Hvaða ævistarf ætti ég að velja mér?
22. kafli
Hvaða ævistarf ætti ég að velja mér?
‚HVERNIG á ég að verja því sem eftir er ævinnar?‘ Fyrr eða síðar þurfa allir að taka afstöðu til þessarar áleitnu spurningar. Ótal möguleikar virðast blasa við — heilbrigðisstörf, viðskipti, listir, kennsla, tölvunarfræði, tæknistörf, iðn, verslunarstörf og svo mætti lengi telja. Margir hugsa eins og unglingurinn sem sagði: „Í mínum huga er velgengni í lífinu . . . það að búa við sömu lífsgæði og ég ólst upp við.“ Suma dreymir um að gera gott betur.
En eru peningar það sem mestu máli skiptir í lífinu? Getur hvaða ævistarf sem er veitt þér lífsfyllingu og hamingju?
„Það var einskis virði“
Heillandi, spennandi, vellaunað! Þannig er góðum störfum gjarnan lýst í kvikmyndum, sjónvarpi og skáldsögum. En til að ‚komast áfram‘ í atvinnulífinu þurfa menn oft að heyja miskunnarlausa baráttu hver við annan til að ná þeim starfsframa sem þeir sækjast eftir. Dr. Douglas LaBier segir að ungt fólk „á hraðri framabraut í hátæknistörfum kvarti oft undan vansælu, áhyggjum, þunglyndi, tómleika, ofsóknarkennd og fjölda líkamlegra kvilla.“
Endur fyrir löngu vakti Salómon konungur athygli á hve fánýt og fallvölt veraldleg velgengni væri. Salómon réði yfir nánast ótakmörkuðum auði og afrekaði ótrúlega margt. (Lestu Prédikarann 2:4-10.) Samt sem áður komst hann að eftirfarandi niðurstöðu: „Er ég leit á öll verk mín, þau er hendur mínar höfðu unnið, og á þá fyrirhöfn, er ég hafði haft fyrir að gjöra þau, þá sá ég, að allt var hégómi [„ég gerði mér ljóst að það var einskis virði,“ Today’s English Version] og eftirsókn eftir vindi.“ — Prédikarinn 2:11.
Atvinna getur haft í för með sér ríkidæmi og viðurkenningu en hún getur ekki fullnægt andlegum þörfum okkar. (Matteus 5:3) Þess vegna eru þeir menn aldrei ánægðir sem gera starfsframa í heiminum að aðalmarkmiði lífsins.
Lífsstarf sem veitir hamingju
Salómon konungur ráðleggur: „Vér skulum hlýða á niðurlagsorðið í því öllu: Óttastu Guð og haltu hans boðorð, því að það á hver maður að gjöra.“ (Prédikarinn 12:13) Meginskylda kristins manns nú á dögum er að prédika boðskapinn um Guðsríki. (Matteus 24:14) Og unglingar, sem taka ábyrgð sína frammi fyrir Guði alvarlega, finna hvöt hjá sér til að eiga sem fyllstan þátt í þessu starfi — jafnvel þótt það sé þeim ekki eiginlegt að prédika. (Samanber 2. Korintubréf 5:14, 15.) Í þúsunda tali hefur ungt fólk kosið að prédika fagnaðarboðskapinn í fullu starfi í stað þess að vinna fullan vinnudag í veraldlegu starfi. Sumir þjóna sem trúboðar í öðrum löndum eða starfa við einhver af útibúum Varðturnsfélagsins.
Elín hætti sem einkaritari forstjóra til að gerast brautryðjandi. Hún segir: „Mér þykir mjög vænt um þetta starf.“ Ekkert getur veitt meiri lífsfyllingu og verið jafnspennandi og prédikun fagnaðarerindisins í fullu starfi. Og er hægt að hugsa sér meiri sérréttindi en þau að vera ‚samverkamaður Guðs‘? — 1. Korintubréf 3:9.
Er háskólamenntun til bóta?
Flestir brautryðjendur sjá sér farborða með því að vinna hluta úr degi. En hvað nú ef þú þarft síðar meir að sjá
fyrir fjölskyldu? Vissulega muntu aldrei sjá eftir því að hafa notað æskuárin til að þjóna Guði! En er ekki skynsamlegt fyrir ungling að afla sér fyrst háskólamenntunar og gerast kannski brautryðjandi síðar?Biblían tiltekur auðvitað ekki hve mörg ár kristin ungmenni eigi að ganga í skóla. Hún fordæmir menntun alls ekki. Jehóva, hinn mikli fræðari, hvetur þjóna sína til að ná góðum tökum á lestri og læra að tjá sig skýrt. (Jesaja 30:20; Sálmur 1:2; Hebreabréfið 5:12) Auk þess getur menntun auðveldað okkur að skilja annað fólk og umheiminn.
