Jesaja 12:1–6

  • Þakkarljóð (1–6)

    • „Jah Jehóva er styrkur minn“ (2)

12  Á þeim degi muntu segja: „Ég þakka þér, Jehóva,því að þótt þú værir mér reiðurrann þér smám saman reiðin og þú huggaðir mig.+   Guð er frelsun mín.+ Ég treysti honum og óttast ekkert+því að Jah* Jehóva er styrkur minn og mátturog hann frelsar mig.“+   Fagnandi sækið þið vatní lindir frelsunarinnar.+   Á þeim degi segið þið: „Þakkið Jehóva, ákallið nafn hans,gerið afrek hans kunn meðal þjóðanna!+ Boðið að nafn hans er hátt upp hafið.+   Lofsyngið* Jehóva+ því að verk hans eru stórfengleg.+ Segið frá þeim um alla jörð.   Fagnið og hrópið af gleði, þið sem búið á Síon,því að Hinn heilagi Ísraels er mikill á meðal ykkar.“

Neðanmáls

„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „Leikið tónlist fyrir“.