Sálmur 74:1–23

  • Bæn um að Guð muni eftir fólki sínu

    • Björgunarverk Guðs (12–17)

    • ‚Mundu eftir háðsglósum óvinarins‘ (18)

Maskíl* eftir Asaf.+ 74  Hvers vegna, Guð, hefurðu hafnað okkur um eilífð?+ Hvers vegna brennur* reiði þín gegn sauðunum í haglendi þínu?+   Mundu eftir fólkinu* sem þú valdir fyrir löngu,+ættkvíslinni sem þú leystir þér til eignar.+ Mundu eftir Síonarfjalli þar sem þú bjóst.+   Beindu skrefunum að hinum eilífu rústum.+ Óvinurinn eyddi öllu í helgidóminum.+   Fjandmenn þínir öskruðu á samkomustað þínum+og reistu þar stríðsfána sína.   Þeir voru eins og menn með axir í þéttvöxnum skógi.   Þeir brutu allan útskurð+ með öxum og járnstöngum.   Þeir lögðu eld að helgidómi þínum.+ Þeir vanhelguðu tjaldbúðina sem bar nafn þitt,jöfnuðu hana við jörðu.   Þeir og börn* þeirra hugsuðu með sér: „Allir samkomustaðir Guðs* í landinu skulu brenndir.“   Við fáum ekki að sjá nein tákn,enginn spámaður er eftirog enginn okkar veit hve lengi þetta varir. 10  Hve lengi, Guð, fær andstæðingurinn að hæðast?+ Á óvinurinn að vanvirða nafn þitt að eilífu?+ 11  Af hverju heldurðu hendinni að þér, hægri hendinni?+ Dragðu hana úr barmi þér* og gerðu út af við þá. 12  Guð er konungur minn frá ómunatíð,hann vinnur björgunarverk á jörð.+ 13  Þú ýfðir upp hafið með krafti þínum,+molaðir hausa sæskrímslanna í sjónum. 14  Þú braust höfuð Levjatans,*þú gafst hann fólkinu til matar, þeim sem búa í eyðimörkinni. 15  Þú hjóst op fyrir lindir og ár,+þurrkaðir upp sírennandi fljót.+ 16  Dagurinn og nóttin tilheyra þér. Þú skapaðir ljósið* og sólina.+ 17  Þú settir öll mörk jarðar,+gerðir sumar og vetur.+ 18  Mundu, Jehóva, eftir háðsglósum óvinarins,hvernig heimsk þjóð vanvirðir nafn þitt.+ 19  Láttu ekki villidýrin drepa turtildúfu þína. Gleymdu ekki þjáðu fólki þínu um eilífð. 20  Mundu eftir sáttmálanumþví að ofbeldismenn leynast í öllum skúmaskotum jarðar. 21  Láttu ekki hinn kúgaða verða fyrir vonbrigðum,+megi hrjáðir og fátækir lofa nafn þitt.+ 22  Gakktu fram, Guð, og verðu mál þitt. Mundu hvernig heimskingjar hæða þig liðlangan daginn.+ 23  Gleymdu ekki hvað fjandmenn þínir segja. Óhljóð þeirra sem ögra þér stíga stöðugt upp.

Neðanmáls

Orðrétt „rýkur“.
Orðrétt „söfnuði þínum“.
Eða „staðir þar sem Guð er tilbeðinn“.
Eða „afkomendur“.
Eða „skikkjufellingu þinni“.
Eða „ljósgjafann“.