Jósúabók 12:1–24
12 Þetta eru konungar landsins sem Ísraelsmenn unnu, landsins sem þeir tóku til eignar austan megin við Jórdan og náði frá Arnondal+ að Hermonfjalli+ og yfir allan austurhluta Araba:+
2 Síhon+ konungur Amoríta sem bjó í Hesbon og réð yfir Aróer+ á brún Arnondals. Allt svæðið frá miðjum Arnondal+ að Jabbokdal, sem myndar landamæri Ammóníta, tilheyrði honum, það er að segja hálft Gíleað.
3 Hann réð einnig yfir austurhluta Araba frá Kinneretvatni*+ til Arabavatns, það er Saltasjávar,* í austur í átt að Bet Jesímót og suður að hlíðum Pisga.+
4 Þeir tóku einnig land Ógs,+ konungs í Basan, sem var einn af síðustu Refaítunum+ og bjó í Astarót og Edreí.
5 Hann réð yfir Hermonfjalli, Salka og öllu Basan+ að landamærum Gesúríta og Maakatíta,+ og yfir hálfu Gíleað að landi Síhons, konungs í Hesbon.+
6 Móse þjónn Jehóva og Ísraelsmenn sigruðu þá+ og eftir það gaf Móse þjónn Jehóva Rúbenítum, Gaðítum og hálfri ættkvísl Manasse land þeirra til eignar.+
7 Þetta eru konungar landsins sem Jósúa og Ísraelsmenn unnu vestan megin við Jórdan frá Baal Gað+ í Líbanonsdal+ að Halakfjalli+ sem liggur að Seír,+ landsins sem Jósúa skipti síðan milli ættkvísla Ísraels. Hver ættkvísl fékk sinn hlut+
8 í fjalllendinu, Sefela, Araba, hlíðunum, óbyggðunum og Negeb+ – land Hetíta, Amoríta,+ Kanverja, Peresíta, Hevíta og Jebúsíta.+ Konungarnir voru:
9 Konungurinn í Jeríkó+ einn, konungurinn í Aí,+ sem var hjá Betel, einn,
10 konungurinn í Jerúsalem einn, konungurinn í Hebron+ einn,
11 konungurinn í Jarmút einn, konungurinn í Lakís einn,
12 konungurinn í Eglon einn, konungurinn í Geser+ einn,
13 konungurinn í Debír+ einn, konungurinn í Geder einn,
14 konungurinn í Horma einn, konungurinn í Arad einn,
15 konungurinn í Líbna+ einn, konungurinn í Adúllam einn,
16 konungurinn í Makkeda+ einn, konungurinn í Betel+ einn,
17 konungurinn í Tappúa einn, konungurinn í Hefer einn,
18 konungurinn í Afek einn, konungurinn í Saron einn,
19 konungurinn í Madon einn, konungurinn í Hasór+ einn,
20 konungurinn í Simrón Meróm einn, konungurinn í Aksaf einn,
21 konungurinn í Taanak einn, konungurinn í Megiddó einn,
22 konungurinn í Kedes einn, konungurinn í Jokneam+ í Karmel einn,
23 konungurinn í Dór+ á Dórhæðum einn, konungurinn í Gojím í Gilgal einn,
24 konungurinn í Tirsa einn, alls 31 konungur.