Síðari Kroníkubók 8:1–18

  • Aðrar framkvæmdir Salómons (1–11)

  • Tilbeiðslan í musterinu skipulögð (12–16)

  • Skipafloti Salómons (17, 18)

8  Það tók Salómon 20 ár að reisa hús Jehóva og höll sína.+  Síðan endurreisti Salómon borgirnar sem Híram+ hafði gefið honum og lét Ísraelsmenn setjast þar að.  Salómon fór auk þess til Hamat Sóba og vann hana.  Hann víggirti* Tadmor í óbyggðunum og allar birgðaborgirnar+ sem hann hafði reist í Hamat.+  Hann víggirti einnig Efri-Bet Hóron+ og Neðri-Bet Hóron+ með múrum, hliðum og slagbröndum.  Salómon víggirti einnig Baalat,+ allar birgðaborgirnar sem hann átti, allar borgirnar fyrir stríðsvagnana+ og borgirnar fyrir riddarana og allt sem hann hafði hug á að byggja í Jerúsalem, Líbanon og öllu ríki sínu.  Í landinu voru enn einhverjir eftir af Hetítum, Amorítum, Peresítum, Hevítum og Jebúsítum,+ þjóðflokkum sem voru ekki af Ísraelsþjóðinni.+  Salómon lagði kvaðavinnu á afkomendur þeirra, þá sem Ísraelsmenn höfðu ekki útrýmt,+ og þeir vinna hana enn þann dag í dag.+  En Salómon gerði enga Ísraelsmenn að þrælum til að vinna fyrir sig.+ Þeir voru hermenn hans, yfirmenn liðsforingjanna og foringjar yfir vagnköppum hans og riddurum.+ 10  Æðstu héraðsstjórar Salómons konungs voru 250 talsins. Þeir voru verkstjórar yfir mönnunum.+ 11  Salómon lét dóttur faraós+ flytja frá Davíðsborg í húsið sem hann hafði reist handa henni.+ Hann sagði: „Hún á ekki að búa í húsi Davíðs Ísraelskonungs þótt hún sé eiginkona mín því að staðirnir þar sem örk Jehóva hefur verið eru heilagir.“+ 12  Nú færði Salómon Jehóva brennifórnir+ á altari+ Jehóva sem hann hafði reist fyrir framan forsalinn.+ 13  Hann fylgdi fyrirmælum Móse fyrir hvern dag og færði fórnir á hvíldardögum,+ við nýtt tungl+ og á árlegu hátíðunum þrem+ – hátíð ósýrðu brauðanna,+ viknahátíðinni+ og laufskálahátíðinni.+ 14  Hann skipaði prestaflokkana+ til þjónustu í samræmi við leiðbeiningar Davíðs föður síns og fól Levítunum verkefni sín, en þeir áttu að lofa Guð+ og gegna þjónustu frammi fyrir prestunum eins og ætlast var til hvern dag. Hann fól einnig hliðvörðunum að gæta hliðanna eftir flokkum þeirra.+ Þetta gerði hann samkvæmt fyrirmælum Davíðs, manns hins sanna Guðs. 15  Öllum fyrirmælum konungs um prestana og Levítana var fylgt, hvort sem þau tengdust birgðageymslunum eða einhverju öðru. 16  Allt verk Salómons var vel skipulagt,* frá því að grunnurinn að húsi Jehóva var lagður+ og þar til verkinu lauk. Þar með var hús Jehóva fullgert.+ 17  Um þetta leyti fór Salómon til Esjón Geber+ og Elót+ við sjávarsíðuna í Edómslandi.+ 18  Híram+ sendi honum skip og reynda sjófara með þjónum sínum. Þeir fóru með þjónum Salómons til Ófír+ og tóku þaðan 450 talentur* af gulli+ og færðu Salómon konungi.+

Neðanmáls

Eða „endurreisti“.
Eða „Öllu verki Salómons var lokið“.
Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.