Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Metum mikils lög Guðs

Metum mikils lög Guðs

Söngur 59

Metum mikils lög Guðs

(Sálmur 119)

1. Sælir þeir sem lögum Drottins lúta,

leita þeir hans af hjartans þrá.

Ákvæðum hans fúslega þeir fylgja,

frá lögum hans ei víkja þá.

Björgun Drottins í hans boðum sjá,

blessun hans því segja öðrum frá.

Yndi þeir hafa ávallt af Guðs lögum,

einan þeir Guð sinn vona á.

2. Miskunn Guðs er harla góð og háleit,

himnunum sjálfum ofar ber.

Dómar Drottins eru vörn og andsvar

er okkur vondir rægja hér.

Þeir sem elska Drottin eiga frið,

á hans blessunum er ekki bið.

Ánægjan yfir orði Guðs mun vaxa

áfram ef stunda réttlætið.

3. Jehóva, heyr einlæg áköll okkar,

orðið þitt styrkir hreina trú.

Heyrðu beiðni, bæn til þín um miskunn,

blíður í mætti hjálpa þú.

Jehóva nú virðum umfram allt,

ætíð vilja hans þú gera skalt.

Trúfastur Drottinn verndar sína votta,

veitir þeim nýjan styrk ávallt.