Þriðja Mósebók 3:1–17
3 Ef fórn hans er samneytisfórn*+ og hann fórnar nautgrip, hvort heldur karl- eða kvendýri, á hann að bera gallalaust dýr fram fyrir Jehóva.
2 Hann á að leggja höndina á höfuð fórnardýrsins, því skal slátrað við inngang samfundatjaldsins og synir Arons, prestarnir, eiga að sletta blóðinu á allar hliðar altarisins.
3 Hann á að færa Jehóva hluta af samneytisfórninni sem eldfórn:+ netjuna,* allan garnamörinn+
4 og bæði nýrun ásamt nýrnamörnum sem er við lendarnar. Með nýrunum á hann einnig að taka fituna á lifrinni.+
5 Synir Arons eiga að brenna það á altarinu ofan á brennifórninni á viðnum sem er á eldinum.+ Þetta er eldfórn, ljúfur* ilmur fyrir Jehóva.+
6 Ef hann færir Jehóva sauð eða geit að samneytisfórn á það að vera gallalaust karl- eða kvendýr.+
7 Ef hann færir hrútlamb að fórn á hann að bera það fram fyrir Jehóva.
8 Hann á að leggja höndina á höfuð fórnardýrsins og því skal slátrað fyrir framan samfundatjaldið. Synir Arons eiga að sletta blóðinu á allar hliðar altarisins.
9 Hann á að færa Jehóva fitu samneytisfórnarinnar að eldfórn.+ Hann á að skera feitan dindilinn af við rófubeinið og taka netjuna, allan garnamörinn
10 og bæði nýrun ásamt nýrnamörnum sem er við lendarnar. Með nýrunum á hann einnig að taka fituna á lifrinni.+
11 Og presturinn á að brenna það á altarinu sem fæðu,* sem eldfórn handa Jehóva.+
12 Ef hann fórnar geit á hann að bera hana fram fyrir Jehóva.
13 Hann á að leggja höndina á höfuð hennar og henni skal slátrað fyrir framan samfundatjaldið. Synir Arons eiga að sletta blóðinu á allar hliðar altarisins.
14 Þetta á hann að færa Jehóva sem eldfórn: netjuna, allan garnamörinn+
15 og bæði nýrun ásamt nýrnamörnum sem er við lendarnar. Með nýrunum á hann einnig að taka fituna á lifrinni.
16 Presturinn á að brenna það á altarinu sem fæðu.* Þetta er eldfórn, ljúfur* ilmur fyrir Guð. Öll fitan tilheyrir Jehóva.+
17 Þetta er varanlegt ákvæði kynslóð eftir kynslóð, hvar sem þið búið: Þið megið ekki borða nokkra fitu né nokkurt blóð.‘“+
Neðanmáls
^ Eða „friðarfórn“.
^ Mörhimna utan um innyfli dýra.
^ Orðrétt „sefandi“.
^ Orðrétt „brauð“, það er, sem hluta Guðs af samneytisfórninni.
^ Orðrétt „brauð“, það er, sem hluta Guðs af samneytisfórninni.
^ Orðrétt „sefandi“.