Hlýðið á boðskapinn um ríkið
Söngur 139
Hlýðið á boðskapinn um ríkið
1. Á helgan boðskap ríkisins hlusta nú má
og hylla stjórn þá sem jörð ríkir á.
Nú andstæðingur ykkar mun fangavist fá,
þeir flýi gamla kerfið sem eilíft líf þrá.
(Viðlag)
2. Guðs þjónar fólki bera hans boðskap um sátt,
hann bætir þess mátt svo gleðjist það dátt.
Hinn krýndi Kristur sýna mun sinn helga mátt
er sorgir, tár og þrautir hann fjarlægir brátt.
(Viðlag)
3. Þeir sælu öðlast mikla er sannleik hlýða’ á
og segja svo frá: „Guð hlýðni vill fá.“
Og Drottinn verndar trúa, sitt traust mun þeim ljá
sem tryggir leita ríkis og réttlæti þrá.
(VIÐLAG)
Láti illvirkinn illsku lönd og leið,
einnig öll vélráð, þið óguðlegu menn.
Fylkist til Guðs sem fyrirgefur
ríkulega fólki sem er í neyð.