Hvernig get ég eignast sanna vini?
8. kafli
Hvernig get ég eignast sanna vini?
„ÉG hef gengið í skóla hérna í átta ár en ekki tekist að eignast nokkurn vin allan þann tíma! Ekki einn einasta,“ kvartaði Ragnar. Kannski finnst þér líka stundum að þér gangi illa að eignast vini. En hvað er sannur vinur? Og hvernig er hægt að eignast góða vini?
Orðskviður segir: „Vinur elskar ætíð og í nauðum er hann sem bróðir.“ (Orðskviðirnir 17:17) En vinátta er meira en að eiga einhvern að til að rekja raunir sínar fyrir. Ung kona, Marvia að nafni, segir: „Stundum, þegar maður lendir í vandræðum, kemur svokölluð vinkona til manns og segir: ‚Ég sá að það stefndi í þetta hjá þér en ég þorði ekki að segja þér það.‘ En þegar sannur vinur sér að maður er á rangri braut, þá reynir hann að vara mann við áður en það er um seinan — jafnvel þótt hann viti að manni geðjast kannski ekki að því sem hann segir.“
Myndirðu leyfa særðu stolti að koma þér til að snúa baki við þeim sem sýnir þér næga umhyggju til að segja þér sannleikann? Orðskviðirnir 27:6 segja: „Vel meint eru vinar sárin, en viðbjóðslegir kossar hatursmannsins.“ Þú ættir því að velja þér vini sem eru hreinskilnir og hugsa skýrt.
Sannir vinir og falsvinir
„Líf mitt er sönnun þess að það laða ekki allir ‚vinir‘ hið besta fram í manni,“ segir Peggy sem er 23 ára. Hún hafði neyðst til að fara að heiman á unglingsaldri. En tveir af vottum Jehóva, hjónin Bill og Lloy, vinguðust við
hana og byrjuðu að nema Biblíuna með henni. „Mánuðirnir, sem ég var hjá þeim, voru fullir af ósvikinni gleði, ánægju og friði,“ segir Peggy. Samt sem áður kaus hún frekar að vera með unglingum sem hún hafði kynnst — og yfirgaf Bill og Lloy.Peggy heldur áfram: „Ég lærði margt af nýju ‚vinunum‘ mínum — að stela stereótækjum, selja innstæðulausar ávísanir, reykja maríúana og loks að útvega mér 200 dollara á dag til að kaupa fíkniefni.“ Hún var átján ára er hún kynntist ungum manni sem hét Ray. Hann bauð henni öll þau fíkniefni sem hún vildi — ókeypis. „Ég hélt að öll vandamál væru úr sögunni. Nú þyrfti ég aldrei að svíkja eða stela framar,“ segir Peggy. En Ray leiddi hana út á nýja braut — vændi. Loks flúði Peggy borgina og þessa slæmu ‚vini‘ sína.
Dag einn komu tveir vottar Jehóva til Peggyar þar sem hún bjó núna. „Konunum tveim varð bilt við þegar augu mín flóðu í gleðitárum og ég faðmaði þær,“ segir Peggy. „Ég var búin að fá andstyggð á hræsni fyrrverandi ‚vina‘ minna en þarna var fólk sem var svikalaust.“ Peggy tók aftur til við að nema Biblíuna.
