Jósúabók 14:1–15
14 Þetta eru svæðin sem Ísraelsmenn tóku að erfðalandi í Kanaanslandi og Eleasar prestur, Jósúa Núnsson og ættarhöfðingjarnir í ættkvíslum Ísraels úthlutuðu þeim.+
2 Ættkvíslirnar níu og hálf+ fengu erfðaland með hlutkesti+ eins og Jehóva hafði gefið fyrirmæli um fyrir milligöngu Móse.
3 Móse hafði gefið tveim og hálfri ættkvísl erfðaland hinum megin* Jórdanar+ en Levítunum gaf hann ekki erfðaland meðal þeirra.+
4 Afkomendur Jósefs voru taldir tvær ættkvíslir,+ Manasse og Efraím,+ og Levítarnir fengu engan hlut í landinu, nema borgir+ til að búa í og beitiland handa búfénaði sínum.+
5 Ísraelsmenn skiptu landinu eins og Jehóva hafði gefið Móse fyrirmæli um.
6 Júdamenn komu síðan til Jósúa í Gilgal+ og Kaleb,+ sonur Jefúnne Kenisíta, sagði við hann: „Þú veist hvað Jehóva sagði+ við Móse, mann hins sanna Guðs,+ um þig og mig í Kades Barnea.+
7 Ég var fertugur þegar Móse þjónn Jehóva sendi mig frá Kades Barnea til að kanna landið+ og þegar ég sneri aftur sagði ég satt og rétt frá því sem ég hafði séð.+
8 Bræður mínir sem fóru með mér drógu kjarkinn úr fólkinu en ég fylgdi Jehóva Guði mínum af heilum hug.*+
9 Þann dag sór Móse: ‚Landið sem þú steigst fæti á skal verða erfðaland þitt og sona þinna til frambúðar því að þú hefur fylgt Jehóva Guði mínum af heilum hug.‘+
10 Og eins og Jehóva lofaði+ hefur hann látið mig lifa.+ Nú eru liðin 45 ár síðan Jehóva gaf Móse þetta loforð þegar Ísraelsmenn voru á ferð um óbyggðirnar.+ Ég er hér enn, 85 ára að aldri.
11 Ég er enn jafn kraftmikill og daginn sem Móse sendi mig. Ég er jafn öflugur og ég var þá til að berjast og til annarra verka.
12 Gefðu mér þess vegna fjalllendið sem Jehóva lofaði mér á þeim degi. Þú heyrðir þann dag að þar væru Anakítar+ og miklar og víggirtar borgir+ en Jehóva verður* með mér+ og ég mun hrekja þá burt eins og Jehóva lofaði.“+
13 Þá blessaði Jósúa Kaleb Jefúnneson og gaf honum Hebron að erfðalandi.+
14 Þess vegna tilheyrir Hebron Kaleb Jefúnnesyni Kenisíta enn þann dag í dag. Hún er erfðaland hans af því að hann fylgdi Jehóva Guði Ísraels af heilum hug.+
15 Hebron hét áður Kirjat Arba+ (Arba var mestur meðal Anakíta). Þar með var ekki lengur stríð í landinu.+