Síðari Konungabók 15:1–38

15  Á 27. stjórnarári Jeróbóams* Ísraelskonungs tók Asaría,*+ sonur Amasía+ Júdakonungs, við völdum.+  Hann var 16 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 52 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jekolja og var frá Jerúsalem.  Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva, alveg eins og Amasía faðir hans.+  En fórnarhæðirnar fengu að standa+ og fólkið hélt áfram að færa fórnir og láta fórnarreyk stíga upp á hæðunum.+  Jehóva sló konunginn sjúkdómi og hann var holdsveikur+ til dauðadags. Hann bjó í húsi út af fyrir sig+ og Jótam+ sonur konungs sá um höllina og dæmdi í málum fólksins í landinu.+  Það sem er ósagt af sögu Asaría+ og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga.  Asaría var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum+ og jarðaður hjá þeim í Davíðsborg. Jótam sonur hans varð konungur eftir hann.  Á 38. stjórnarári Asaría+ Júdakonungs varð Sakaría+ Jeróbóamsson konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í sex mánuði í Samaríu.  Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva, alveg eins og forfeður hans. Hann sneri ekki baki við þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson fékk Ísrael til að drýgja.+ 10  Sallúm Jabesson gerði samsæri gegn honum, drap hann+ í Jibleam+ og varð konungur í hans stað. 11  Það sem er ósagt af sögu Sakaría er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 12  Þar með rættist það sem Jehóva hafði sagt við Jehú: „Synir þínir munu sitja í hásæti Ísraels í fjóra ættliði.“+ Sú varð raunin. 13  Sallúm Jabesson varð konungur á 39. stjórnarári Ússía+ Júdakonungs og ríkti í einn mánuð í Samaríu. 14  Þá kom Menahem Gadíson upp til Samaríu frá Tirsa,+ drap Sallúm+ Jabesson og varð konungur í hans stað. 15  Það sem er ósagt af sögu Sallúms og samsærinu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 16  Á þeim tíma hélt Menahem frá Tirsa og eyddi Tífsa. Hann drap alla í borginni og á svæðinu í kring því að íbúar hennar opnuðu ekki hliðin fyrir honum. Hann lagði borgina í rúst og risti allar þungaðar konur á kvið. 17  Á 39. stjórnarári Asaría Júdakonungs varð Menahem Gadíson konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í tíu ár í Samaríu. 18  Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva. Svo lengi sem hann lifði sneri hann ekki baki við neinum af þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson fékk Ísrael til að drýgja.+ 19  Púl+ Assýríukonungur réðst inn í landið og Menahem gaf honum 1.000 talentur* af silfri til að Púl hjálpaði honum að tryggja völd sín sem konungur.+ 20  Menahem útvegaði silfrið með því að krefja alla áhrifamikla auðmenn í Ísrael um 50 silfursikla* hvern.+ Þegar Assýríukonungur hafði fengið silfrið yfirgaf hann landið og sneri aftur heim. 21  Það sem er ósagt af sögu Menahems+ og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 22  Menahem var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum. Pekaja sonur hans varð konungur eftir hann. 23  Á 50. stjórnarári Asaría Júdakonungs varð Pekaja Menahemsson konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í tvö ár í Samaríu. 24  Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva og sneri ekki baki við þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson fékk Ísrael til að drýgja.+ 25  Peka+ Remaljason liðsforingi hans gerði samsæri gegn honum og drap hann í turni konungshallarinnar í Samaríu ásamt Argób og Arje. Með honum voru 50 menn frá Gíleað. Eftir að hann hafði drepið Pekaja varð hann konungur í hans stað. 26  Það sem er ósagt af sögu Pekaja og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 27  Á 52. stjórnarári Asaría Júdakonungs varð Peka+ Remaljason konungur yfir Ísrael. Hann ríkti í 20 ár í Samaríu. 28  Hann gerði það sem var illt í augum Jehóva og sneri ekki baki við þeim syndum sem Jeróbóam Nebatsson fékk Ísrael til að drýgja.+ 29  Á dögum Peka Ísraelskonungs kom Tíglat Píleser+ Assýríukonungur og tók Íjón, Abel Bet Maaka,+ Janóka, Kedes,+ Hasór, Gíleað+ og Galíleu, allt Naftalíland,+ og flutti íbúana í útlegð til Assýríu.+ 30  Hósea+ Elason gerði þá samsæri gegn Peka Remaljasyni og drap hann. Hann varð konungur í hans stað á 20. stjórnarári* Jótams+ Ússíasonar. 31  Það sem er ósagt af sögu Peka og öllu sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Ísraelskonunga. 32  Á öðru stjórnarári Peka Remaljasonar Ísraelskonungs tók Jótam,+ sonur Ússía+ Júdakonungs, við völdum. 33  Hann var 25 ára þegar hann varð konungur og hann ríkti í 16 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Jerúsa Sadóksdóttir.+ 34  Hann gerði það sem var rétt í augum Jehóva, alveg eins og Ússía faðir hans.+ 35  En fórnarhæðirnar fengu að standa og fólkið hélt áfram að færa fórnir og láta fórnarreyk stíga upp á hæðunum.+ Það var Jótam sem reisti efra hliðið á húsi Jehóva.+ 36  Það sem er ósagt af sögu Jótams og því sem hann gerði er skráð í bókinni um sögu Júdakonunga. 37  Um þetta leyti sendi Jehóva Resín Sýrlandskonung og Peka+ Remaljason til að ráðast á Júda.+ 38  Jótam var lagður til hvíldar hjá forfeðrum sínum og jarðaður hjá þeim í borg Davíðs forföður síns. Akas sonur hans varð konungur eftir hann.

Neðanmáls

Sem þýðir ‚Jehóva hefur hjálpað‘. Hann er nefndur Ússía í 2Kon 15:13; 2Kr 26:1–23; Jes 6:1 og Sak 14:5.
Það er, Jeróbóams annars.
Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.
Sikill jafngilti 11,4 g. Sjá viðauka B14.
Hér virðist átt við 20. árið eftir að Jótam varð konungur, það er, fjórða stjórnarár Akasar.