Jeremía 14:1–22

  • Þurrkur, hungursneyð og sverð (1–12)

  • Falsspámenn fordæmdir (13–18)

  • Jeremía játar syndir fólksins (19–22)

14  Þetta er orð Jehóva sem kom til Jeremía varðandi þurrkana:+   Júda syrgir+ og borgarhliðin eru í niðurníðslu. Þau falla til jarðar af sorgog angistaróp stígur upp frá Jerúsalem.   Húsbændur senda þjóna sína eftir vatni. Þeir fara að vatnsþrónum en finna ekkert vatn. Þeir snúa heim með tóm ílát,skömmustulegir og vonsviknir,og hylja höfuð sín.   Jarðvegurinn er sprunginnþví að ekkert regn fellur í landinu.+ Bændurnir eru örvæntingarfullir og hylja höfuð sín.   Jafnvel hindin í haganum yfirgefur nýborinn kálf sinnþví að hvergi er gras að finna.   Villiasnar standa á gróðurlausum hæðunum. Þeir eru móðir og másandi eins og sjakalar,augu þeirra eru orðin sljó því að hvergi er gróður að finna.+   Syndir okkar vitna gegn okkuren láttu samt til þín taka vegna nafns þíns, Jehóva.+ Við höfum ítrekað verið þér ótrú+og gegn þér höfum við syndgað.   Þú sem ert von Ísraels, frelsari hans+ á neyðartímum,af hverju ertu eins og útlendingur í landinu,eins og ferðalangur sem gistir aðeins eina nótt?   Hvers vegna ertu eins og stjarfur maður,eins og stríðshetja sem engum getur bjargað? Þú ert þó mitt á meðal okkar, Jehóva,+og við berum nafn þitt.+ Yfirgefðu okkur ekki. 10  Jehóva segir um þessa þjóð: „Þeir hafa yndi af að reika um,+ þeir ráða ekki við fætur sína.+ Þess vegna hefur Jehóva enga velþóknun á þeim.+ Nú minnist hann afbrota þeirra og dregur þá til ábyrgðar fyrir syndir þeirra.“+ 11  Síðan sagði Jehóva við mig: „Þú skalt ekki biðja um að þessu fólki vegni vel.+ 12  Þegar þeir fasta hlusta ég ekki á bænir þeirra+ og þegar þeir færa brennifórnir og kornfórnir hef ég enga ánægju af þeim.+ Ég mun útrýma þeim með sverði, hungursneyð og drepsótt.“*+ 13  Þá sagði ég: „Æ, alvaldur Drottinn Jehóva! Spámennirnir segja við þá: ‚Þið munuð hvorki sjá sverð né hungursneyð heldur færi ég ykkur sannan frið á þessum stað.‘“+ 14  Jehóva sagði þá við mig: „Spámennirnir fara með lygar í mínu nafni.+ Ég hef hvorki sent þá, gefið þeim fyrirmæli né talað til þeirra.+ Það sem þeir boða ykkur eru uppspunnar sýnir, gagnslausar spásagnir og blekkingar þeirra eigin hjartna.+ 15  Þess vegna segir Jehóva um spámennina sem spá í mínu nafni þótt ég hafi ekki sent þá, þá sem segja að hvorki sverð né hungursneyð muni herja á þetta land: ‚Sverð og hungursneyð verður þessum spámönnum að bana.+ 16  Og mönnunum sem hlusta á spár þeirra verður fleygt út á stræti Jerúsalem því að þeir falla úr hungri og fyrir sverði. Enginn jarðar þá+ – hvorki þá, konur þeirra, syni né dætur. Ég úthelli yfir þá þeirri ógæfu sem þeir verðskulda.‘+ 17  Segðu við þá: ‚Augu mín skulu flóa í tárum dag og nótt, linnulaust,+því að meyjan, dóttir þjóðar minnar, hefur orðið fyrir þungu höggi+og hlotið alvarlega áverka. 18  Þegar ég fer út á bersvæði og litast umsé ég þá sem hafa fallið fyrir sverði!+ Þegar ég kem inn í borginasé ég þá sem eru illa haldnir af hungri!+ Bæði spámennirnir og prestarnir reika um land sem þeir þekkja ekki.‘“+ 19  Hefurðu hafnað Júda með öllu og hefurðu óbeit á Síon?+ Af hverju hefurðu slegið okkur af svo miklu afli að við komumst ekki aftur til heilsu?+ Við vonuðumst eftir friði en ekkert gott kom,lækningartíma en skelfing hefur gripið um sig!+ 20  Við játum illskuverk okkar, Jehóva,og sekt forfeðra okkar. Við höfum syndgað gegn þér.+ 21  Hafnaðu okkur ekki vegna nafns þíns,+fyrirlíttu ekki dýrlegt hásæti þitt. Mundu eftir sáttmálanum sem þú gerðir við okkur og rjúfðu hann ekki.+ 22  Geta nokkur af hinum einskis nýtu skurðgoðum þjóðanna gefið regneða getur himinninn sent regnskúrir af sjálfsdáðum? Ert þú ekki sá eini sem getur það, Jehóva Guð okkar?+ Við setjum von okkar á þigþví að þú einn hefur gert þetta allt.

Neðanmáls

Eða „sjúkdómi“.