Börn eru dýrmæt gjöf Guðs
Söngur 164
Börn eru dýrmæt gjöf Guðs
1. Börnin gjafir eru Guði frá,
siði góða því skal kenna þeim.
Eins og örvar styrkri stefnu ná,
þeim sé stýrt að þau varist öll mein.
Gjöf þá Guði frá,
gleyma’ ei aga má.
En með umhyggju og ástúð við
biðjum ávallt til Guðs um hans lið.
2. Hæfni okkar þurfum alla við
til að æskunnar skiljum við mál.
Ef í bernsku kennslu byrjum sið,
sannleik beinum við að ungri sál.
Bjarga barni má,
byrjum snemma þá.
Drottin lofum, treystum leiðsögn hans,
einlæg leitum í orð skaparans.
3. Oft með ungu fólki eigum stund,
nýtur æskan þess að tjá sig frjáls.
Hug sinn túlkar þá með tryggri lund,
öll þá tökum sem vinir til máls.
Róleg ræktum frið,
ræðum börnin við.
Höfum vanda okkar sjálfra séð,
kennum sífellt þeim fordæmi með.
4. Sérhvert barn, sem gjöf frá Guði er,
heyrir geðfellt samt Jehóva til.
Góðan ávöxt síðan sérhvert ber
er á sannleika þekkir góð skil.
Það er okkar þrá,
þau Guð hlýði á.
Treyst á Guð sem arðinn auðga kann,
lofum ávallt með börnunum hann.