Eignumst gott mannorð hjá Guði
Söngur 37
Eignumst gott mannorð hjá Guði
1. Guðs elsku eiga,
það okkar þráir sál,
að hlýða honum
er hugans fyllsta mál.
Við getum Guði hjá
mjög gott átt mannorð þá.
Veg kærleiks kjósa
það kristnir þrá.
2. Með orði’ og athöfn,
við okkur sköpum nafn.
Af krafti kennum
og hvetjum bræðrasafn.
Svo vinnur vottur hver,
það velgjörð Drottins er
og synd ei sinnum,
við saklaus hér.
3. Guð alheims elskum,
hann okkur veitir náð.
Hans leiða leitum,
hans ljúfu virðum ráð.
Ef Guðs orð verjum við
og veitum okkar lið,
hans vinir verðum,
það veitir frið.
4. Í vondri veröld,
þá veljum Drottins slóð.
Guð okkur öllum
mun ætla nöfnin góð.
Með giftu göngum rétt
þá götu ljóssins létt,
og gæfum gefum
með góðri frétt.