Þriðja Mósebók 1:1–17

1  Jehóva kallaði á Móse og talaði við hann frá samfundatjaldinu.+ Hann sagði:  „Segðu Ísraelsmönnum: ‚Ef einhver ykkar vill færa Jehóva fórn af búfé sínu á hann að gefa nautgrip, sauðkind eða geit.+  Ef hann færir nautgrip að brennifórn á hann að fórna gallalausu karldýri.+ Hann skal færa það af fúsum og frjálsum vilja+ fram fyrir Jehóva við inngang samfundatjaldsins.  Hann skal leggja höndina á höfuð brennifórnarinnar svo að Guð taki við henni og hún friðþægi fyrir syndir hans.  Síðan skal ungnautinu slátrað frammi fyrir Jehóva, og synir Arons, prestarnir,+ skulu bera fram blóðið og sletta því á allar hliðar altarisins+ sem er við inngang samfundatjaldsins.  Brennifórnardýrið skal flegið og hlutað niður.+  Synir Arons, prestarnir, skulu setja eld á altarið+ og leggja við á eldinn.  Þeir eiga að raða fórnarstykkjunum+ ásamt haus og mör ofan á viðinn sem brennur á altarinu.  Garnir og skanka skal þvo með vatni og presturinn skal láta allt brenna svo að reykur brennifórnarinnar stígi upp af altarinu. Þetta er eldfórn, ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.+ 10  Ef hann færir brennifórn af fénaðinum,+ unga sauðkind eða geit, á hann að fórna gallalausu karldýri.+ 11  Það á að slátra því norðan megin við altarið frammi fyrir Jehóva og synir Arons, prestarnir, eiga að sletta blóðinu á allar hliðar altarisins.+ 12  Það á að hluta það sundur og presturinn á að raða stykkjunum ásamt hausnum og mörnum á viðinn sem brennur á altarinu. 13  Garnirnar og skankana skal þvo með vatni og presturinn á að bera allt fram og láta það brenna á altarinu. Þetta er brennifórn, eldfórn sem er ljúfur* ilmur fyrir Jehóva. 14  En ef hann færir fugla að brennifórn handa Jehóva eiga það að vera turtildúfur eða ungar dúfur.+ 15  Presturinn skal koma með fuglinn að altarinu, snúa hann úr hálslið og brenna hann á altarinu. En hann á að láta blóðið úr honum drjúpa á hlið altarisins. 16  Hann á að fjarlægja sarpinn og fiðrið og kasta því við hliðina á altarinu austan megin, þar sem askan* er.+ 17  Hann á að rífa fuglinn milli vængjanna án þess að hluta hann sundur. Síðan skal presturinn brenna hann á viðnum sem logar á altarinu. Þetta er brennifórn, eldfórn sem er ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.

Neðanmáls

Orðrétt „sefandi“.
Orðrétt „sefandi“.
Eða „fituaskan“, það er, aska blönduð fitu fórnardýranna.
Orðrétt „sefandi“.