Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

15. Sönn tilbeiðsla

15. Sönn tilbeiðsla

1 HVERNIG ER HÆGT AÐ ÞEKKJA SANNA TILBEIÐSLU?

„Þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.“ – Matteus 7:14.

Hvernig vitum við að Guð samþykkir ekki hvaða tilbeiðslu sem er?

  • Matteus 7:21-23

    Guð samþykkir ekki öll trúarbrögð. Þau gera ekki öll vilja Guðs.

  • Matteus 7:13, 14

    Sönn tilbeiðsla leiðir til eilífs lífs. Fölsk tilbeiðsla leiðir til eilífrar eyðingar.

  • Matteus 7:16, 17

    Þú getur þekkt sanna tilbeiðslu af verkunum. Þú þarft ekki að kynna þér öll trúarbrögð. Það er nóg að kynna sér það sem Biblían segir.

2 SÖNN TILBEIÐSLA

3 LIFÐU Í SAMRÆMI VIÐ TRÚ ÞÍNA

Hvað þarftu að gera ef þú vilt að tilbeiðsla þín sé Guði velþóknanleg?

  • Jakobsbréfið 2:19

    Það er ekki nóg að trúa bara á Guð. Þú þarft að gera það sem hann segir í Biblíunni.

  • Jesaja 52:11; Opinberunarbókin 17:5

    Fölsk trúarbrögð, það er „Babýlon hin mikla“, kenna fólki að tilbiðja Guð á þann hátt sem hann hefur ekki velþóknun á. Falskenningar eru til dæmis kenningar um þrenningu, ódauðleika sálarinnar og helvíti.

  • Opinberunarbókin 18:4, 8

    Jehóva eyðir bráðum öllum fölskum trúarbrögðum. Þú verður að hafna öllu sem tengist falskri tilbeiðslu.

  • Markús 10:28-30

    Þú gætir mætt andstöðu en Jehóva yfirgefur þig ekki.