Fyrri Konungabók 19:1–21

  • Elía flýr undan reiði Jesebelar (1–8)

  • Jehóva birtist Elía á Hóreb (9–14)

  • Elía sagt að smyrja Hasael, Jehú og Elísa (15–18)

  • Elísa verður eftirmaður Elía (19–21)

19  Akab+ sagði Jesebel+ frá öllu sem Elía hafði gert og að hann hefði drepið alla spámennina með sverði.+  Þá sendi Jesebel mann til Elía með þessi skilaboð: „Guðirnir refsi mér harðlega ef ég hef ekki um þetta leyti á morgun farið með þig eins og þú fórst með spámennina.“  Elía varð hræddur og flúði til að bjarga lífi sínu.+ Hann kom til Beerseba+ sem tilheyrir Júda+ og skildi þjón sinn eftir þar.  Hann fór síðan sjálfur eina dagleið út í óbyggðirnar, settist þar undir runna og óskaði þess að hann mætti deyja. Hann sagði: „Ég get ekki meir! Taktu nú líf mitt,+ Jehóva, því að ég er engu betri en forfeður mínir.“  Síðan lagðist hann og sofnaði undir runnanum. En skyndilega kom engill og snerti hann.+ „Stattu upp og borðaðu,“ sagði hann.+  Elía litaðist um og sá þá brauð á glóðarsteinum og vatnskrús við höfðalagið. Hann át og drakk og lagðist síðan aftur niður.  Nú kom engill Jehóva í annað skipti, snerti hann og sagði: „Stattu upp og borðaðu því að þú átt langa ferð fyrir höndum.“  Hann stóð þá upp og át og drakk. Máltíðin gaf honum svo mikinn kraft að hann gat gengið í 40 daga og 40 nætur þar til hann kom að Hóreb, fjalli hins sanna Guðs.+  Hann fór inn í helli+ og var þar um nóttina. Allt í einu spurði Jehóva hann: „Hvað ertu að gera hér, Elía?“ 10  Hann svaraði: „Ég hef þjónað Jehóva, Guði hersveitanna, af brennandi ákafa+ því að Ísraelsmenn hafa snúið baki við sáttmála þínum,+ rifið niður ölturu þín og drepið spámenn þína með sverði.+ Ég er einn eftir og nú sitja þeir um líf mitt.“+ 11  En Guð svaraði: „Farðu út og taktu þér stöðu á fjallinu frammi fyrir Jehóva.“ Síðan gekk Jehóva fram hjá+ og mikill og öflugur stormur klauf fjöll og molaði kletta frammi fyrir Jehóva.+ En Jehóva var ekki í storminum. Þegar storminn lægði varð jarðskjálfti+ en Jehóva var ekki í jarðskjálftanum. 12  Eftir jarðskjálftann kom eldur+ en Jehóva var ekki í eldinum. Eftir eldinn heyrðist blíð, lágvær rödd.+ 13  Þegar Elía heyrði röddina huldi hann andlitið með yfirhöfn sinni.*+ Hann fór út og tók sér stöðu við hellismunnann. Síðan heyrði hann rödd sem spurði: „Hvað ertu að gera hér, Elía?“ 14  Hann svaraði: „Ég hef þjónað Jehóva, Guði hersveitanna, af brennandi ákafa því að Ísraelsmenn hafa snúið baki við sáttmála þínum,+ rifið niður ölturu þín og drepið spámenn þína með sverði. Ég er einn eftir og nú sitja þeir um líf mitt.“+ 15  Jehóva sagði við hann: „Snúðu við og farðu til óbyggða Damaskus. Þegar þú kemur þangað skaltu smyrja Hasael+ til konungs yfir Sýrlandi. 16  Þú átt líka að smyrja Jehú+ sonarson Nimsí til konungs yfir Ísrael og Elísa* Safatsson frá Abel Mehóla skaltu smyrja til spámanns í þinn stað.+ 17  Hvern þann sem kemst undan sverði Hasaels+ mun Jehú drepa+ og hvern þann sem kemst undan sverði Jehú mun Elísa drepa.+ 18  Ég á enn þá 7.000 í Ísrael+ sem hafa hvorki kropið fyrir Baal+ né kysst hann.“+ 19  Þá fór Elía þaðan og kom að Elísa Safatssyni þar sem hann var að plægja. Tólf tvíeyki nauta fóru á undan honum en sjálfur var hann með því tólfta. Elía gekk til hans og kastaði yfirhöfn sinni*+ yfir hann. 20  Þá yfirgaf hann nautin, hljóp á eftir Elía og sagði: „Leyfðu mér að kveðja föður minn og móður með kossi. Síðan skal ég fylgja þér.“ Hann svaraði: „Farðu heim. Ég ætla ekki að stöðva þig.“ 21  Hann sneri þá við og tók tvíeyki nauta og slátraði* þeim. Hann notaði plóginn og aktygin sem eldivið til að sjóða kjötið og gaf fólkinu að borða. Síðan bjóst hann til ferðar, fylgdi Elía og varð þjónn hans.+

Neðanmáls

Eða „spámannsklæðum sínum“.
Sem þýðir ‚Guð er hjálpræði‘.
Eða „spámannsklæðum sínum“.
Orðrétt „fórnaði“.