Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Til vinstri: Systir, sem er farandbóksali, boðar fagnaðarerindið í Kóreu árið 1931. Til hægri: Fagnaðarerindið boðað á táknmáli í Kóreu nú á tímum.

2. HLUTI

Ríki Guðs boðað – fagnaðarerindið boðað um allan heim

Ríki Guðs boðað – fagnaðarerindið boðað um allan heim

ÞÚ ÁTT frí úr vinnu og býrð þig undir að fara út að boða fagnaðarerindið snemma dags. Þér finnst þú vera hálflúinn og hikar um stund. Það væri nú ekki amalegt að eiga rólegan morgun heima. En þú ferð með bæn til Jehóva og ákveður að fara út. Þú starfar með roskinni systur. Þrautseigja hennar og hlýja er hvetjandi fyrir þig. Meðan þið berið boðskap sannleikans hús úr húsi verður þér hugsað til þess að trúsystkini þín út um allan heim flytja fólki sama boðskapinn, nota sömu ritin og njóta öll góðs af sömu fræðslunni. Þú ert miklu hressari þegar þú kemur heim en þegar þú lagðir af stað. Mikið var gott að þú skyldir drífa þig út.

Boðunin er helsta verkefni Guðsríkis núna. Jesús sagði fyrir að hún yrði gríðarlega umfangsmikil á síðustu dögum. (Matt. 24:14) Hvernig hefur spádómur hans ræst? Í þessum hluta bókarinnar kynnum við okkur fólkið, aðferðirnar og verkfærin sem hafa skipt miklu máli við boðunina og vakið milljónir manna um allan heim til vitundar um að ríki Guðs sé raunverulegt.

Í ÞESSUM HLUTA

6. KAFLI

Fólk sem boðar fagnaðarerindið – boðberar bjóða sig fúslega fram

Hvers vegna treysti Jesús að hann myndi eiga sér heilan her stuðningsmanna á síðustu dögum? Hvernig geturðu sýnt að þú leitir fyrst ríkis Guðs?

7. KAFLI

Boðunaraðferðir – allar leiðir notaðar til að ná til fólks

Lestu um þær aðferðir sem þjónar Guðs hafa notað til að koma fagnaðarerindinu til fólks áður en endirinn rennur upp.

8. KAFLI

Hjálpargögn við boðunina – rit gefin út til að nota um allan heim

Hvernig er þýðingarstarfsemi okkar sönnun þess að Jesús styðji okkur? Hvaða staðreyndir varðandi ritin okkar sanna fyrir þér að ríki Guðs sé raunverulegt?

9. KAFLI

Árangur boðunarinnar – akrarnir eru „fullþroskaðir til uppskeru“

Jesús kenndi lærisveinum sínum tvennt varðandi hina miklu táknæru uppskeru. Hvaða áhrif hefur það á okkur sem nú lifum?