Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

17. HLUTI

Hvað gera farandhirðar fyrir okkur?

Hvað gera farandhirðar fyrir okkur?

Malaví

Starfshópur

Boðunarstarf

Fundur með öldungum

Í kristnu grísku ritningunum er minnst margoft á Pál postula og Barnabas. Þeir voru farandumsjónarmenn sem heimsóttu söfnuðina á fyrstu öld. Af hverju gerðu þeir það? Þeim var ákaflega annt um velferð bræðra sinna og systra. Páll sagðist vilja ,fara aftur og vitja trúsystkinanna‘ til að kanna hvernig þeim gengi. Hann var fús til að ferðast hundruð kílómetra til að styrkja söfnuðina. (Postulasagan 15:36) Farandumsjónamenn nútímans eru sama sinnis.

Þeir veita okkur hvatningu. Hver farandhirðir heimsækir um það bil 20 söfnuði tvisvar á ári og dvelur í viku á hverjum stað. Við getum notið góðs af víðtækri reynslu þessara bræðra og eiginkvenna þeirra ef þeir eru giftir. Þeir leggja sig fram um að kynnast bæði ungum og öldnum og hafa mikinn áhuga á að fara með okkur í boðunarstarfið og til biblíunemenda. Þeir fara í hirðisheimsóknir með öldungunum og flytja hvetjandi ræður á samkomum og mótum til að styrkja okkur í trúnni. – Postulasagan 15:35.

Þeim er annt um velferð allra. Farandhirðar láta sér annt um andlega velferð safnaðanna. Þeir funda með öldungum og safnaðarþjónum til að ræða hvað hefur áunnist á liðnum mánuðum og leiðbeina þeim um það hvernig þeir geti rækt skyldur sínar. Þeir hjálpa brautryðjendum að vera farsælir í starfi. Þeir hafa ánægju af að kynnast þeim sem hafa nýlega bæst í hópinn og heyra hvernig þeim miðar áfram. Þessir ,starfsbræður‘ okkar gefa fúslega af sjálfum sér og bera hag okkar fyrir brjósti. (2. Korintubréf 8:23) Við ættum að líkja eftir trú þeirra og guðrækni. – Hebreabréfið 13:7.

  • Til hvers heimsækja farandhirðar söfnuðina?

  • Hvernig geturðu notið góðs af heimsóknum þeirra?