að þú styður hann heilshugar. — Matteus 22:36, 37.
Lærðu að setja þér markmið svo að þú getir fengið það besta út úr lífinu.
LYKILRITNINGARSTAÐUR
„Bjóðið fram sjálf ykkur að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn guðsdýrkun af ykkar hendi.“ — Rómverjabréfið 12:1.
RÁÐ
Með aðstoð foreldranna geturðu fundið einhvern í söfnuðinum sem er fús til að hjálpa þér að búa þig undir skírn. — Postulasagan 16:1-3.
VISSIR ÞÚ . . .?
Það er mikilvægt að láta skírast til að fá „merkið“ sem veitir hjálpræði. — Esekíel 9:4-6, Biblían 1981.
HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ GERA?
Til að geta látið skírast ætla ég að dýpka skilning minn á eftirfarandi kenningum Biblíunnar: ․․․․․
Það sem mig langar til að spyrja foreldra mína um ․․․․․
HVAÐ FINNST ÞÉR?
● Af hverju er skírnin svona alvarlegt mál?
● Hvað gæti fengið ungling til að skírast of snemma?
● Af hvaða óviturlegu ástæðu gæti ungur einstaklingur dregið það að vígjast Jehóva og láta skírast?
[Innskot á bls. 306]
„Það að vera skírð hjálpaði mér að taka viturlegar ákvarðanir og forðaði mér frá ýmsu sem hefði getað haft slæmar afleiðingar.“ — Holly
[Rammi/Mynd á bls. 307]
algengar spurningar um skírn
Hvað táknar skírnin? Að fara á kaf í vatnið táknar að deyja sinni fyrri eigingjörnu lífsstefnu, og að koma upp úr vatninu táknar að lifna á ný til að gera vilja Jehóva.
Hvað þýðir það að vígja líf sitt Jehóva? Það þýðir að afneita sjálfum sér og lofa því að láta vilja Guðs ganga fyrir öllu öðru. (Matteus 16:24) Það er viðeigandi að þú vígir þig Jehóva formlega í bæn áður en þú lætur skírast.
Hvað ættirðu að gera áður en þú lætur skírast? Þú ættir að lifa í samræmi við orð Guðs og tala við aðra um trú þína. Þú ættir að byggja upp vináttusamband við Guð með bænum og lestri í Biblíunni. Þú ættir að þjóna Jehóva vegna þess að þú vilt það — ekki vegna þess að aðrir þrýsta á þig að gera það.
Á maður að láta skírast á einhverjum sérstökum aldri? Aldur skiptir ekki öllu máli. En þú ættir að hafa náð þeim aldri — og þroska — að þú skiljir hvað felst í vígslunni.
Hvað ef þig langar til að láta skírast en foreldrar þínir segja að þú eigir að bíða? Kannski vilja pabbi þinn og mamma að þú fáir meiri reynslu sem kristinn einstaklingur. Virtu ráð þeirra og notaðu tímann til að styrkja samband þitt við Jehóva. — 1. Samúelsbók 2:26.
[Rammi á bls. 308]
Vinnublað
ertu að hugsa um að láta skírast?
Athugaðu hvar þú stendur með því að hugleiða efnið hér á eftir. Flettu upp ritningarstöðunum sem vitnað er í áður en þú skrifar niður svörin.
Á hvaða sviðum sýnirðu að þú leggur traust þitt á Jehóva? — Sálmur 71:5. ․․․․․
Hvernig hefurðu sýnt að þú hefur agað hugann til að greina gott frá illu? — Hebreabréfið 5:14. ․․․․․
Hve oft biðurðu til Jehóva? ․․․․․
Hversu hnitmiðaðar eru bænir þínar og hvað segja þær um kærleika þinn til Jehóva? — Sálmur 17:6. ․․․․․
Skrifaðu hér fyrir neðan markmið sem þú myndir vilja setja þér í sambandi við bænir þínar. ․․․․․
Hversu góð regla er á biblíunámi þínu? — Jósúabók 1:8. ․․․․․
Hvað lestu í sjálfsnámi þínu? ․․․․․
Skrifaðu hér fyrir neðan markmið sem þú myndir vilja setja þér í sambandi við sjálfsnám. ․․․․․
Er boðunarstarf þitt innihaldsríkt? (Dæmi: Geturðu útskýrt fyrir öðrum grundvallarkenningar Biblíunnar? Ferðu aftur til áhugasamra? Vinnurðu að því að hefja biblíunámskeið?)
□ Já □ Nei
Ferðu í boðunarstarfið þótt foreldrar þínir fari ekki? — Postulasagan 5:42.
□ Já □ Nei
Skrifaðu hér fyrir neðan markmið sem þú myndir vilja setja þér í sambandi við boðunarstarfið. — 2. Tímóteusarbréf 2:15.
Finnst þér að þú sækir safnaðarsamkomur reglulega eða læturðu þig oft vanta? — Hebreabréfið 10:25. ․․․․․
Hvernig tekurðu þátt í samkomunum? ․․․․․
Ferðu á samkomur þótt foreldrar þínir geti það ekki (ef þú hefur fengið leyfi þeirra til þess)?
□ Já □ Nei
Geturðu sagt að þú hafir yndi af því að gera vilja Guðs? — Sálmur 40:9.
□ Já □ Nei
Geturðu nefnt dæmi þess að þú hafir staðist hópþrýsting? — Rómverjabréfið 12:2. ․․․․․
Hvernig ætlarðu að varðveita kærleika þinn til Jehóva? — Júdasarbréfið 20, 21. ․․․․․
Myndirðu halda áfram að þjóna Jehóva þótt foreldrar þínir og vinir hættu því? — Matteus 10:36, 37.
□ Já □ Nei
[Mynd á bls. 310]
Líkt og hjónaband er skírnin ákvörðun sem breytir lífi þínu — og hana ætti ekki að taka í fljótfærni.