Er sjálfsfróun alvarlegur löstur?
25. kafli
Er sjálfsfróun alvarlegur löstur?
„Ég er að velta fyrir mér hvort sjálfsfróun sé röng í augum Guðs. Ætli hún hafi áhrif á andlega og líkamlega heilsu mína í framtíðinni, og ef ég skyldi giftast?“ — Margrét, fimmtán ára.
SLÍKAR hugsanir hafa þjakað marga unglinga. Hvers vegna? Vegna þess að sjálfsfróun er mjög algeng. Talið er að við 21 árs aldur hafi 97 af hundraði karla og yfir 90 af hundraði kvenna einhvern tíma fróað sér. Auk þess hefur þessum ávana verið kennt um alls konar kvilla og krankleika — allt frá vörtum og þrútnum augum upp í flogaveiki og geðsjúkdóma.
Læknavísindin eru hætt að halda fram slíkum kynjasögum. Læknar telja meira að segja að sjálfsfróun geti alls ekki valdið nokkrum líkamlegum kvillum. Rannsóknarmennirnir William Masters og Virginia Johnson segja: „Engin læknisfræðileg rök eru fyrir því að sjálfsfróun, hversu tíð sem hún er, leiði til geðveiki.“ Sjálfsfróun er eigi að síður skaðleg á ýmsa aðra vegu og er þar af leiðandi alvarlegt áhyggjuefni fyrir mörg kristin ungmenni. „Þegar ég lét undan og fróaði mér fannst mér ég alltaf vera að bregðast Jehóva Guði,“ sagði unglingur. „Stundum varð ég mjög niðurdreginn.“
Hvað er sjálfsfróun eiginlega? Hve alvarlegt mál er hún og hvers vegna eiga margir unglingar mjög erfitt með að sigrast á henni?
Hvers vegna unglingar eru veikir fyrir
Sjálfsfróun er það fitla við kynfæri sín til að valda kynferðislegri örvun. Á kynþroskaaldrinum vaknar kynhvötin og líkaminn byrjar að framleiða sterk hormón sem hafa áhrif á þroska kynfæranna. Unglingurinn uppgötvar að þessir líkamshlutar geta veitt honum vissa ánægjukennd. Stundum finnur hann jafnvel fyrir kynferðislegri örvun án þess að hafa nokkuð verið að hugsa um kynferðismál.
Til dæmis geta áhyggjur, ótti eða vonbrigði haft þau áhrif á viðkvæmt taugakerfi ungs pilts að hann finni til kynferðislegrar örvunar. Uppsafnað sæði getur komið honum til að vakna í kynferðislegu uppnámi eða valdið sáðlátum í svefni, oft samfara ástarlífsdraumum. Ungar stúlkur geta einnig orðið fyrir kynferðislegri örvun án þess að ætla sér það. Margar stúlkur finna fyrir aukinni kynhvöt rétt fyrir eða eftir tíðablæðingar.
Það er því ekkert að þér þótt þú finnir fyrir kynferðislegri örvun af þessu tagi. Hún er hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi unglings. Slíkar kenndir, jafnvel þótt þær
séu mjög sterkar, eru ekki hið sama og sjálfsfróun því að þær eru að mestu leyti ósjálfráðar. Með aldrinum verða þessar nýju kenndir viðráðanlegri.En forvitnin og nýjabrumið fær suma unglinga til að fitla við kynfærin eða gæla við þau.
‚Olía á eldinn‘
Biblían segir frá ungum manni sem hittir lausláta konu. Hún kyssir hann og segir: „Kom þú, við skulum . . . gamna okkur með blíðuhótum.“ Og hvað svo? „Hann fer rakleiðis á eftir henni, eins og naut gengur fram á blóðvöllinn.“ (Orðskviðirnir 7:7-22) Hvað vakti upp ástríður þessa unga manns? Það var ekki bara eðlileg hormónastarfsemi heldur það sem hann sá og heyrði.
