Jobsbók 26:1–14
26 Job svaraði:
2 „Þú hefur aldeilis hjálpað hinum þróttlausaog bjargað þeim sem er máttvana!+
3 Mikið hefurðu gefið hinum óvitra góð ráð!+
Þú hefur verið óspar á að miðla visku þinni.*
4 Við hvern ertu að reyna að tala?
Hver innblés þér að segja það sem þú segir?*
5 Þeir sem liggja máttvana í dauðanum skjálfa,þeir eru jafnvel neðar en vötnin og íbúar þeirra.
6 Gröfin* er nakin frammi fyrir Guði,*+eyðingarstaðurinn* er óhulinn.
7 Hann þenur norðurhimininn* yfir tómarúmið*+og lætur jörðina svífa í tóminu.*
8 Hann bindur vatnið inn í skýin+þannig að skýin bresta ekki undan þyngd þess.
9 Hann hylur hásæti sitt,breiðir ský sín yfir það.+
10 Hann merkir sjóndeildarhringinn* á yfirborð hafsins,+dregur mörk milli ljóss og myrkurs.
11 Stoðir himinsins skjálfa,þær skelfast ávítur hans.
12 Hann rótar upp hafinu með krafti sínum,+í visku sinni molar hann sundur sæskrímslið.*+
13 Við andardrátt* hans verður himinninn heiðskír,með hendi sinni leggur hann hraðskreiðan höggorminn í gegn.
14 Þetta eru bara ystu mörk verka hans,+aðeins lágt hvísl heyrist um hann!
Hver skilur þá drynjandi þrumu hans?“+
Neðanmáls
^ Eða „heilbrigðri skynsemi“.
^ Orðrétt „Andardráttur (andi) hvers kemur frá þér?“
^ Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
^ Orðrétt „honum“.
^ Eða „Abaddón“.
^ Orðrétt „tómið“.
^ Orðrétt „hanga á engu“.
^ Orðrétt „norðrið“.
^ Orðrétt „hring“.
^ Orðrétt „Rahab“.
^ Eða „vind“.