Sefanía 2:1–15

  • Leitið Jehóva áður en reiðidagur hans kemur (1–3)

    • „Leitist við að gera rétt og vera auðmjúk“ (3)

    • „Líklega verðið þið falin“ (3)

  • Dómur yfir grannþjóðum (4–15)

2  Safnastu saman, já, safnastu saman,+þú þjóð sem kannt ekki að skammast þín.+   Áður en dóminum verður fullnægt,áður en dagurinn feykist hjá eins og hismi,áður en brennandi reiði Jehóva kemur yfir ykkur,+áður en reiðidagur Jehóva kemur yfir ykkur,   leitið Jehóva,+ öll þið auðmjúku á jörðinni,þið sem haldið réttlát ákvæði hans.* Leitist við að gera rétt* og vera auðmjúk. Líklega* verðið þið falin á reiðidegi Jehóva.+   Gasaborg verður yfirgefinog Askalon leggst í eyði.+ Íbúar Asdód verða hraktir burt um hábjartan dagog Ekron verður gereytt.+   „Illa fer fyrir þeim sem búa við sjávarsíðuna, þjóð Kereta!+ Orð Jehóva beinist gegn ykkur. Kanaan, land Filistea, ég legg þig í eyðisvo að enginn íbúi verður eftir.   Sjávarströndin verður að beitilandimeð brunnum fyrir fjárhirða og steinbyrgjum fyrir sauðfé.   Hún kemur í hlut þeirra sem eftir verða af ætt Júda.+ Þar verða þeir á beit. Í húsum Askalon leggjast þeir til hvíldar að kvöldiþví að Jehóva Guð þeirra mun annast þá*og flytja útlagana aftur heim.“+   „Ég hef heyrt háðsglósur Móabíta+ og móðganir Ammóníta.+ Þeir hafa hæðst að þjóð minni og hótað með hroka að taka land hennar.+   Svo sannarlega sem ég lifi,“ segir Jehóva hersveitanna, Guð Ísraels,„verður Móab eins og Sódóma+og Ammón eins og Gómorra,+saltgröf, vaxin netlum og eilíf auðn.+ Þeir sem eftir verða af fólki mínu munu ræna þáog leifarnar af þjóð minni hrekja þá burt. 10  Þetta fá þeir fyrir hroka sinn,+fyrir að hæðast að þjóð Jehóva hersveitanna og upphefja sig yfir hana. 11  Jehóva mun vekja með þeim óttablandna lotningu*því að hann gerir alla guði jarðarinnar máttvanaog allar eyþjóðirnar falla fram fyrir honum,*+hver á sínum stað. 12  Þið Eþíópíumenn munuð einnig falla fyrir sverði mínu.+ 13  Hann réttir út höndina til norðurs og eyðir Assýríu,gerir Níníve að auðn,+ þurra sem eyðimörk. 14  Þar munu hjarðir liggja, alls konar villt dýr. Pelíkanar og puntsvín búa sér náttstað innan um súlnahöfuðin. Söngur heyrist í gluggunum,múrbrot liggja á þröskuldunumog sedrusþilin eru óvarin. 15  Þetta er borgin stolta sem taldi sig óhultaog hugsaði með sér: ‚Ég er best, enginn jafnast á við mig.‘ En nú hryllir menn við henni. Hún er orðin að bæli villidýra! Allir sem eiga leið hjá blístra og steyta hnefann.“+

Neðanmáls

Orðrétt „fylgið dómi hans“.
Eða „vera réttlát“.
Eða „Ef til vill“.
Eða „gefa þeim gaum“.
Eða „skelfingu“.
Eða „tilbiðja hann“.