Ljóðaljóðin 8:1–14

  • Unga konan (1–4)

    • „Bara að þú værir eins og bróðir minn“ (1)

  • Bræður ungu konunnar (5a)

    • ‚Hver er það sem hallar sér að sínum elskaða?‘

  • Unga konan (5b–7)

    • „Ástin er jafn sterk og dauðinn“ (6)

  • Bræður ungu konunnar (8, 9)

    • „Ef hún er múr … en ef hún er hurð …“ (9)

  • Unga konan (10–12)

    • „Ég er múr“ (10)

  • Hirðirinn (13)

    • ‚Leyfðu mér að heyra rödd þína‘

  • Unga konan (14)

    • „Hlauptu eins og gasella“

8  Bara að þú værir eins og bróðir minnsem móðir mín hafði á brjósti! Þá myndi ég kyssa þig+ ef ég hitti þig útiog enginn myndi líta niður á mig.   Ég myndi leiða þigog fara með þig í hús móður minnar,+hennar sem ól mig upp. Ég myndi gefa þér kryddað vín að drekka,ferskan granateplasafa.   Vinstri hönd hans væri undir höfði mérog hann faðmaði mig með þeirri hægri.+   Sverjið mér, Jerúsalemdætur: Reynið ekki að kveikja logann, vekja ástina fyrr en hún sjálf vill.“+   „Hver er það sem kemur frá óbyggðunumog hallar sér að sínum elskaða?“ „Undir eplatrénu vakti ég þig. Þar fékk móðir þín fæðingarhríðir,þar fæddi hún þig með miklum kvölum.   Settu mig sem innsigli á hjarta þitt,sem innsigli á handlegg þinn,því að ástin er jafn sterk og dauðinn+og óskipt hollusta er óbifanleg eins og gröfin.* Logar hennar eru brennandi bál, logi Jah.*+   Fossandi vatn fær ekki slökkt ástina+né fljót skolað henni burt.+ Þótt maður byði aleiguna fyrir ástinayrði því* hafnað með öllu.“   „Við eigum litla systur+og henni eru ekki vaxin brjóst. Hvað eigum við að gera við systur okkardaginn sem einhver biður hennar?“   „Ef hún er múrreisum við á honum víggirðingu úr silfrien ef hún er hurðlokum við fyrir með sedrusplanka.“ 10  „Ég er múrog brjóst mín eru eins og turnar. Í augum hans er ég konasem hefur fundið frið. 11  Salómon átti víngarð+ í Baal Hamon. Hann fól vínyrkjum að annast hann. Hver og einn greiddi þúsund silfurpeninga fyrir ávöxtinn. 12  Ég á minn eigin víngarð. Haltu silfurpeningunum þúsund,* Salómon,og greiddu tvö hundruð þeim sem gæta ávaxtarins.“ 13  „Þú sem dvelst í görðunum,+félagar mínir* hlusta eftir rödd þinni. Leyfðu mér að heyra hana.“+ 14  „Flýttu þér, ástin mín,hlauptu eins og gasella+eða ungur hjörturyfir fjöllin sem ilma af kryddi.“

Neðanmáls

Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða hugsanl. „honum“.
Orðrétt „Haltu þúsundinni“.
Eða hugsanl. „félagar þínir“.