Fyrra bréfið til Þessaloníkumanna 3:1–13
3 Þegar við* vorum orðnir óþreyjufullir að bíða töldum við best að vera einir eftir í Aþenu+
2 og sendum til ykkar Tímóteus,+ bróður okkar og þjón* Guðs við boðun fagnaðarboðskaparins um Krist. Hann átti að styrkja ykkur* í trúnni og hughreysta
3 svo að enginn léti haggast í þessum raunum. Þið vitið sjálf að við getum ekki umflúið þær.*+
4 Þegar við vorum hjá ykkur sögðum við ykkur fyrir að við myndum verða fyrir erfiðleikum og þannig hefur líka farið eins og þið vitið.+
5 Þegar ég þoldi ekki óvissuna lengur sendi ég Tímóteus til að heyra hvort þið væruð enn trúföst+ því að ég var hræddur um að freistarinn+ kynni að hafa freistað ykkar og erfiði okkar væri orðið til einskis.
6 En nú er Tímóteus nýkominn frá ykkur+ með gleðilegar fréttir af trúfesti ykkar og kærleika. Hann segir að þið minnist okkar ávallt með hlýju og að þið þráið að sjá okkur eins og við þráum að sjá ykkur.
7 Þess vegna, bræður og systur, hafið þið með trúfesti ykkar verið okkur til hughreystingar í öllum þjáningum* okkar og raunum.+
8 Við fáum nýjan kraft* þegar þið fylgið Drottni staðfastlega.
9 Hvernig getum við sýnt Guði hve þakklátir við erum fyrir ykkur og þá miklu gleði sem við njótum ykkar vegna frammi fyrir honum?
10 Dag og nótt biðjum við eins innilega og við getum um að fá að hitta ykkur augliti til auglitis og bæta úr því sem vantar upp á trú ykkar.+
11 Megi Guð okkar og faðir og Drottinn okkar Jesús gera okkur kleift að koma til ykkar.
12 Og megi Drottinn láta kærleika ykkar hvers til annars og til allra manna vaxa,+ já, fylla hjörtu ykkar, rétt eins og við elskum ykkur.
13 Þá getur hann styrkt hjörtu ykkar svo að þau verði óaðfinnanleg og heilög frammi fyrir Guði okkar+ og föður við nærveru Drottins Jesú+ og allra hans heilögu.
Neðanmáls
^ Eða „ég“. Hugsanlegt er að Páll tali um sjálfan sig í fleirtölu.
^ Eða hugsanl. „samverkamann“.
^ Eða „gera ykkur staðföst“.
^ Eða „okkur var ætlað þetta“.
^ Orðrétt „allri neyð“.
^ Orðrétt „Við lifum“.