Jeremía 10:1–25
10 Heyrið orðið sem Jehóva hefur talað gegn ykkur, Ísraelsmenn.
2 Jehóva segir:
„Takið ekki upp háttalag þjóðanna+og hræðist ekki himintákninþótt þjóðirnar hræðist þau.+
3 Siðir þjóðanna eru sjálfsblekking.*
Handverksmaður heggur tré í skóginumog sker það út með verkfæri sínu.+
4 Menn skreyta það silfri og gulli+og festa það með hamri og nöglum svo að það detti ekki um koll.+
5 Þessi skurðgoð geta ekki talað,+ ekkert frekar en fuglahræða á gúrkuakri.
Menn þurfa að bera þau því að þau geta ekki gengið.+
Óttist þau ekki því að þau geta ekki gert neitt meinog heldur ekki neitt gott.“+
6 Enginn er eins og þú, Jehóva.+
Þú ert mikill og nafn þitt er mikið og máttugt.
7 Ættu ekki allir að óttast þig, þú konungur þjóðanna?+
Þú átt það skilið því að meðal allra vitringa þjóðanna og í öllum konungsríkjum þeirrajafnast enginn á við þig.+
8 Þeir eru allir óskynsamir og heimskir.+
Það er alger sjálfsblekking* að ráðfæra sig við trjádrumb.+
9 Silfurplötur eru fluttar inn frá Tarsis+ og gull frá Úfas,efniviður handverksmanns og málmsmiðs.
Skurðgoðin klæðast bláu garni og purpuralitri ull.
Þau eru öll gerð af hæfileikafólki.
10 En Jehóva er hinn sanni Guð.
Hann er lifandi Guð+ og eilífur konungur.+
Jörðin nötrar undan reiði hans+og engin þjóð stenst heift hans.
11 * Þetta skuluð þið segja þeim:
„Guðirnir sem sköpuðu ekki himin og jörðmunu hverfa af jörðinni og undan himninum.“+
12 Hann skapaði jörðina með mætti sínum,grundvallaði heiminn með visku sinni+og þandi út himininn með þekkingu sinni.+
13 Þegar hann lætur rödd sína hljómaókyrrast vötnin á himni+og hann lætur ský* stíga upp frá endimörkum jarðar.+
Hann lætur eldingar leiftra í regninu*og hleypir vindinum út úr forðabúrum sínum.+
14 Hver einasti maður er óskynsamur og lætur heimsku sína í ljós.
Allir málmsmiðir munu skammast sín fyrir skurðgoðin+því að málmlíkneski* þeirra eru blekkingog enginn andi* er í þeim.+
15 Þau eru einskis nýt,* hlægileg.+
Þau farast á degi uppgjörsins.
16 Hann sem er hlutdeild Jakobs er ekki eins og þauþví að hann skapaði alltog Ísrael er stafur hans, erfðahlutur hans.*+
Jehóva hersveitanna er nafn hans.+
17 Taktu böggul þinn upp af jörðinni,þú kona sem býrð við umsátur,
18 því að Jehóva segir:
„Núna fleygi ég íbúum landsins burt+og læt þá líða mikla neyð.“
19 Aumingja ég því að hrun mitt er mikið,+sár mitt er ólæknandi.
Ég sagði: „Þetta er sjúkdómur minn og ég þarf að þola hann.
20 Tjald mitt er eyðilagt og tjaldstögin öll slitin sundur.+
Synir mínir hafa yfirgefið mig og eru ekki lengur hér.+
Enginn er eftir til að reisa tjald mitt og festa upp tjalddúkana.
21 Hirðarnir höguðu sér heimskulega+og leituðu ekki til Jehóva.+
Þess vegna sýndu þeir ekki viskuog öll hjörð þeirra tvístraðist.“+
22 Hlustið! Fréttir voru að berast!
Miklar drunur heyrast frá landinu í norðri.+
Borgir Júda verða lagðar í eyði, gerðar að bæli sjakala.+
23 Ég veit, Jehóva, að það er ekki mannsins að velja leið sína.
Hann getur ekki einu sinni stýrt skrefum sínum á göngunni.*+
24 Agaðu mig, Jehóva, af sanngirnien ekki í reiði+ svo að þú gerir ekki út af við mig.+
25 Úthelltu reiði þinni yfir þjóðirnar sem hunsa þig+og yfir ættirnar sem ákalla ekki nafn þittþví að þær hafa gleypt Jakob,+já, gleypt hann og næstum eytt honum,+og lagt land hans í eyði.+
Neðanmáls
^ Eða „tilgangslausir“.
^ Eða „tilgangslaust“.
^ Vers 11 var upphaflega skrifað á arameísku.
^ Eða hugsanl. „gerir flóðgáttir fyrir regnið“.
^ Eða „gufu“.
^ Eða „steypt líkneski“.
^ Eða „andardráttur“.
^ Eða „blekking“.
^ Orðrétt „stafur erfðahlutar hans“.
^ Það er, hann er hvorki fær um það né hefur rétt á því.