Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Hjá lítillátum er viska“

„Hjá lítillátum er viska“

Söngur 73

„Hjá lítillátum er viska“

(Orðskviðirnir 11:2)

1. Ef þú með Guði ganga vilt

þú gætir lítillætis þá

og mundu eftir mætti hans,

þú manst við erum agnarsmá.

2. Til starfsins ónýt erum við,

já, ófullkomin, hvert og eitt.

Ef anda höfum hógværðar

það hag og farsæld getur veitt.

3. Að breyta eins og barnið ungt,

það benti Jesús Kristur á.

En hrokafullur hreykir sér

og hafnar leiðsögn lífsins þá.

4. Með ugg og ótta tignum Guð

svo elsku okkar sanna má.

Með honum göngum lítillát,

það lýsir visku ofan frá.