Amos 1:1–15
1 Orð Amosar,* eins af fjárhirðunum frá Tekóa,+ sem opinberuðust honum í sýn um Ísrael á dögum Ússía+ Júdakonungs og á dögum Jeróbóams+ Jóassonar+ Ísraelskonungs, tveim árum fyrir jarðskjálftann.+
2 Hann sagði:
„Frá Síon mun Jehóva öskra eins og ljónog láta í sér heyra frá Jerúsalem.
Beitilönd fjárhirðanna syrgjaog Karmeltindur skrælnar.“+
3 „Þetta segir Jehóva:
‚„Vegna þriggja, já, fjögurra glæpa* Damaskus dreg ég dóm minn ekki til baka.
Þeir þresktu Gíleað með þreskisleðum úr járni.+
4 Þess vegna sendi ég eld gegn húsi Hasaels+sem gleypir virkisturna Benhadads.+
5 Ég brýt slagbranda Damaskus.+
Ég útrými íbúunum í Bíkat Avenog tortími þeim sem ríkir* í Bet Eden.
Sýrlendingar verða fluttir í útlegð til Kír,“+ segir Jehóva.‘
6 Þetta segir Jehóva:
‚„Vegna þriggja, já, fjögurra glæpa Gasa+ dreg ég dóm minn ekki til baka.
Þeir tóku heilan hóp af útlögum+ og framseldu þá Edómítum.
7 Þess vegna sendi ég eld gegn múr Gasa+sem gleypir virkisturna hennar.
8 Ég útrými íbúunum í Asdód+og tortími þeim sem ríkir* í Askalon.+
Ég sný hendi minni gegn Ekron+og þeir Filistear sem eftir eru munu farast,“+ segir alvaldur Drottinn Jehóva.‘
9 Þetta segir Jehóva:
‚Vegna þriggja, já, fjögurra glæpa Týrusar+ dreg ég dóm minn ekki til baka.
Þeir framseldu Edómítum heilan hóp af útlögumog gleymdu bræðrasáttmálanum.+
10 Þess vegna sendi ég eld gegn múr Týrusarsem gleypir virkisturna hennar.‘+
11 Þetta segir Jehóva:
‚Vegna þriggja, já, fjögurra glæpa Edóms+ dreg ég dóm minn ekki til baka.
Hann elti bróður sinn með sverði+og sýndi enga miskunn.
Í heift sinni rífur hann þá vægðarlaust sundur,hann er þeim ævinlega reiður.+
12 Þess vegna sendi ég eld gegn Teman+sem gleypir virkisturna Bosra.‘+
13 Þetta segir Jehóva:
‚„Vegna þriggja, já, fjögurra glæpa Ammóníta+ dreg ég dóm minn ekki til baka.
Þeir ristu þungaðar konur í Gíleað á kvið til að stækka landsvæði sitt.+
14 Þess vegna legg ég eld að múr Rabba+sem gleypir virkisturna hennarþegar heróp ómar á orrustudeginum,þegar stormur geisar á óveðursdeginum.
15 Og konungur þeirra verður fluttur í útlegð ásamt höfðingjum sínum,“+ segir Jehóva.‘
Neðanmáls
^ Sem þýðir ‚byrði‘ eða ‚sá sem ber byrði‘.
^ Eða „uppreisna“.
^ Orðrétt „ber veldissprotann“.
^ Orðrétt „ber veldissprotann“.