4. HLUTI
Af hverju gefum við út Nýheimsþýðinguna?
Vottar Jehóva notuðu, prentuðu og dreifðu ýmsum þýðingum Biblíunnar um áratugaskeið. En smám saman varð okkur ljóst að þörf væri á nýrri þýðingu sem auðveldaði fólki að komast til „þekkingar á sannleikanum“ eins og Guð vill að allir menn geri. (1. Tímóteusarbréf 2:3, 4) Árið 1950 tókum við því að gefa út okkar eigin þýðingu Biblíunnar sem er kölluð Nýheimsþýðingin. Málfarið er nútímalegt og hún hefur nú verið þýdd af nákvæmni á meira en 130 tungumál. *
Þörf var á biblíu á auðskildu máli. Tungumál breytast með tímanum og í mörgum þýðingum Biblíunnar er notað sjaldgæft og forneskjulegt mál sem er erfitt að skilja. Auk þess hafa fundist eldri handrit sem eru nákvæmari og nær frumtextanum. Þau hafa aukið þekkingu manna á hebresku, arameísku og grísku, tungumálunum sem Biblían var skrifuð á.
Þörf var á þýðingu sem var trú orði Guðs. Biblíuþýðendur ættu ekki að leyfa sér að fara frjálslega með innblásinn boðskap Guðs heldur vera trúir frumtextanum. Fáar biblíuþýðingar nota hins vegar nafn Guðs, Jehóva.
Þörf var á biblíu sem hélt nafni höfundarins á lofti. (2. Samúelsbók 23:2) Nafnið Jehóva stendur um 7.000 sinnum í elstu handritum Biblíunnar, samanber myndina hér að neðan. (2. Mósebók 6:3, neðanmáls) Þess vegna er það látið halda sér í Nýheimsþýðingunni. Margra ára rannsóknir liggja að baki þessari þýðingu. Hún er ánægjuleg aflestrar enda kemur hún viðhorfum Guðs skýrt til skila. Hvort sem Nýheimsþýðingin er til á móðurmáli þínu eða ekki er það góð venja að lesa daglega í orði Jehóva. – Jósúabók 1:8; Sálmur 1:2, 3.
-
Hvers vegna töldum við ástæðu til að gefa út nýja biblíuþýðingu?
-
Hvað er gott að gera á hverjum degi ef við viljum kynnast vilja Guðs?
^ gr. 3 Nýheimsþýðingin er ekki fáanleg á íslensku en þú getur hugsanlega lesið hana á öðrum tungumálum.