Sálmur 137:1–9
137 Við fljót Babýlonar+ sátum viðog grétum þegar við minntumst Síonar.+
2 Á aspirnar í Babýlonhengdum við hörpur okkar.+
3 Þeir sem héldu okkur föngnum báðu okkur að syngja,+þeir sem hæddu okkur vildu skemmta sér:
„Syngið fyrir okkur Síonarljóð.“
4 Hvernig getum við sungið ljóð Jehóvaá erlendri grund?
5 Ef ég gleymdi þér, Jerúsalem,þá gleymi hægri hönd mín því sem hún hefur lært.*+
6 Tunga mín loði við góminnef ég man ekki eftir þér,ef ég læt ekki Jerúsalemveita mér meiri gleði en allt annað.+
7 Mundu, Jehóva,hvað Edómítar sögðu daginn sem Jerúsalem féll:
„Rífið niður! Rífið hana niður allt til grunna!“+
8 Dóttir Babýlonar, þér verður bráðum tortímt.+
Sá sem fer með þig eins og þú fórst með okkurgetur verið ánægður.+
9 Sá sem grípur börn þín og slær þeim utan í stein+getur verið ánægður.
Neðanmáls
^ Eða hugsanl. „visni hægri hönd mín“.