Míka 2:1–13

  • Illa fer fyrir kúgurunum (1–11)

  • Ísraelsmenn verða sameinaðir á ný (12, 13)

    • Mikill kliður af mannfjöldanum (12)

2  „Illa fer fyrir þeim sem hafa illt í hyggju,sem upphugsa vonskuverk í rúmi sínu. Þeir hrinda þeim í framkvæmd þegar birtir af degiþví að það er á þeirra valdi að gera það.+   Þeir ágirnast akra og slá eign sinni á þá,+ágirnast hús og leggja þau undir sig. Þeir hafa hús af mönnum með brögðum+og svíkja erfðalönd þeirra af þeim.   Þess vegna segir Jehóva: ‚Ég ætla mér að senda yfir ykkur ógæfu+ sem þið komist ekki undan.+ Þið munuð ekki lengur ganga um með hrokasvip+ því að þetta verða hörmungatímar.+   Þann dag fer fólk með málshátt um ykkur,syngur harmljóð yfir ykkur+og segir: „Við höfum misst allt!+ Hann hefur tekið erfðaland fólks míns og gefið það öðrum.+ Hann úthlutar hinum ótrúu akra okkar.“   Þess vegna getur enginn hjá þér strengt mælisnúrunatil að úthluta landi í söfnuði Jehóva.   „Hættið að prédika!“ segja þeir. „Menn ættu ekki að boða þetta. Við látum ekki auðmýkja okkur!“   Ætt Jakobs, þið segið kannski: „Er andi Jehóva orðinn óþolinmóður? Er það hann sem gerir þetta?“ Eru ekki orð mín til góðs fyrir þá sem lifa réttlátu lífi?   En undanfarið hefur mín eigin þjóð risið gegn mér sem óvinur. Fyrir opnum tjöldum rífið þið fagurt skrautið af fötum þeirra* sem eiga leið hjáog eiga sér einskis ills von, ekki frekar en menn sem snúa heim úr stríði.   Þið hrekið konur þjóðar minnar burt af notalegum heimilum sínum,sviptið börn þeirra yndislegri blessun minni að eilífu. 10  Standið upp og farið því að þetta er enginn hvíldarstaður. Vegna óhreinleika+ verður landið lagt í rúst, algera rúst.+ 11  Ef einhver eltist við vind og blekkingar, færi með lygi og segði: „Ég boða þér vín og áfengan drykk,“þá væri hann rétti spámaðurinn fyrir þetta fólk!+ 12  Ég mun safna ykkur öllum saman, Jakob. Ég safna þeim saman sem eftir eru af Ísrael.+ Ég sameina þá eins og sauðfé í rétt,eins og hjörð í haga.+ Þar verður mikill kliður af mannfjöldanum.‘+ 13  Sá sem brýst út fer á undan þeim,þeir brjótast út og streyma út um hliðið.+ Konungurinn fer á undan þeimog Jehóva er í broddi fylkingar.“+

Neðanmáls

Eða „fagurt skrautið og fötin af þeim“.