Ungur maður viðurkennir: ‚Í hnotskurn var vandamálið fólgið í því sem ég hleypti inn í hugann. Ég horfði á sjónvarpsþætti með siðlausum atriðum og stundum á myndir í kapalsjónvarpi þar sem sýnd voru nektaratriði. Slíkar myndir brenna sig inn í vitundina. Þær komu aftur upp í hugann og voru eins og olía á eldinn og komu mér til að fróa mér.‘
Kveikjan að sjálfsfróun er oft það sem fólk les, horfir á, hlustar á, talar um eða hugsar um. Tuttugu og fimm ára kona viðurkennir: „Það var eins og ég gæti bara ekki hætt því. En ég var líka vön að lesa ástarsögur og það gerði málið auðvitað verra viðfangs.“
„Róandi lyf“
Þessi unga kona bendir hér vafalaust á algengustu ástæðuna fyrir því að flestum finnst erfitt að hætta sjálfsfróun. Hún segir: „Ég fróaði mér yfirleitt til að fá
útrás fyrir álag, spennu eða áhyggjur. Hinn stundlegi unaður var fyrir mig eins og sopinn sem drykkjusjúklingurinn fær sér til að róa taugarnar.“Rannsóknarmennirnir Suzanne og Irving Sarnoff segja: „Hjá sumum getur sjálfsfróun orðið að ávana sem þeir nota sér til hughreystingar þegar þeim er hafnað eða þeir eru kvíðnir út af einhverju. Aðrir nota þessa flóttaleið aðeins stöku sinnum þegar þeir verða fyrir miklu tilfinningaálagi.“ Hjá sumum er sjálfsfróun greinilega eins og „róandi lyf“ sem þeir grípa til þegar þeir eru í uppnámi, niðurdregnir, einmana eða undir miklu álagi.
Hvað segir Biblían?
Unglingur spurði: „Er sjálfsfróun ófyrirgefanleg synd?“ Sjálfsfróun er reyndar hvergi nefnd í Biblíunni. * Hún var algeng í hinum grískumælandi heimi á biblíutímanum og til eru nokkur grísk orð sem notuð voru um hana. Biblían notar þó ekkert þeirra.
Má þá skilja það svo að sjálfsfróun sé skaðlaus úr því að hún er ekki beinlínis fordæmd í Biblíunni? Alls ekki! Þótt sjálfsfróun sé ekki flokkuð með grófum syndum, svo sem saurlifnaði, er hún tvímælalaust óhreinn ávani. (Efesusbréfið 4:19) Meginreglur Biblíunnar gefa til kynna að það sé „gagnlegt“ að spyrna harkalega við fótum gegn þessum óhreina ávana. — Jesaja 48:17.
Vekur „losta“
Biblían hvetur okkur til að ‚deyða hið jarðneska í fari okkar,‘ meðal annars „losta.“ (Kólossubréfið 3:5) ‚Losti‘ er ekki eðlileg kynhvöt heldur taumlaus fýsn. Slíkur ‚losti‘ getur leitt menn út í gróft siðleysi eins og Páll lýsir í Rómverjabréfinu 1:26, 27.
En ‚deyðir‘ maður ekki þessar langanir með því að fróa sér? Nei, þvert á móti eins og ungur maður viðurkennir: „Þegar maður fróar sér er maður með hugann við rangar langanir, og það gerir það eitt að magna þær upp.“ Oft er reynt að auka nautnina með siðlausum hugarórum. (Matteus 5:27, 28) Ef tækifæri gæfist til siðlauss verknaðar gæti maður hæglega fallið fyrir freistingunni. Það henti ungan mann sem viðurkennir: „Einu sinni fannst mér að sjálfsfróun gæti dregið úr spennunni án þess að ég þyrfti að vera í tygjum við konu. Samt sem áður magnaðist upp hjá mér óstjórnleg löngun til þess.“ Hann drýgði hór. Yfirgripsmikil könnun leiddi í ljós að þorri unglinga, sem fróaði sér, stundaði einnig saurlifnað. Þeir sem það gerðu voru 50 af hundraði fleiri en þeir sem höfðu aldrei haft kynmök!
Saurgar hugann og tilfinningarnar
Með sjálfsfróun er fólk að tileinka sér viðhorf sem spilla huganum. (Samanber 2. Korintubréf 11:3.) Meðan á sjálfsfróun stendur er einstaklingurinn algerlega upptekinn af sjálfum sér og nautn sinni. Kynlíf er slitið úr samhengi við ást og breytist í ósjálfráð viðbrögð til að slaka á spennu. En Guð ætlaðist til að menn svöluðu kynhvötinni með kynmökum — sem tjáningu ástar milli hjóna. — Orðskviðirnir 5:15-19.
