Önnur Mósebók 26:1–37
26 Þú skalt gera tjaldbúðina+ úr tíu tjalddúkum úr fínu tvinnuðu líni, bláu garni, purpuralitri ull og skarlatsrauðu garni. Gerðu dúkana með útsaumuðum myndum af kerúbum.+
2 Hver tjalddúkur á að vera 28 álnir* á lengd og 4 álnir á breidd. Allir tjalddúkarnir eiga að vera jafn stórir.+
3 Fimm tjalddúkar skulu festir saman í eina heild og hinir fimm festir saman í eina heild.
4 Gerðu lykkjur úr bláu garni á jaðri annarrar einingarinnar og eins á jaðri hinnar einingarinnar þar sem á að tengja þær saman.
5 Gerðu 50 lykkjur á jaðri annarrar einingarinnar og 50 lykkjur á jaðri hinnar svo að lykkjurnar standist á þar sem á að tengja þær saman.
6 Gerðu 50 gullkróka og tengdu tjalddúkana saman með þeim þannig að tjaldbúðin verði ein samfelld heild.+
7 Gerðu líka dúka úr geitarhári+ til að leggja yfir tjaldbúðina. Dúkarnir eiga að vera 11.+
8 Hver tjalddúkur á að vera 30 álnir á lengd og 4 álnir á breidd. Allir 11 dúkarnir eiga að vera jafn stórir.
9 Festu saman fimm af tjalddúkunum og festu líka saman hina sex. Sjötta tjalddúkinn á að leggja tvöfaldan á framhlið tjaldsins.
10 Gerðu 50 lykkjur á jaðri annarrar einingarinnar, á ysta tjalddúknum, og 50 lykkjur á jaðri hinnar einingarinnar þar sem á að tengja þær saman.
11 Gerðu 50 króka úr kopar, kræktu þeim í lykkjurnar og tengdu tjaldið saman svo að það verði ein heild.
12 Sá hluti einingarinnar sem stendur út af, hálfur tjalddúkur, á að hanga niður af bakhlið tjaldbúðarinnar.
13 Sú alin sem nær niður fyrir hvorum megin á tjalddúkunum endilöngum á að hanga niður á báðar hliðar tjaldbúðarinnar og hylja þær.
14 Gerðu einnig yfirtjald úr rauðlituðum hrútskinnum og yfirtjald úr selskinnum til að leggja yfir það.+
15 Þú skalt gera veggramma+ fyrir tjaldbúðina úr akasíuviði og þeir eiga að standa upp á endann.+
16 Hver rammi á að vera tíu álnir á hæð og ein og hálf alin á breidd.
17 Á hverjum ramma eiga að vera tveir tappar* hlið við hlið. Þannig áttu að gera alla veggramma tjaldbúðarinnar.
18 Gerðu 20 veggramma fyrir suðurhlið tjaldbúðarinnar.
19 Gerðu 40 undirstöðuplötur+ úr silfri undir veggrammana 20: tvær plötur undir hvern ramma, hvora fyrir sinn tappann.+
20 Gerðu einnig 20 veggramma fyrir norðurhlið tjaldbúðarinnar
21 og 40 undirstöðuplötur fyrir þá úr silfri, tvær plötur undir hvern ramma.
22 Fyrir bakhlið tjaldbúðarinnar, sem snýr í vestur, skaltu gera sex veggramma.+
23 Gerðu tvo ramma sem eiga að standa á báðum hornum bakhliðarinnar.
24 Þeir eiga að vera tvöfaldir neðan frá og upp úr, að efsta hringnum. Báðir eiga að vera eins, og þeir eiga að standa á báðum hornunum.
25 Veggrammarnir eiga að vera átta með 16 undirstöðuplötum úr silfri, tveim plötum undir hverjum ramma.
26 Gerðu þverslár úr akasíuviði, fimm fyrir aðra hlið veggrammanna í tjaldbúðinni,+
27 fimm fyrir hina hlið rammanna í tjaldbúðinni og fimm þverslár fyrir rammana í bakhlið tjaldbúðarinnar sem snýr í vestur.
28 Miðsláin sem er á miðjum veggrömmunum á að ná endanna á milli.
29 Leggðu veggrammana gulli,+ gerðu hringi úr gulli sem halda þverslánum og leggðu slárnar gulli.
30 Þú skalt reisa tjaldbúðina í samræmi við leiðbeiningarnar sem þú hefur fengið á þessu fjalli.+
31 Gerðu fortjald+ úr bláu garni, purpuralitri ull, skarlatsrauðu garni og fínu tvinnuðu líni. Láttu sauma út kerúba á tjaldið.
32 Hengdu það á fjórar súlur úr akasíuviði sem eru lagðar gulli. Krókarnir eiga að vera úr gulli. Súlurnar eiga að standa á fjórum undirstöðuplötum úr silfri.
33 Hengdu fortjaldið undir krókana* og flyttu örk vitnisburðarins+ inn fyrir fortjaldið. Fortjaldið á að skilja á milli hins heilaga+ og hins allra helgasta.+
34 Settu lokið á örk vitnisburðarins í hinu allra helgasta.
35 Settu borðið fyrir utan fortjaldið norðan megin í tjaldbúðinni og ljósastikuna+ sunnan megin, beint á móti borðinu.
36 Gerðu forhengi fyrir inngang tjaldsins ofið úr bláu garni, purpuralitri ull, skarlatsrauðu garni og fínu tvinnuðu líni.+
37 Gerðu fimm súlur úr akasíuviði fyrir forhengið og leggðu þær gulli. Krókarnir eiga að vera úr gulli. Steyptu fimm undirstöðuplötur úr kopar fyrir súlurnar.
Neðanmáls
^ Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.
^ Eða „tvær stoðir“.
^ Hér virðist átt við krókana sem tengdu tjalddúkana saman.