Það var þó ekki auðvelt fyrir Peggy að samlaga líf sitt kröfum Guðs. Sérstaklega fannst henni erfitt að hætta reykingum. En einn af vinum hennar meðal vottanna ráðlagði henni: „Í stað þess að biðja Guð fyrirgefningar eftir að þér hefur mistekist, hvers vegna ekki að biðja fyrirfram um styrk þegar þú finnur fyrir löngun til að reykja?“ Peggy segir: „Þessi vingjarnlega og raunhæfa
ábending gerði gæfumuninn. . . . Í fyrsta sinn í mörg ár fannst mér ég hrein hið innra og fann til sjálfsvirðingar.“Lífsreynsla Peggyar sýnir fram á sannleiksgildi þess sem stendur í Orðskviðunum 13:20: „Haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim, sem leggur lag sitt við heimskingja.“ Peggy segir: „Ef ég hefði bara haldið vináttu við þá sem elskuðu Guð hefði ég getað umflúið allt þetta sem eru núna slæmar endurminningar.“
Að eignast vini
Hvar er hægt að finna vini sem elska Guð? Innan kristna safnaðarins. Leitaðu uppi unglinga sem ekki aðeins segjast trúa á Guð heldur sýna trú og hollustu í verki. (Samanber Jakobsbréfið 2:26.) Ef slíkir unglingar eru vandfundnir skaltu stofna til kynna við einhverja kristna menn sem eru þér eldri. Aldursmunur þarf ekki að vera þröskuldur í vegi vináttu. Biblían segir frá innilegri vináttu Davíðs og Jónatans, þótt Jónatan væri nógu gamall til að geta verið faðir Davíðs! — 1. Samúelsbók 18:1.
En hvernig geturðu stofnað til vináttutengsla?
Sýndu öðrum áhuga
Jesús Kristur byggði upp svo sterkra vináttu við aðra að þeir voru fúsir til að deyja fyrir hann. Hvers vegna? Meðal annars vegna þess að Jesús lét sér annt um aðra. Matteus 8:3) Áhugi á öðrum er fyrsta skrefið í átt til vináttu.
Hann lagði sig í líma við að hjálpa öðrum. Hann ‚vildi‘ blanda geði við aðra. (Ungur piltur, Davíð, segir til dæmis að honum hafi gengið vel að stofna til vináttu við aðra vegna þess að hann ‚lét sér annt um aðra og sýndi þeim lifandi áhuga.‘ Hann bætir við: „Eitt það mikilvægasta er að þekkja aðra með nafni. Það hefur oft mikil áhrif á aðra að maður skuli hafa nógu mikinn áhuga á þeim til að muna hvað þeir heita. Það kemur þeim kannski til að segja manni frá einhverju atviki eða vandamáli, og þá eru vináttuböndin byrjuð að myndast.“
Það er ekki þar með sagt að þú þurfir að vera blaðskellandi við alla hvar sem er og hvenær sem er. Jesús var „hógvær og af hjarta lítillátur,“ ekki sjálfumglaður eða áberandi í fasi. (Matteus 11:28, 29) Það er einlægur áhugi á öðrum sem gerir okkur aðlaðandi í augum þeirra. Oft geta einföldustu hlutir, svo sem að borða saman eða rétta hjálparhönd við eitthvert verk, styrkt vináttuböndin.
Hlustaðu á aðra
„Gætið . . . að, hvernig þér heyrið,“ ráðlagði Jesús. Lúkas 8:18) Hann var að vísu að ræða um gildi þess að hlusta á orð Guðs, en meginreglan gildir einnig um það að þroska vináttubönd manna í milli. Það er mikilvægt fyrir þann sem vill eiga vini að vera góður áheyrandi.
(Ef við höfum einlægan áhuga á því sem aðrir segja laðast þeir venjulega að okkur. Það útheimtir þó að við lítum „ekki aðeins á eigin hag [það eitt sem okkur langar sjálf til að segja], heldur einnig annarra.“ — Filippíbréfið 2:4.
Vertu tryggur
Jesús var tryggur vinum sínum. „Hann elskaði þá, uns yfir lauk.“ (Jóhannes 13:1) Ungur maður, Gordon að nafni, kemur eins fram við vini sína: „Tryggð er mikilvægasti eiginleiki góðs vinar. Reynist hann þér virkilega tryggur þegar erfiðleikar steðja að? Vinur minn og ég tókum upp hanskann hvor fyrir annan þegar aðrir gerðu lítið úr okkur. Við stóðum óhagganlegir hvor með öðrum — en aðeins ef við vorum í rétti.“
Falsvinum finnst aftur á móti ekkert að því að baktala hver annan ef svo ber undir. „Félagar geta verið tilbúnir til að eyðileggja hver annan,“ segja Orðskviðirnir 18:24. (New World Translation) Gætir þú hugsað þér að „eyðileggja“ mannorð vinar þíns með því að taka undir illkvittnislegan rógburð eða myndir þú sýna honum tryggð og verja mannorð hans?
