Jesaja 15:1–9

  • Yfirlýsing gegn Móab (1–9)

15  Yfirlýsing gegn Móab:+ Ar+ í Móab var lögð í rúst á einni nóttu,hún er nú þögnuð. Kír+ í Móab var lögð í rúst á einni nóttu,hún er nú þögnuð.   Menn eru farnir upp til musterisins* og Díbon,+upp á fórnarhæðirnar til að gráta. Móab kveinar yfir Nebó+ og Medeba.+ Hver maður er krúnurakaður,+ hvert skegg skorið af.+   Á götunum klæðast menn hærusekk. Á húsþökum og á torgum kveina þeir allir,þeir fara þaðan grátandi.+   Hesbon og Eleale+ hrópa,óp þeirra heyrast allt til Jahas.+ Þess vegna æpa vopnaðir menn Móabs. Fólk skelfur af ótta.   Hjarta mitt kveinar yfir Móab. Fólk er flúið þaðan allt til Sóar+ og Eglat Selisíu.+ Grátandi ganga menn upp Lúkítbrekku,kveina yfir hörmungunum á leiðinni til Hórónaím.+   Nimrímvötn hafa þornað upp. Grængresið er visnað,grasið horfið og ekkert grænt er eftir.   Þess vegna bera þeir burt það sem eftir er af birgðum þeirra og auðæfum,þeir fara þvert yfir aspardalinn.   Ópin bergmála um allt Móabsland.+ Kveinið berst til Eglaím,kveinið berst til Beer Elím.   Dímonvötn eru full af blóðien ég legg enn meira á Dímon: Ljón bíður þeirra sem flýja frá Móabog þeirra sem eftir eru í landinu.+

Neðanmáls

Orðrétt „hússins“.