Míka 3:1–12
3 Ég sagði: „Hlustið, þið höfðingjar Jakobsog leiðtogar Ísraelsmanna.+
Ættuð þið ekki að vita hvað er rétt?
2 En þið hatið hið góða+ og elskið hið illa.+
Þið slítið húðina af fólki mínu og holdið af beinum þess.+
3 Þið étið holdið af fólki mínu+og fláið húðina af,brjótið beinin og molið þau í sundur+eins og bein sem soðin eru í potti,* eins og kjöt í potti.
4 Á þeim tíma munu menn kalla á hjálp Jehóvaen hann svarar þeim ekki.
Hann hylur andlitið fyrir þeim+vegna illskuverka þeirra.+
5 Þetta segir Jehóva við spámennina sem leiða fólk mitt afvega,+sem hrópa: ‚Friður!‘+ meðan þeir hafa eitthvað til að tyggja*+en segja þeim stríð á hendur sem stingur engu upp í þá:
6 ‚Hjá ykkur verður nótt,+ engar sýnir.+
Þið fáið ekkert nema myrkur, ekkert spákukl.
Sólin sest hjá spámönnunumog dagurinn verður myrkur hjá þeim.+
7 Sjáendurnir verða sér til skammar+og spásagnarmennirnir verða fyrir vonbrigðum.
Þeir neyðast allir til að hylja yfirvaraskeggið*því að ekkert svar berst frá Guði.‘“
8 En mér hefur andi Jehóva veitt kraft,réttlæti og mátttil að segja Jakobi frá uppreisn hans og Ísrael frá synd hans.
9 Heyrið þetta, þið höfðingjar Jakobsog leiðtogar Ísraelsmanna,+þið sem fyrirlítið réttlæti og gerið bogið allt sem er beint,+
10 þið sem byggið Síon með blóðsúthellingum og Jerúsalem með ranglæti.+
11 Leiðtogar hennar þiggja mútur fyrir dóma sína,+prestar hennar fræða gegn greiðslu+og spámenn hennar taka gjald* fyrir að spá.+
Þeir reiða sig samt á* stuðning Jehóva og segja:
„Er Jehóva ekki með okkur?+
Engin ógæfa kemur yfir okkur.“+
12 En ykkar vegnaverður Síon plægð eins og akur,Jerúsalem verður rústir einar+og musterisfjallið eins og skógi vaxnar hæðir.+
Neðanmáls
^ Eða „víðum potti“.
^ Eða hugsanl. „þeir bíta með tönnunum“.
^ Eða „munninn“.
^ Eða „þiggja silfur“.
^ Eða „Þeir segjast samt reiða sig á“.