En borgar sig alltaf að kosta til öllum þeim tíma og fjármunum sem háskólanám útheimtir? * Þótt hagtölur gefi til kynna að háskólamenntað fólk hafi hærri tekjur en aðrir og atvinnuleysi sé minna þeirra á meðal, minnir bókin Planning Your College Education á að hagtölurnar sýni aðeins meðaltöl. Aðeins minnihluti háskólamenntaðra manna hefur himinháar tekjur; flestir verða að sætta sig við miklum mun minna. Stundum má kannski líka rekja háar tekjur háskólamanna til „óvenjulegra hæfileika, áhuga, atvinnumöguleika byggðarlagsins . . . sérstakrar færni“ — ekki bara menntunar þeirra.
„Háskólamenntun er ekki lengur trygging fyrir velgengni á vinnumarkaðinum,“ segir bandaríska atvinnumálaráðuneytið. „Hlutfallslega fækkaði [háskólamenntuðu fólki] í tækni- og stjórnarstörfum og störfum sem krefjast sérmenntunar . . . vegna þess að ekki var nægur vöxtur í þessum atvinnugreinum til að taka við sífellt fleira háskólagengnu fólki. Af því leiddi að hér um bil einn af hverjum fimm háskólamönnum, sem kom út á vinnumarkaðinn á árunum 1970 til 1984, réði sig til starfa sem krefjast að jafnaði ekki háskólamenntunar.“
Fleira til umhugsunar
Stundum getur háskólamenntun aukið atvinnumöguleika fólks, stundum ekki. Eitt er þó óumdeilanlegt: „Tíminn er orðinn stuttur.“ (1. Korintubréf 7:29) Er þessi stutti tími best nýttur með því að eyða fjórum árum eða fleiri í háskólanám, hvað sem öllum kostum slíkrar menntunar líður? — Efesusbréfið 5:16.
Myndi háskólanám auðvelda eða hamla þér að ná andlegum markmiðum þínum? Mundu að háar tekjur eru ekki helsta keppikefli kristins manns. (1. Tímóteusarbréf 6:7, 8) Könnun gerð á vegum bandarískra háskólastjórnenda gefur hins vegar til kynna að háskólanemar hugsi nú orðið mest um ‚starfsframa, lífsgæði og sjálfa sig.‘ Einn hópur stúdenta sagði: „Peningar. Það er engu líkara en að við tölum ekki um annað en peninga.“ Hvaða áhrif ætli það hafi á þig að lifa og hrærast í umhverfi sem einkennist af harðri samkeppni og eigingjarnri efnishyggju?
Háskólarnir eru ekki lengur sá uppreisnarvettvangur sem þeir voru á sjöunda áratugnum. En það þýðir ekki að háskólaumhverfið sé heilnæmt. Sagt var í niðurstöðu könnunar á lífi háskólanema: „Háskólanemar hafa svo til ótakmarkað frelsi í einka- og félagslífi.“ Áfengi og fíkniefni eru mikið notuð og lauslæti er regla frekar en undantekning. Gæti slíkt umhverfi ónýtt viðleitni þína til að halda þér siðferðilega hreinum? — 1. Korintubréf 6:18.
Hið alþekkta samhengi milli æðri menntunar og dvínandi „fylgni við trúarlegar grundvallarreglur“ er annað áhyggjuefni. (The Sacred in a Secular Age) Þrýstingurinn að standa sig hefur komið sumum kristnum ungmennum til að vanrækja andleg hugðarefni og gera sig Kólossubréfið 2:8.
