Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þúsundáraríki Guðs

Þúsundáraríki Guðs

Söngur 60

Þúsundáraríki Guðs

(Opinberunarbók 20:4-6)

1. Guðs markmið er að eilíft stofna ríki

sem ástkær sonur hans mun stjórna’ um þúsund ár.

Tólf þúsund tólf með Kristi drottna krýndir

sem konungar og prestar Guðs, því heita spár.

2. Þeir hafa samúð, syndugt þekkja eðli,

með sanni vilja hreinsa menn af erfðasynd.

Öll jörðin líka unaðsleg mun verða

og endurreist mun tilbeiðsla í réttri mynd.

3. Í þúsund ár mun allt vald Jesú falið,

með augum trúar sjáum við þá fögru sýn.

Upp rísa dauðir, dýrlegt orð Guðs læra.

Á dómsstund hans og réttlæti er þörfin brýn.

4. Nú skulum ætíð allt kapp á það leggja

að okkar vöku höldum við á lokatíð.

Dagrenning þessa dýrðarríkis nálgast,

að Drottins leita hvetjum við nú allan lýð.