Önnur Mósebók 8:1–32

  • 2. plágan: froskar (1–15)

  • 3. plágan: mýflugur (16–19)

  • 4. plágan: broddflugur (20–32)

    • Gósenland undanskilið (22, 23)

8  Þá sagði Jehóva við Móse: „Farðu til faraós og segðu honum: ‚Þetta segir Jehóva: „Leyfðu fólki mínu að fara svo að það geti þjónað mér.+  Ef þú neitar því um að fara sendi ég froskaplágu+ yfir allt yfirráðasvæði þitt.  Nílarfljót verður morandi af froskum og þeir koma upp úr vatninu og inn í hús þitt og svefnherbergi, upp í rúm þitt, inn í hús þjóna þinna og á fólk þitt, inn í ofna þína og ofan í deigtrog þín.*+  Froskarnir munu skríða á þér, fólki þínu og öllum þjónum þínum.“‘“  Eftir það sagði Jehóva við Móse: „Segðu við Aron: ‚Réttu staf þinn út yfir fljótin, áveituskurði Nílar og mýrarnar, og láttu froskana koma yfir Egyptaland.‘“  Aron rétti þá höndina út yfir vatn Egyptalands og froskarnir komu upp úr vatninu og þöktu landið.  En galdraprestarnir beittu dulrænum hæfileikum sínum til að gera hið sama og létu einnig koma froska yfir Egyptaland.+  Faraó lét þá kalla á Móse og Aron og sagði: „Biðjið Jehóva að losa mig og þjóð mína við froskana+ því að ég ætla að láta fólkið fara svo að það geti fært Jehóva fórnir.“  Þá sagði Móse við faraó: „Ég eftirlæt þér að ákveða hvenær ég á að biðja þess að froskarnir hverfi frá þér, þjónum þínum og fólki þínu og úr húsum þínum. Þeir verða þá hvergi eftir nema í Níl.“ 10  „Á morgun,“ svaraði faraó. Þá sagði Móse: „Það verður eins og þú segir til að þú vitir að enginn er eins og Jehóva Guð okkar.+ 11  Froskarnir munu hverfa frá þér, húsum þínum, þjónum þínum og fólki þínu. Þeir verða hvergi eftir nema í Níl.“+ 12  Móse og Aron gengu þá út frá faraó, og Móse bað til Jehóva vegna froskanna sem hann hafði látið koma yfir faraó.+ 13  Jehóva gerði eins og Móse bað hann um og froskarnir drápust í húsunum, görðunum og um víðan völl. 14  Menn hrúguðu þeim saman í ótal hauga og megn ólykt lagðist yfir landið. 15  Þegar faraó sá að plágunni linnti herti hann hjarta sitt+ og hlustaði ekki á Móse og Aron, rétt eins og Jehóva hafði sagt. 16  Jehóva sagði nú við Móse: „Segðu við Aron: ‚Réttu út staf þinn og sláðu á jörðina og rykið skal verða að mýflugum um allt Egyptaland.‘“ 17  Þeir gerðu þetta. Aron rétti út staf sinn, sló á jörðina og rykið varð að mýflugum sem lögðust á menn og skepnur. Allt ryk á jörðinni breyttist í mýflugur um allt Egyptaland.+ 18  Galdraprestarnir reyndu að leika þetta eftir og beita dulrænum hæfileikum sínum+ til að kalla fram mýflugur en tókst það ekki. Mýflugurnar lögðust bæði á menn og skepnur. 19  Þá sögðu galdraprestarnir við faraó: „Þetta er fingur Guðs!“+ En faraó var áfram þrjóskur í hjarta. Hann hlustaði ekki á Móse og Aron, rétt eins og Jehóva hafði sagt. 20  Jehóva sagði nú við Móse: „Farðu á fætur snemma í fyrramálið og gakktu fyrir faraó þegar hann kemur niður að fljótinu. Segðu við hann: ‚Þetta segir Jehóva: „Leyfðu fólki mínu að fara svo að það geti þjónað mér. 21  Ef þú leyfir ekki fólki mínu að fara sendi ég broddflugur* yfir þig og þjóna þína, yfir fólk þitt og í hús þín. Hús Egypta skulu fyllast af broddflugum og þær munu jafnvel þekja jörðina sem þeir standa á. 22  Þann dag mun ég undanskilja Gósenland þar sem fólk mitt býr. Þar verða engar broddflugur+ og þannig skaltu vita að ég, Jehóva, er hér í landinu.+ 23  Ég geri greinarmun á mínu fólki og þínu. Þetta tákn kemur fram á morgun.“‘“ 24  Og Jehóva gerði þetta. Hús faraós og þjóna hans fylltust af broddflugum og allt Egyptaland varð morandi af þeim.+ Broddflugurnar ollu miklu tjóni í landinu.+ 25  Að lokum lét faraó kalla á Móse og Aron og sagði: „Farið og færið Guði ykkar fórnir hér í landinu.“ 26  En Móse svaraði: „Það er ekki við hæfi vegna þess að það sem við ætlum að færa Jehóva Guði okkar að fórn er viðbjóðslegt í augum Egypta.+ Myndu Egyptar ekki grýta okkur ef þeir horfðu á okkur færa fórn sem þeir hafa viðbjóð á? 27  Við ætlum að fara í þriggja daga ferð* út í óbyggðirnar og þar ætlum við að færa Jehóva Guði okkar fórnir eins og hann hefur sagt okkur að gera.“+ 28  Þá sagði faraó: „Ég ætla að leyfa ykkur að fara og færa Jehóva Guði ykkar fórnir í óbyggðunum. En þið megið ekki fara svona langt. Biðjið nú fyrir mér.“+ 29  Móse svaraði: „Nú geng ég burt frá þér. Ég skal biðja til Jehóva og á morgun munu broddflugurnar hverfa frá faraó, þjónum hans og fólki. En faraó verður að hætta að gabba* okkur með því að neita fólkinu um leyfi til að fara og færa Jehóva fórnir.“+ 30  Móse gekk síðan út frá faraó og bað til Jehóva.+ 31  Jehóva gerði eins og Móse bað um og broddflugurnar hurfu frá faraó, þjónum hans og fólki. Ekki ein einasta varð eftir. 32  En faraó herti hjarta sitt á ný og leyfði fólkinu ekki að fara.

Neðanmáls

Eða „deigskálar þínar“.
Hugsanlega flugur eins og hrossakleggjar eða hrossavembur.
Eða „fara þrjár dagleiðir“.
Eða „spila með“.