Sálmur 112:1–10

  • Réttlátur maður virðir Jehóva

    • „Þeim gengur vel sem lánar fúslega“ (5)

    • „Hins réttláta verður minnst að eilífu“ (6)

    • Örlátur maður gefur fátækum (9)

112  Lofið Jah!*+ א [alef] Sá sem virðir* Jehóva er hamingjusamur,+ב [bet]sá sem hefur yndi af boðum hans.+ ג [gimel]   Afkomendur hans verða voldugir á jörðinniד [dalet]og kynslóð hinna réttlátu hlýtur blessun.+ ה [he]   Auður og velmegun eru í húsi hansו [vá]og réttlæti hans varir að eilífu. ז [zajin]   Hann skín hinum hjartahreinu eins og ljós í myrkri.+ ח [het] Hann sýnir samúð, miskunn+ og réttlæti. ט [tet]   Þeim gengur vel sem lánar fúslega,*+י [jód]hann er réttlátur í öllu sem hann gerir. כ [kaf]   Hann haggast aldrei.+ ל [lamed] Hins réttláta verður minnst að eilífu.+ מ [mem]   Hann óttast ekki slæmar fréttir,+נ [nún]hann er staðfastur í hjarta og treystir Jehóva.+ ס [samek]   Hann er óhagganlegur* í hjarta og ekki hræddur.+ ע [ajin] Að lokum fær hann að sjá andstæðinga sína falla.+ פ [pe]   Hann deilir út gjöfum örlátlega,* hann gefur fátækum.+ צ [tsade] Réttlæti hans varir að eilífu,+ק [qóf]styrkur* hans eykst og er upphafinn. ר [res] 10  Hinn illi sér það og honum gremst,ש [shin]hann gnístir tönnum og veslast upp. ת [tá] Óskir hins illa verða að engu.+

Neðanmáls

Orðrétt „óttast“.
Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „örlátlega“.
Eða „ákveðinn; stöðugur“.
Eða „vítt og breitt“.
Orðrétt „horn“.