Sálmur 52:1–9
Til tónlistarstjórans. Maskíl* eftir Davíð þegar Dóeg Edómíti sagði Sál að Davíð hefði komið í hús Ahímeleks.+
52 Hvers vegna hreykir þú þér af illskuverkum þínum, þrjóturinn þinn?+
Tryggur kærleikur Guðs varir allan daginn.+
2 Tunga þín, beitt eins og rakhnífur,+bruggar illsku og svik.+
3 Þú elskar hið illa meira en hið góða,lygar meira en sannleika. (Sela)
4 Þú elskar hvert skaðræðisorð,þú svikula tunga!
5 Þess vegna mun Guð brjóta þig niður í eitt skipti fyrir öll,+hann grípur í þig og dregur þig út úr tjaldi þínu,+upprætir þig úr landi lifenda.+ (Sela)
6 Hinir réttlátu sjá það og fyllast óttablandinni lotningu,+þeir hlæja að honum og segja:+
7 „Þarna er maður sem gerði Guð ekki að athvarfi* sínu+heldur treysti á sín miklu auðæfi+og var viss um að ill áform sín myndu heppnast.“
8 En ég verð eins og frjósamt ólívutré í húsi Guðs,ég treysti á tryggan kærleika Guðs+ um alla eilífð.
9 Ég vil lofa þig að eilífu fyrir það sem þú hefur gert.+
Frammi fyrir þínum trúföstuset ég von mína á nafn þitt+ því að það er gott.