Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þráirðu að sjá loforð Guðs rætast?

7. HLUTI

Loforð sem ríki Guðs uppfyllir – að gera alla hluti nýja

Loforð sem ríki Guðs uppfyllir – að gera alla hluti nýja

ÞÚ TÍNIR þroskað epli af trjágreininni. Þú finnur ilminn af því áður en þú leggur það í körfuna með hinum eplunum. Þú ert búin að vinna í nokkra klukkutíma en þér líður prýðilega og ert tilbúin til að halda áfram dálítið lengur. Mamma þín er að tína af öðru tré rétt hjá. Hún spjallar glaðlega við vini og ættingja sem eru að hjálpa henni við uppskerustörfin. Hún er svo ungleg – alveg eins og þú manst eftir henni þegar þú varst barn endur fyrir löngu. Það er erfitt að ímynda sér að þú skulir hafa séð hana verða ellinni að bráð í gamla heiminum sem er nú löngu horfinn. Þú horfðir upp á það hvernig sjúkdómur dró hana til dauða, þú hélst í hönd hennar þegar hún dró andann í síðasta sinn og þú grést við gröf hennar. En þarna er hún heil og hraust í góðra vina hópi.

Við vitum að sú stund kemur að lífið verði svona. Við vitum það vegna þess að loforð Guðs rætast alltaf. Í þessum hluta bókarinnar könnum við hvernig ríki Guðs uppyllir ýmis fyrirheit í náinni framtíð sem er undanfari þess að stríðið við Harmagedón skelli á. Við rifjum líka upp nokkur af hinum hrífandi fyrirheitum sem ríki Guðs uppfyllir í framhaldi af því. Það verður unaðslegt að lifa þann tíma þegar ríki Guðs stjórnar allri jörðinni og gerir alla hluti nýja.

Í ÞESSUM HLUTA

21. KAFLI

Ríki Guðs ryður óvinum sínum úr vegi

Þú getur búið þig núna undir stríðið við Harmagedón.

22. KAFLI

Ríki Guðs lætur vilja hans verða á jörð

Hvernig geturðu verið viss um að loforð Jehóva rætist?