Sá sem fróar sér getur líka haft tilhneigingu til að líta á hitt kynið eingöngu sem kynveru — verkfæri til að fullnægja kynhvöt sinni. Þannig geta röng viðhorf, 2. Korintubréf 7:1, Biblían 1912.
sem sjálfsfróun ýtir undir, saurgað „anda“ mannsins eða hinar ríkjandi hneigðir hans. Í sumum tilvikum geta þau vandamál, sem sjálfsfróunin veldur, haldist við eftir að stofnað er til hjónabands! Það er því af ærnu tilefni sem orð Guðs hvetur: „Hreinsum sjálfa oss af allri saurgun á holdi og anda.“ —Öfgalaust viðhorf til sektarkenndar
Margir unglingar, sem hafa að mestu leyti sigrast á þessum slæma ávana, láta þó undan af og til. Sem betur fer er Guð mjög miskunnsamur. „Þú, [Jehóva], ert góður og fús til að fyrirgefa,“ sagði sálmaritarinn. (Sálmur 86:5) Þegar kristinn maður lætur undan freistingunni til að fróa sér dæmir hjartað hann oft. Þó segir Biblían að ‚Guð sé meiri en hjarta vort og þekki alla hluti.‘ (1. Jóhannesarbréf 3:20) Guð sér fleira en syndir okkar. Í sinni miklu þekkingu getur hann hlustað með samúð á einlægar bænir okkar um fyrirgefningu. Eins og ung kona komst að orði: „Ég hef sektarkennd að vissu marki, en vitneskjan um það hve kærleiksríkur Guð Jehóva er og að hann geti lesið hjarta mitt og þekki alla viðleitni mína og ásetning, forðar mér frá því að verða of niðurdregin þegar mér mistekst af og til.“ Ef þú berst gegn lönguninni til að fróa þér er ekki líklegt að þú drýgir hina alvarlegu synd, saurlifnað.
Tímaritið Varðturninn (ensk útgáfa) sagði hinn 1. september 1959: „Stundum hrösum við og föllum mörgum sinnum vegna ávana sem var orðinn rótgrónari í okkar fyrra lífsmynstri en við höfðum gert okkur grein fyrir. . . . Ekki örvænta. Ekki halda að þú hafir drýgt ófyrirgefanlega synd. Satan vill einmitt að þú haldir það. Sú staðreynd að þú ert sorgmæddur og óánægður með sjálfan þig sannar einmitt að þú hefur ekki farið yfir mörkin. Þreystu aldrei á að snúa þér í auðmýkt og einlægni til Guðs, leita fyrirgefningar hans, hreinsunar og hjálpar. Leitaðu til hans eins og barn leitar til föður síns þegar það á í erfiðleikum, óháð því hve oft það er vegna sama veikleika, og Jehóva mun náðarsamlega hjálpa þér vegna óverðskuldaðrar gæsku sinnar, og ef þú ert einlægur mun hann láta þig finna að hann hefur hreinsað samvisku þína.“
Hvernig er hægt að fá ‚hreina samvisku‘?
[Neðanmáls]
^ gr. 20 Guð tók Ónan af lífi fyrir að ‚láta sæði sitt spillast á jörðu.‘ Þar var hins vegar um að ræða rofin kynmök, ekki sjálfsfróun. Ónan var líflátinn vegna þess að í eigingirni sinni vildi hann ekki ganga að eiga ekkju bróður síns í þeim tilgangi að viðhalda ættlegg hans. (1. Mósebók 38:1-10) Hvað er þá átt við með því að ‚láta sæði‘ eins og getið er um í 3. Mósebók 15:16-18? Hér er greinilega ekki átt við sjálfsfróun heldur ósjálfráð sáðlát að næturlagi og kynmök í hjónabandi.
Spurningar til umræðu
◻ Hvað er sjálfsfróun og hvaða misskilningur er útbreiddur í sambandi við hana?
◻ Hvers vegna finna unglingar oft fyrir mjög sterkri kynhvöt? Heldur þú að það sé rangt?
◻ Hvað getur kynt undir lönguninni til að fróa sér?
◻ Er sjálfsfróun á einhvern hátt skaðleg fyrir ungling?
◻ Hve alvarleg synd er sjálfsfróun að þínu mati?
◻ Hvernig lítur Jehóva á ungling sem berst gegn tilhneigingunni, þótt hann eigi stundum erfitt með að sporna gegn henni?
[Rammi á blaðsíðu 200]
Sumir finna fyrir hvöt til að fróa sér þegar þeir eru einmana, niðurdregnir, taugaspenntir eða undir álagi.
[Rammi á blaðsíðu 202]
‚Í hnotskurn var vandamálið fólgið í því sem ég hleypti inn í hugann.‘
[Rammi á blaðsíðu 204]
„Þegar ég lét undan og fróaði mér fannst mér ég alltaf vera að bregðast Jehóva Guði.“
[Mynd á blaðsíðu 198]
Sjálfsfróun getur vakið mjög sterka sektarkennd, en einlæg bæn til Guðs um fyrirgefningu og heiðarleg viðleitni til að yfirstíga þennan ávana getur veitt manni góða samvisku á ný.
[Mynd á blaðsíðu 203]
Kvikmyndir, bækur og sjónvarpsþættir, sem hafa ástarlíf að viðfangsefni, eru oft eins og ‚olía á eldinn.‘