berskjölduð fyrir hinum ágenga, veraldlega hugsunarhætti sem háskólarnir beita sér fyrir. Sumir hafa beðið skipbrot á trúnni. —Aðrir möguleikar en háskólanám
Eftir að hafa yfirvegað þessar staðreyndir hafa mörg kristin ungmenni ákveðið að leggja ekki út í háskólanám. Mörgum hefur reynst sú þjálfun sem boðið er upp á í söfnuðum votta Jehóva — einkum hinum vikulega Guðveldisskóla — veruleg hjálp í leitinni að atvinnu. Þeir hafa að vísu ekki háskólagráðu en þeir hafa lært örugga framkomu, kunna að tjá sig skilmerkilega og eru fullfærir að axla ábyrgð. Og sumir velja sér nám í vélritun, tölvuforritun eða einhverri iðn í fjölbrautaskóla. Slík kunnátta er víða eftirsótt og auðvelt fyrir þá sem hafa hana að fá störf hluta úr degi. Og þótt sumum unglingum finnist það fyrir neðan virðingu sína að vinna „með höndum sínum“ fer Biblían lofsamlegum orðum um það að ‚leggja hart að sér.‘ (Efesusbréfið 4:28; samanber Orðskviðina 22:29.) Jesús Kristur lærði trésmíði — svo vel að hann var kallaður „smiðurinn“! — Markús 6:3.
Sums staðar er háskólamenntun að vísu orðin svo almenn að erfitt er að fá vinnu jafnvel við almenn störf án einhverrar verkþjálfunar. Oft er þó hægt að afla sér verkkunnáttu af einhverju tagi, sem kemur að góðum notum í atvinnulífinu, án þess að kosta til miklum fjármunum eða tíma. Má þar nefna nám í verslunar-, iðn- eða fjölbrautaskóla eða námskeið af einhverju tagi. Og gleymdu aldrei einu sem ekki kemur fram í talnaskýrslum um atvinnumál — loforði Guðs um að sjá fyrir þeim sem láta andleg mál ganga fyrir í lífinu. — Matteus 6:33.
Atvinnuhorfur og menntakerfi eru breytileg frá einu landi til annars. Unglingar hafa ólíka hæfileika og áhugamál. Og þó að mælt sé með hinni kristnu þjónustu sem ævistarfi þarf hver og einn að gera það upp við sig sjálfur Galatabréfið 6:5.
hvað hann gerir. Þú og foreldrar þínir verðið að skoða málin vandlega frá öllum hliðum til að ákveða hvaða menntun þú þurfir að fá. „Sérhver mun verða að bera sína byrði“ í tengslum við slíkar ákvarðanir. —Ef foreldrar þínir krefjast þess að þú gangir í háskóla áttu ekki um annað að velja en að hlýða þeim, svo lengi sem þú ert í þeirra umsjá. * (Efesusbréfið 6:1-3) Kannski geturðu búið heima í stað þess að búa á stúdentagarði. Vertu vandfýsinn í vali þínu á námsgreinum; veldu til dæmis það sem getur komið þér að gagni í atvinnulífinu í stað þess að nema veraldlega heimspeki. Gættu vel að félagsskap þínum. (1. Korintubréf 15:33) Haltu þér andlega sterkum með því að sækja samkomur, taka þátt í boðunarstarfinu og nema Biblíuna. Sumir unglingar, sem hafa orðið að sækja háskóla, hafa jafnvel getað valið sér þannig námsgreinar að þeir hafa getað verið brautryðjendur samhliða námi.
Hugsaðu vel þinn gang er þú velur þér ævistarf og ræddu málið við Guð í bæn. Það veitir þér ekki bara hamingju heldur gerir þér líka kleift að ‚safna fjársjóðum á himni.‘ — Matteus 6:20.
[Neðanmáls]
^ gr. 15 Margir safna miklum námsskuldum sem þeir þurfa að burðast með um langt árabil, ef til vill ævilangt.
^ gr. 26 Óvíst er að foreldrar þínir krefjist fjögurra ára háskólanáms af þér. Hugsanlega býðst þér styttra nám sem þeir gera sig ánægða með.
Spurningar til umræðu
◻ Hvers vegna er veraldlegur frami sjaldan lykillinn að hamingjunni?
◻ Hvers vegna ættu allir guðhræddir unglingar að íhuga þjónustu við fagnaðarerindið sem fullt ævistarf?
◻ Hvað er oft fullyrt að æðri menntun geti veitt fólki? Er það í öllum tilvikum rétt?
◻ Hvaða hættur geta fylgt háskólanámi?
◻ Hvaða aðra möguleika en háskólanám geta unglingar skoðað?
[Rammi á blaðsíðu 175]
Atvinna getur haft í för með sér ríkidæmi og viðurkenningu en hún getur ekki fullnægt andlegum þörfum okkur.
[Rammi á blaðsíðu 177]
„Háskólamenntun er ekki lengur trygging fyrir velgengni á vinnumarkaðinum.“