Láttu tilfinningar þínar í ljós
Jesús lét oft í ljós sínar innstu tilfinningar sem hafði þau áhrif að öðrum þótti vænt um hann. Stundum gaf hann til kynna að hann „kenndi í brjósti um“ fólk, væri ‚hryggur‘ eða fyndi til ‚ástúðar.‘ Að minnsta kosti einu sinni „grét Jesús.“ Hann skammaðist sín ekki fyrir að láta tilfinningar sínar í ljós við þá sem hann treysti. — Matteus 9:36; 26:38; Markús 10:21; Jóhannes 11:35.
Þetta merkir auðvitað ekki að þú eigir að afhjúpa tilfinningar þínar fyrir hverjum sem er, en þú getur verið hreinskilinn við alla. Og þegar þú kynnist einhverjum betur og lærir að treysta honum geturðu smám saman látið þínar innstu tilfinningar betur og betur í ljós. Jafnframt þarftu að læra að setja þig í spor annarra og sýna samkennd til að geta bundist öðrum traustum vináttuböndum. —Vænstu ekki fullkomleika
Jafnvel þótt þú hafir eignast góðan vin máttu ekki vænta fullkomleika. „Við gerum öll alls konar mistök, en sá sem segist aldrei gera mistök í orðum getur talið sig fullkominn mann.“ (Jakobsbréfið 3:2, Phillips) Vinátta kostar líka eitthvað — í það minnsta tíma og tilfinningar. „Maður verður að vera fús til að gefa,“ segir Presley. „Það er stór hluti af vináttu. Maður hefur sínar eigin skoðanir en maður er fús til að gefa eftir og leyfa tilfinningum og skoðunum vinar síns að komast að.“
Kostnaðurinn af vináttu er samt enginn í samanburði við kostnaðinn af því að elska engan — sem er einmanakennd og tómleiki. Reyndu því að rækta traust vináttubönd við aðra. (Samanber Lúkas 16:9.) Gefðu af sjálfum þér. Hlustaðu á aðra og sýndu þeim ósvikinn áhuga. Þá geturðu átt marga vini eins og Jesús og getur sagt: ‚Þið eruð vinir mínir.‘ — Jóhannes 15:14.
Spurningar til umræðu
◻ Á hverju má þekkja sannan vin? Hvers konar vinir eru falsvinir?
◻ Hvar geturðu leitað vina? Verða þeir að vera á sama aldri og þú?
◻ Hvað ættirðu að gera ef vinur á í alvarlegum erfiðleikum?
◻ Nefndu fjórar leiðir til að eignast vini.
[Innskot á blaðsíðu 66]
„Ég lærði margt af nýju ‚vinunum‘ mínum — að stela stereótækjum, selja innstæðulausar ávísanir, reykja maríúana og loks að útvega mér 200 dollara á dag til að kaupa fíkniefni.“
[Rammi á blaðsíðu 68]
Ætti ég að koma upp um vin minn?
Hvað myndirðu gera ef þú kæmist að því að vinur þinn eða vinkona væri farin að fikta við fíkniefni eða kynlíf, svíkja eða stela? Myndirðu segja einhverjum ábyrgum aðila frá því? Fæstir myndu gera það vegna einhverrar undarlegrar þagnarskyldu sem oft ríkir meðal unglinga.
Sumir óttast að vera stimplaðir „klögukindur“ eða „kjaftaskúmar.“ Aðrir eru haldnir einhverri misskilinni hollustukennd. Þeir líta á aga sem skaðlegan og halda sig vera að gera vini sínum greiða með því að hylma yfir með honum. Auk þess getur sá sem rýfur „þagnarskylduna“ átt á hættu að vera hafður að háði og spotti og má búast við að glata vinum sínum.
