Hlýðum boðskap Júdasar
Söngur 22
Hlýðum boðskap Júdasar
(Júdasarbréf 21)
1. Júdas hvatning hefur skráð,
eflir hún dug og dáð,
rituð fyrir okkur öll,
blessun einstök og snjöll.
Ráðin vara vel og lengi,
tendra von sem gefur styrk,
höldum stefnu stöðuglega virk.
2. Boð þau veita skjól svo skýr,
Drottinn skyn þjónum býr.
Satans vélráð vörumst kræf,
andleg vopn notum hæf.
Vill að hunsum lögin helgu,
slægð og hroki er hans mál,
bruggar mönnum böl og lygatál.
3. Leggja níðingar sín net,
mönnum ná við hvert fet.
Guðs við kjósum kærleiksskaut,
fylgjum kostgæf hans braut.
Júdas ráðin góðu gefur:
„Fráhvarf gerðu’ ei, vöku halt,
villutrú nú vísa frá þér skalt.“
4. Engan bilbug berum við,
hugað berst Drottins lið.
Friður, miskunn, mildi góð,
okkar mun stika slóð.
Drottinn Guð sem lífið léði,
fyrir lávarð okkar Krist,
lofum hástöfum af hjartans lyst.