Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Hér er vegurinn!“

„Hér er vegurinn!“

Söngur 42

„Hér er vegurinn!“

(Jesaja 30:20, 21)

1. Nú sterk hljómar Guðs rödd: „Ó, gakk rétta slóð,“

já, gangið fram veginn sem meistarinn tróð.

Hann á sér þá boðleið sem ber öðrum af

og boðskap sinn gegnum þar heilagur gaf.

Þann veginn góða göngum vér,

við gæðum þeim ei hika ber.

Með eyrum heyrum skært, það kall er kristaltært,

þann kynnum boðskap öllum hér.

Með andans hjálp göngum svo götuna beint,

þá góðu slóð staðföst öll snemma og seint.

2. Að baki nú greinum þann sannleikans són,

því sá Guð er hreinn er nú gefur þann tón.

Því leggjum við hlustir og höfum svo þor

í hollustu forðumst hvert óheillaspor.

Þá ljóssins götu göngum hér,

sú glepur ei sem björtust er.

Stjórn Krists mun ríkja rétt, vér ráð þau höfum frétt

að reistan konung hafi sett.

Til hliðar síst vér megum víkja frá nú,

í viðleitni fáum þá sterkari trú.

3. Og ljúf er sú skylda að skýra Guðs veg,

þá skapast á Drottin trú svo yndisleg.

Líkt dúfum í sín búr er svo var um spáð,

menn safnast hér núna og læra Guðs ráð.

Guðs þröngi vegur veitir frið

og vörumst Satans víða hlið.

Vér göngum laus við þraut á þeirri björtu braut

og bráðum laun oss falla’ í skaut.

Nú lyftum upp höfðum og hröðum vor spor

og horfum á ríkið, það eflir vort þor.