Eigi að síður ákvað Lárus að sitja ekki aðgerðarlaus þegar besti vinur hans, Kristinn, fór að reykja. Lárus segir: „Samviskan nagaði mig vegna þess að ég vissi að ég yrði að segja einhverjum frá þessu.“ Ungur maður á tímum biblíusögunnar stóð í svipuðum sporum. „Þegar Jósef var seytján ára gamall, gætti hann sauða með bræðrum sínum. . . . Og Jósef bar föður sínum illan orðróm um þá.“ (1. Mósebók 37:2) Jósef vissi að andleg velferð bræðra hans væri í hættu ef hann segði ekki frá.
Synd er sterkt spillingarafl. Fái villuráfandi vinur ekki hjálp — ef til vill ákveðinn, biblíulegan aga — getur svo farið að hann sökkvi enn dýpra í syndina. (Prédikarinn 8:11) Vini þínum er lítill greiði gerður með því að breiða yfir ranga breytni hans en þú gætir hins vegar valdið honum óbætanlegu tjóni með því.
Biblían áminnir því: „Bræður! Ef einhver misgjörð kann að henda mann, þá leiðréttið þér, sem andlegir eruð, þann mann með hógværð.“ (Galatabréfið 6:1) Þér finnst kannski að þú hafir ekki andlega hæfileika til að leiðrétta villuráfandi vin. Væri þá ekki ráð að sjá til þess að einhverjum, sem er fær um að hjálpa, sé gert viðvart?
Það er því áríðandi að þú talir við vin þinn um það sem hann Matteus 18:15.) Það kostar bæði hugrekki og dirfsku af þinni hálfu. Vertu ákveðinn og leggðu fram sannfærandi sönnunargögn um synd hans, segðu honum nákvæmlega hvað þú veist og hvernig þú veist það. (Samanber Jóhannes 16:8.) Lofaðu honum ekki að segja engum frá. Guð fordæmir það að hylma yfir með öðrum og því væri slíkt loforð ógilt í augum hans. — Orðskviðirnir 28:13.
hefur gert. (SamanberEf til vill er um einhvern misskilning að ræða. (Orðskviðirnir 18:13) Ef ekki og vinur þinn hefur í alvöru gert eitthvað rangt má vel vera að honum létti við það að vandamál hans skuli hafa komið fram í dagsljósið. Vertu þá góður áheyrandi. (Jakobsbréfið 1:19) Gættu þess að hindra hann ekki í að gefa tilfinningunum útrás, til dæmis með fordæmandi upphrópunum: „Þú hefðir ekki átt að gera þetta,“ eða með því að láta í ljós hneykslun: „Hvernig gastu gert þetta!“ Sýndu samkennd og reyndu að setja þig í spor vinar þíns. — 1. Pétursbréf 3:8.
Oft er þörf meiri hjálpar en þú getur veitt. Gerðu þá kröfu að vinur þinn segi foreldrum sínum eða öðrum ábyrgum, fullorðnum aðilum frá því sem gerst hefur. Ef vinur þinn neitar að gera það, skaltu segja honum að þér sé skylt sem sönnum vini hans að leita til einhvers fyrir hans hönd, ef hann hefur ekki sjálfur gert hreint fyrir sínum dyrum að hæfilegum tíma liðnum. — Orðskviðirnir 17:17.
Í fyrstu getur vini þínum þótt vandskilið hvers vegna þú grípur til þessara ráða. Hann getur jafnvel reiðst og slitið vináttu ykkar í fljótræði. En Lárus segir: „Ég vissi að það var rétt af mér að segja frá. Ég hafði miklu betri samvisku vegna þess að ég vissi að Kristinn fékk þá hjálp sem hann þarfnaðist. Síðan kom hann til mín og sagði mér að hann væri alls ekkert reiður við mig fyrir að koma upp um sig og mér létti við það.“
Ef kunningi þinn heldur áfram að vera þér reiður vegna hugrekkis þíns, þá hefur hann augljóslega aldrei verið sannur vinur. Þú getur hins vegar verið þess fullviss að þú hafir sýnt Guði hollustu og hegðað þér eins og sannur vinur.
[Mynd á blaðsíðu 67]
Áttu erfitt með að eignast vini?
[Mynd á blaðsíðu 70]
Áhugi á öðrum er lykillinn að því að stofna til vináttu.